Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 07:37 Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Er verkefnið hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og er markmiðið að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu. Verkefnið ber yfirskriftina „Ísland – saman í sókn“. Að því er segir á vef Íslandsstofu, sem sér um framkvæmd verkefnisins, hlaut tillaga alþjóðlegu auglýsingastofunnar M&C Saatchi, í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel, hæstu einkunn valnefndar af innsendum tillögum fyrir verkefnið. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að M&C Saatchi hafi viðurkennt bókhaldsmisferli í lok síðasta árs og er breska fjármálaeftirlitið nú með fyrirtækið til rannsóknar. Um er að ræða skekkju í bókhaldi fyrirtækisins upp á 11,6 milljónir punda sem samsvarar um tveimur milljörðum króna. Í frétt Morgunblaðsins segir að í bókhaldi auglýsingastofunnar hafi kostnaður við verkefni verið vanmetinn, verðmæti eigna ofmetið og aðrar eignir ranglega skráðar. Hafa stjórnendur viðurkennt að rangfærslurnar í bókhaldinu geti náð um fimm ár aftur í tímann. Á vef Íslandsstofu segir að stærsti hluti þess eins og hálfa milljarðs sem varið verður í markaðsátakið fari í birtingar á erlendum mörkuðum en útboð fyrir birtingarhlutann verður auglýst á vef Ríkiskaupa á næstu dögum. „Auglýst var eftir tillögum að stefnumörkun og framkvæmd verkefnisins á evrópska efnahagssvæðinu þann 2. apríl síðastliðinn. Fimmtán tilboð bárust í verkefnið. Þrettán manna valnefnd, skipuð fulltrúum ráðherra ferðamála, Samtaka ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborgar, markaðsstofa landshlutanna og Íslandsstofu, fór yfir tilboðin og lagði mat á þau. Ríkiskaup fór með framkvæmd útboðsins. Tillaga M&C Saatchi og Peel hlaut hæstu heildareinkunnina og var með hæstu einkunn í fjórum af ellefu hæfnisþáttum. Þá var stofan efst ásamt Pipar í fimm hæfnisþáttum. Nú stendur yfir biðtími samkvæmt lögum um opinber innkaup. Að honum loknum kemst á bindandi samningur. Fram kemur í rökstuðningi valnefndar að innsendingin sé sterk og byggi á traustri stefnumótun. Hugmyndin sé bæði áhrifarík og nái að tengja saman ólíka þætti til að styrkja ímynd landsins. Skýr áhersla sé lögð á sjálfbærni og hugmyndin tengist vel öðrum útflutningsgreinum Íslands,“ segir á vef Íslandsstofu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Er verkefnið hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og er markmiðið að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu. Verkefnið ber yfirskriftina „Ísland – saman í sókn“. Að því er segir á vef Íslandsstofu, sem sér um framkvæmd verkefnisins, hlaut tillaga alþjóðlegu auglýsingastofunnar M&C Saatchi, í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel, hæstu einkunn valnefndar af innsendum tillögum fyrir verkefnið. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að M&C Saatchi hafi viðurkennt bókhaldsmisferli í lok síðasta árs og er breska fjármálaeftirlitið nú með fyrirtækið til rannsóknar. Um er að ræða skekkju í bókhaldi fyrirtækisins upp á 11,6 milljónir punda sem samsvarar um tveimur milljörðum króna. Í frétt Morgunblaðsins segir að í bókhaldi auglýsingastofunnar hafi kostnaður við verkefni verið vanmetinn, verðmæti eigna ofmetið og aðrar eignir ranglega skráðar. Hafa stjórnendur viðurkennt að rangfærslurnar í bókhaldinu geti náð um fimm ár aftur í tímann. Á vef Íslandsstofu segir að stærsti hluti þess eins og hálfa milljarðs sem varið verður í markaðsátakið fari í birtingar á erlendum mörkuðum en útboð fyrir birtingarhlutann verður auglýst á vef Ríkiskaupa á næstu dögum. „Auglýst var eftir tillögum að stefnumörkun og framkvæmd verkefnisins á evrópska efnahagssvæðinu þann 2. apríl síðastliðinn. Fimmtán tilboð bárust í verkefnið. Þrettán manna valnefnd, skipuð fulltrúum ráðherra ferðamála, Samtaka ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborgar, markaðsstofa landshlutanna og Íslandsstofu, fór yfir tilboðin og lagði mat á þau. Ríkiskaup fór með framkvæmd útboðsins. Tillaga M&C Saatchi og Peel hlaut hæstu heildareinkunnina og var með hæstu einkunn í fjórum af ellefu hæfnisþáttum. Þá var stofan efst ásamt Pipar í fimm hæfnisþáttum. Nú stendur yfir biðtími samkvæmt lögum um opinber innkaup. Að honum loknum kemst á bindandi samningur. Fram kemur í rökstuðningi valnefndar að innsendingin sé sterk og byggi á traustri stefnumótun. Hugmyndin sé bæði áhrifarík og nái að tengja saman ólíka þætti til að styrkja ímynd landsins. Skýr áhersla sé lögð á sjálfbærni og hugmyndin tengist vel öðrum útflutningsgreinum Íslands,“ segir á vef Íslandsstofu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira