Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 07:37 Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Er verkefnið hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og er markmiðið að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu. Verkefnið ber yfirskriftina „Ísland – saman í sókn“. Að því er segir á vef Íslandsstofu, sem sér um framkvæmd verkefnisins, hlaut tillaga alþjóðlegu auglýsingastofunnar M&C Saatchi, í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel, hæstu einkunn valnefndar af innsendum tillögum fyrir verkefnið. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að M&C Saatchi hafi viðurkennt bókhaldsmisferli í lok síðasta árs og er breska fjármálaeftirlitið nú með fyrirtækið til rannsóknar. Um er að ræða skekkju í bókhaldi fyrirtækisins upp á 11,6 milljónir punda sem samsvarar um tveimur milljörðum króna. Í frétt Morgunblaðsins segir að í bókhaldi auglýsingastofunnar hafi kostnaður við verkefni verið vanmetinn, verðmæti eigna ofmetið og aðrar eignir ranglega skráðar. Hafa stjórnendur viðurkennt að rangfærslurnar í bókhaldinu geti náð um fimm ár aftur í tímann. Á vef Íslandsstofu segir að stærsti hluti þess eins og hálfa milljarðs sem varið verður í markaðsátakið fari í birtingar á erlendum mörkuðum en útboð fyrir birtingarhlutann verður auglýst á vef Ríkiskaupa á næstu dögum. „Auglýst var eftir tillögum að stefnumörkun og framkvæmd verkefnisins á evrópska efnahagssvæðinu þann 2. apríl síðastliðinn. Fimmtán tilboð bárust í verkefnið. Þrettán manna valnefnd, skipuð fulltrúum ráðherra ferðamála, Samtaka ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborgar, markaðsstofa landshlutanna og Íslandsstofu, fór yfir tilboðin og lagði mat á þau. Ríkiskaup fór með framkvæmd útboðsins. Tillaga M&C Saatchi og Peel hlaut hæstu heildareinkunnina og var með hæstu einkunn í fjórum af ellefu hæfnisþáttum. Þá var stofan efst ásamt Pipar í fimm hæfnisþáttum. Nú stendur yfir biðtími samkvæmt lögum um opinber innkaup. Að honum loknum kemst á bindandi samningur. Fram kemur í rökstuðningi valnefndar að innsendingin sé sterk og byggi á traustri stefnumótun. Hugmyndin sé bæði áhrifarík og nái að tengja saman ólíka þætti til að styrkja ímynd landsins. Skýr áhersla sé lögð á sjálfbærni og hugmyndin tengist vel öðrum útflutningsgreinum Íslands,“ segir á vef Íslandsstofu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Er verkefnið hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og er markmiðið að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu. Verkefnið ber yfirskriftina „Ísland – saman í sókn“. Að því er segir á vef Íslandsstofu, sem sér um framkvæmd verkefnisins, hlaut tillaga alþjóðlegu auglýsingastofunnar M&C Saatchi, í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel, hæstu einkunn valnefndar af innsendum tillögum fyrir verkefnið. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að M&C Saatchi hafi viðurkennt bókhaldsmisferli í lok síðasta árs og er breska fjármálaeftirlitið nú með fyrirtækið til rannsóknar. Um er að ræða skekkju í bókhaldi fyrirtækisins upp á 11,6 milljónir punda sem samsvarar um tveimur milljörðum króna. Í frétt Morgunblaðsins segir að í bókhaldi auglýsingastofunnar hafi kostnaður við verkefni verið vanmetinn, verðmæti eigna ofmetið og aðrar eignir ranglega skráðar. Hafa stjórnendur viðurkennt að rangfærslurnar í bókhaldinu geti náð um fimm ár aftur í tímann. Á vef Íslandsstofu segir að stærsti hluti þess eins og hálfa milljarðs sem varið verður í markaðsátakið fari í birtingar á erlendum mörkuðum en útboð fyrir birtingarhlutann verður auglýst á vef Ríkiskaupa á næstu dögum. „Auglýst var eftir tillögum að stefnumörkun og framkvæmd verkefnisins á evrópska efnahagssvæðinu þann 2. apríl síðastliðinn. Fimmtán tilboð bárust í verkefnið. Þrettán manna valnefnd, skipuð fulltrúum ráðherra ferðamála, Samtaka ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborgar, markaðsstofa landshlutanna og Íslandsstofu, fór yfir tilboðin og lagði mat á þau. Ríkiskaup fór með framkvæmd útboðsins. Tillaga M&C Saatchi og Peel hlaut hæstu heildareinkunnina og var með hæstu einkunn í fjórum af ellefu hæfnisþáttum. Þá var stofan efst ásamt Pipar í fimm hæfnisþáttum. Nú stendur yfir biðtími samkvæmt lögum um opinber innkaup. Að honum loknum kemst á bindandi samningur. Fram kemur í rökstuðningi valnefndar að innsendingin sé sterk og byggi á traustri stefnumótun. Hugmyndin sé bæði áhrifarík og nái að tengja saman ólíka þætti til að styrkja ímynd landsins. Skýr áhersla sé lögð á sjálfbærni og hugmyndin tengist vel öðrum útflutningsgreinum Íslands,“ segir á vef Íslandsstofu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira