Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 07:37 Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Er verkefnið hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og er markmiðið að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu. Verkefnið ber yfirskriftina „Ísland – saman í sókn“. Að því er segir á vef Íslandsstofu, sem sér um framkvæmd verkefnisins, hlaut tillaga alþjóðlegu auglýsingastofunnar M&C Saatchi, í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel, hæstu einkunn valnefndar af innsendum tillögum fyrir verkefnið. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að M&C Saatchi hafi viðurkennt bókhaldsmisferli í lok síðasta árs og er breska fjármálaeftirlitið nú með fyrirtækið til rannsóknar. Um er að ræða skekkju í bókhaldi fyrirtækisins upp á 11,6 milljónir punda sem samsvarar um tveimur milljörðum króna. Í frétt Morgunblaðsins segir að í bókhaldi auglýsingastofunnar hafi kostnaður við verkefni verið vanmetinn, verðmæti eigna ofmetið og aðrar eignir ranglega skráðar. Hafa stjórnendur viðurkennt að rangfærslurnar í bókhaldinu geti náð um fimm ár aftur í tímann. Á vef Íslandsstofu segir að stærsti hluti þess eins og hálfa milljarðs sem varið verður í markaðsátakið fari í birtingar á erlendum mörkuðum en útboð fyrir birtingarhlutann verður auglýst á vef Ríkiskaupa á næstu dögum. „Auglýst var eftir tillögum að stefnumörkun og framkvæmd verkefnisins á evrópska efnahagssvæðinu þann 2. apríl síðastliðinn. Fimmtán tilboð bárust í verkefnið. Þrettán manna valnefnd, skipuð fulltrúum ráðherra ferðamála, Samtaka ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborgar, markaðsstofa landshlutanna og Íslandsstofu, fór yfir tilboðin og lagði mat á þau. Ríkiskaup fór með framkvæmd útboðsins. Tillaga M&C Saatchi og Peel hlaut hæstu heildareinkunnina og var með hæstu einkunn í fjórum af ellefu hæfnisþáttum. Þá var stofan efst ásamt Pipar í fimm hæfnisþáttum. Nú stendur yfir biðtími samkvæmt lögum um opinber innkaup. Að honum loknum kemst á bindandi samningur. Fram kemur í rökstuðningi valnefndar að innsendingin sé sterk og byggi á traustri stefnumótun. Hugmyndin sé bæði áhrifarík og nái að tengja saman ólíka þætti til að styrkja ímynd landsins. Skýr áhersla sé lögð á sjálfbærni og hugmyndin tengist vel öðrum útflutningsgreinum Íslands,“ segir á vef Íslandsstofu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Er verkefnið hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og er markmiðið að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu. Verkefnið ber yfirskriftina „Ísland – saman í sókn“. Að því er segir á vef Íslandsstofu, sem sér um framkvæmd verkefnisins, hlaut tillaga alþjóðlegu auglýsingastofunnar M&C Saatchi, í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel, hæstu einkunn valnefndar af innsendum tillögum fyrir verkefnið. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að M&C Saatchi hafi viðurkennt bókhaldsmisferli í lok síðasta árs og er breska fjármálaeftirlitið nú með fyrirtækið til rannsóknar. Um er að ræða skekkju í bókhaldi fyrirtækisins upp á 11,6 milljónir punda sem samsvarar um tveimur milljörðum króna. Í frétt Morgunblaðsins segir að í bókhaldi auglýsingastofunnar hafi kostnaður við verkefni verið vanmetinn, verðmæti eigna ofmetið og aðrar eignir ranglega skráðar. Hafa stjórnendur viðurkennt að rangfærslurnar í bókhaldinu geti náð um fimm ár aftur í tímann. Á vef Íslandsstofu segir að stærsti hluti þess eins og hálfa milljarðs sem varið verður í markaðsátakið fari í birtingar á erlendum mörkuðum en útboð fyrir birtingarhlutann verður auglýst á vef Ríkiskaupa á næstu dögum. „Auglýst var eftir tillögum að stefnumörkun og framkvæmd verkefnisins á evrópska efnahagssvæðinu þann 2. apríl síðastliðinn. Fimmtán tilboð bárust í verkefnið. Þrettán manna valnefnd, skipuð fulltrúum ráðherra ferðamála, Samtaka ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborgar, markaðsstofa landshlutanna og Íslandsstofu, fór yfir tilboðin og lagði mat á þau. Ríkiskaup fór með framkvæmd útboðsins. Tillaga M&C Saatchi og Peel hlaut hæstu heildareinkunnina og var með hæstu einkunn í fjórum af ellefu hæfnisþáttum. Þá var stofan efst ásamt Pipar í fimm hæfnisþáttum. Nú stendur yfir biðtími samkvæmt lögum um opinber innkaup. Að honum loknum kemst á bindandi samningur. Fram kemur í rökstuðningi valnefndar að innsendingin sé sterk og byggi á traustri stefnumótun. Hugmyndin sé bæði áhrifarík og nái að tengja saman ólíka þætti til að styrkja ímynd landsins. Skýr áhersla sé lögð á sjálfbærni og hugmyndin tengist vel öðrum útflutningsgreinum Íslands,“ segir á vef Íslandsstofu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira