Stórt en varfærið skref segir Katrín Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. maí 2020 15:43 Fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu næstu skref, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. Stjórnvöld hafi trú á því að til sé þekking og hæfni sem geti tryggt sóttvarnir í landinu á sama tíma og opnað er á ferðir til og frá Íslandi. Katrín segir þó a Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Á fundinum kom einnig fram að Grænland og Færeyjar hafi verið tekin af lista yfir hááhættusvæði og nýjar reglur um útvíkkaða sóttkví fyrir þá sem hingað koma til starfa í afmörkuð verkefni taka gildi á föstudag. „Mjög stórt skref en varfærið líka,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir fundinn aðspurð um þýðingu þessara áætlana. „Eins og ég fór yfir þá erum við fyrst að horfa til þess að létta á takmörkunum hér innanlands en síðan ráðumst við í þetta skref sem við teljum okkur hafa alla burði til að taka. Bæði vegna þess hvernig okkur hefur gengið að takast á við faraldurinn, vegna þeirra þekkingar sem er til hér í landinu og hefur skapast í þessari baráttu þá höfum við ákveðið að ráðast í þetta,“ sagði Katrín jafnframt. Þá var hún spurð um hvort hún teldi að það að opna á komur erlendra ferðamanna hingað til lands eftir 15. júní myndi þýða fyrir efnahaginn sem tekur hefur á sig mikið högg vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Katrín að enn væri töluverð óvissa um þróun efnahagsins en verið værið að opna á ýmsa möguleika. „Við erum ekki að reikna með mikilli ferðamennsku á þessu ári, ég held að enginn sé að reikna með því en með þessu erum við opna ákveðna möguleika sem geta skipta máli. Við erum að horfa til þess að allt sem við gerum núna, allar þær fjárfestingar sem við erum að ráðast í, stuðningur við ýmsa geira samfélagsins miðar við því að við getum náð viðspyrnu þegar heilbrigðisváin verður að baki,“ sagði Katrín. Sagði hún einnig að stjórnvöld teldu að hér væri þekking og hæfni til staðar sem ætti að geta tryggt sóttvarnir á sama tíma og ferðamenn fara að koma aftur til landsins. „Ástæðan fyrir því að við treystum okkur í þetta skref er að við teljum okkur hafa þá þekkingu og hæfni sem til þarf til þess að geta framkvæmt þetta til að þetta virki þannig að við séum annars vegar að tryggja sóttvarnir í landinu en um leið greiða fyrir ferðum til og frá landinu og það skiptir okkur máli sem eyja hér út í hafi.“ Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. Stjórnvöld hafi trú á því að til sé þekking og hæfni sem geti tryggt sóttvarnir í landinu á sama tíma og opnað er á ferðir til og frá Íslandi. Katrín segir þó a Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Á fundinum kom einnig fram að Grænland og Færeyjar hafi verið tekin af lista yfir hááhættusvæði og nýjar reglur um útvíkkaða sóttkví fyrir þá sem hingað koma til starfa í afmörkuð verkefni taka gildi á föstudag. „Mjög stórt skref en varfærið líka,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir fundinn aðspurð um þýðingu þessara áætlana. „Eins og ég fór yfir þá erum við fyrst að horfa til þess að létta á takmörkunum hér innanlands en síðan ráðumst við í þetta skref sem við teljum okkur hafa alla burði til að taka. Bæði vegna þess hvernig okkur hefur gengið að takast á við faraldurinn, vegna þeirra þekkingar sem er til hér í landinu og hefur skapast í þessari baráttu þá höfum við ákveðið að ráðast í þetta,“ sagði Katrín jafnframt. Þá var hún spurð um hvort hún teldi að það að opna á komur erlendra ferðamanna hingað til lands eftir 15. júní myndi þýða fyrir efnahaginn sem tekur hefur á sig mikið högg vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Katrín að enn væri töluverð óvissa um þróun efnahagsins en verið værið að opna á ýmsa möguleika. „Við erum ekki að reikna með mikilli ferðamennsku á þessu ári, ég held að enginn sé að reikna með því en með þessu erum við opna ákveðna möguleika sem geta skipta máli. Við erum að horfa til þess að allt sem við gerum núna, allar þær fjárfestingar sem við erum að ráðast í, stuðningur við ýmsa geira samfélagsins miðar við því að við getum náð viðspyrnu þegar heilbrigðisváin verður að baki,“ sagði Katrín. Sagði hún einnig að stjórnvöld teldu að hér væri þekking og hæfni til staðar sem ætti að geta tryggt sóttvarnir á sama tíma og ferðamenn fara að koma aftur til landsins. „Ástæðan fyrir því að við treystum okkur í þetta skref er að við teljum okkur hafa þá þekkingu og hæfni sem til þarf til þess að geta framkvæmt þetta til að þetta virki þannig að við séum annars vegar að tryggja sóttvarnir í landinu en um leið greiða fyrir ferðum til og frá landinu og það skiptir okkur máli sem eyja hér út í hafi.“ Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira