Fordómar koma niður á viðbrögðum við nýjum smitum Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 08:15 Íbúar Seoul bíða eftir því að komast í próf fyrir Covid-19. AP/Choi Jea Gu Á meðan yfirvöld Suður-Kóreu reyna að bregðast við nýjum smitum af Covid-19 sem tengjast skemmtistöðum í Seoul, hafa fordómar gegn samkynhneigðu fólki komið niður á baráttunni. Hótanir og áreiti hefur leitt til þess að fólk forðast að gangast próf. Smitin nýju hafa verið rakin til 29 ára gamals manns sem sótti fimm skemmtistaði í höfuðborginni um þar síðustu helgi. Hann greindist svo með Covid-19 á miðvikudaginn í síðustu viku. Síðan þá hafa á tvö hundruð smit verið rakin til mannsins, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Yfirvöld Seoul segja að ekki hafi náðst í rúmlega þrjú þúsund manns sem sóttu skemmtistaðina sem um ræðir. Forsvarsmenn bara og skemmtistaða fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækjunum var þó lokað aftur eftir að nýju smitin komu í ljós. Sjá einnig: Meira en 100 ný smit tengd næturlífinu í Suður-Kóreu Í dagblaðinu Kookmin Ilbo, sem rekið er af kirkju, kom svo fram í síðustu viku að meðal staðanna sem maðurinn sótti væri minnst einn samkomustaður samkynhneigðra. Í kjölfar þess varð holskefla fordóma ljós á samfélagsmiðlum í Suður-Kóreu þar sem manninum og öðrum sem sóttu þennan tiltekna skemmtistað var meðal annars kennt um að hamla baráttunni gegn veirunni. Meðal þeirra sem hafa áhyggjur af því að fordómar komin niður á viðbrögðunum er Chung Sye Kyun, forsætisráðherra. Embættismenn í heilbrigðiskerfi landsins hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum. Eins og AP fréttaveitan bendir á er Suður-Kórea mjög íhaldssamt ríki og eru hjónabönd samkynja einstaklinga til að mynda ekki lögleg. Framkvæmdastjóri Chinguisai, réttindasamtaka samkynhneigðra í Suður-Kóreu, segir að honum hafi ekki borist fregnir af árásum á samkynhneigða en margir hafi hringt í sig og sagst hafa áhyggjur af því að hafa samkynhneigð þerra verði opinberuð. Aðrir eru sagðir óttast að verða fyrir fordómum í vinnu, verði viðkomandi skipaðir í sóttkví. Þar skiptir í raun ekki máli hvort viðkomandi sé í raun samkynhneigður eða ekki. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Á meðan yfirvöld Suður-Kóreu reyna að bregðast við nýjum smitum af Covid-19 sem tengjast skemmtistöðum í Seoul, hafa fordómar gegn samkynhneigðu fólki komið niður á baráttunni. Hótanir og áreiti hefur leitt til þess að fólk forðast að gangast próf. Smitin nýju hafa verið rakin til 29 ára gamals manns sem sótti fimm skemmtistaði í höfuðborginni um þar síðustu helgi. Hann greindist svo með Covid-19 á miðvikudaginn í síðustu viku. Síðan þá hafa á tvö hundruð smit verið rakin til mannsins, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Yfirvöld Seoul segja að ekki hafi náðst í rúmlega þrjú þúsund manns sem sóttu skemmtistaðina sem um ræðir. Forsvarsmenn bara og skemmtistaða fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækjunum var þó lokað aftur eftir að nýju smitin komu í ljós. Sjá einnig: Meira en 100 ný smit tengd næturlífinu í Suður-Kóreu Í dagblaðinu Kookmin Ilbo, sem rekið er af kirkju, kom svo fram í síðustu viku að meðal staðanna sem maðurinn sótti væri minnst einn samkomustaður samkynhneigðra. Í kjölfar þess varð holskefla fordóma ljós á samfélagsmiðlum í Suður-Kóreu þar sem manninum og öðrum sem sóttu þennan tiltekna skemmtistað var meðal annars kennt um að hamla baráttunni gegn veirunni. Meðal þeirra sem hafa áhyggjur af því að fordómar komin niður á viðbrögðunum er Chung Sye Kyun, forsætisráðherra. Embættismenn í heilbrigðiskerfi landsins hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum. Eins og AP fréttaveitan bendir á er Suður-Kórea mjög íhaldssamt ríki og eru hjónabönd samkynja einstaklinga til að mynda ekki lögleg. Framkvæmdastjóri Chinguisai, réttindasamtaka samkynhneigðra í Suður-Kóreu, segir að honum hafi ekki borist fregnir af árásum á samkynhneigða en margir hafi hringt í sig og sagst hafa áhyggjur af því að hafa samkynhneigð þerra verði opinberuð. Aðrir eru sagðir óttast að verða fyrir fordómum í vinnu, verði viðkomandi skipaðir í sóttkví. Þar skiptir í raun ekki máli hvort viðkomandi sé í raun samkynhneigður eða ekki.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira