Rekstrarhalli Landspítalans nemur rúmum átta hundruð milljónum króna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. maí 2020 13:14 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir kostnað vegna farsóttarinnar spila inn í auk þess sem undirliggjandi rekstrarvandi, sem stofnunin hefur glímt við, hafi ekki horfið. Stöð2/Egill Halli á rekstri Landspítalans á fyrstu þremur mánuðum ársins nemur rúmum átta hundruð milljónum króna. Mestu munar þar um aukinn launakostnað sem fer rúmum sex hundruð milljónum fram úr áætlun í janúar, febrúar og mars. Þá hafa rekstrargjöld aukist um tæpar hundrað og sextíu milljónir á sama tíma frá því sem gert var ráð fyrir í áætlun. Þetta kemur fram í starfsemisupplýsingum spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar kostnað vegna farsóttarinnar spila inn í auk þess sem undirliggjandi rekstrarvandi, sem stofnunin hefur glímt við, hafi ekki horfið. Páll spítalann undanfarið hafa glímt við undirliggjandi rekstrarvanda en í ofanálag þurfti stjórn og starfsfólk spítalans að finna lausnir með hraði til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. „Kostnaður vegna farsóttar spilar þarna inn í. Við erum ekki búin að reikna hversu mikill hann er en síðan eru undirliggjandi þættir sem valda rekstrarvanda. Verkefni spítalans eru í einhverjum skilningi umfram það sem fjárveitingar leyfa. Vegna þess að það er ekki annað að leita með mörg verkefni og við þurfum að sinna þeim. Það er áskorun að laga launakostnað að þeim fjárveitingum sem við fáum. Það hefur verið verkefnið og við höfum náð ágætis árangri þar. Hvort við þurfum að gera eitthvað enn frekar? Mér þykir það líklegt en væntanlega ekkert á pari við það sem kemur fram í starfsemisupplýsingum núna því þær truflast mjög af Covid-19 farsóttinni“. Lærdómur af viðbrögðum við Covid-19 dýrmætt veganesti Spítalanum verður þó bættur sá kostnaður sem tengist farsóttinni en kalla þurfti til auka mannskap auk þess sem opna þurfti nýjar deildir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Ég held að lærdómurinn af viðbrögðum okkar við farsóttinni innan spítala snúist mjög mikið um það hvernig við getum, með markvissari hætti, eflt okkar göngudeildir - sem hefur reyndar verið á dagskrá árum saman - og hvernig við getum notað fjarheilbrigðisþjónustu. En kannski sérstaklega flokkun vandamála í upphafi þannig að það sé hægt að beina sjúklingum í réttan farveg því það nýtir best okkar mannskap og fjármagn. Það er lærdómurinn innanhúss en ekki síður í heilbrigðiskerfinu í heild. Það samstarf sem við sáum í viðbrögðum við þessari farsótt, samstarf á milli mismunandi heilbrigðisstofnana, var algjörlega til fyrirmyndar og það er eitthvað sem við viljum halda í,“ segir Páll.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttir Bylgjunnar. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Halli á rekstri Landspítalans á fyrstu þremur mánuðum ársins nemur rúmum átta hundruð milljónum króna. Mestu munar þar um aukinn launakostnað sem fer rúmum sex hundruð milljónum fram úr áætlun í janúar, febrúar og mars. Þá hafa rekstrargjöld aukist um tæpar hundrað og sextíu milljónir á sama tíma frá því sem gert var ráð fyrir í áætlun. Þetta kemur fram í starfsemisupplýsingum spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar kostnað vegna farsóttarinnar spila inn í auk þess sem undirliggjandi rekstrarvandi, sem stofnunin hefur glímt við, hafi ekki horfið. Páll spítalann undanfarið hafa glímt við undirliggjandi rekstrarvanda en í ofanálag þurfti stjórn og starfsfólk spítalans að finna lausnir með hraði til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. „Kostnaður vegna farsóttar spilar þarna inn í. Við erum ekki búin að reikna hversu mikill hann er en síðan eru undirliggjandi þættir sem valda rekstrarvanda. Verkefni spítalans eru í einhverjum skilningi umfram það sem fjárveitingar leyfa. Vegna þess að það er ekki annað að leita með mörg verkefni og við þurfum að sinna þeim. Það er áskorun að laga launakostnað að þeim fjárveitingum sem við fáum. Það hefur verið verkefnið og við höfum náð ágætis árangri þar. Hvort við þurfum að gera eitthvað enn frekar? Mér þykir það líklegt en væntanlega ekkert á pari við það sem kemur fram í starfsemisupplýsingum núna því þær truflast mjög af Covid-19 farsóttinni“. Lærdómur af viðbrögðum við Covid-19 dýrmætt veganesti Spítalanum verður þó bættur sá kostnaður sem tengist farsóttinni en kalla þurfti til auka mannskap auk þess sem opna þurfti nýjar deildir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Ég held að lærdómurinn af viðbrögðum okkar við farsóttinni innan spítala snúist mjög mikið um það hvernig við getum, með markvissari hætti, eflt okkar göngudeildir - sem hefur reyndar verið á dagskrá árum saman - og hvernig við getum notað fjarheilbrigðisþjónustu. En kannski sérstaklega flokkun vandamála í upphafi þannig að það sé hægt að beina sjúklingum í réttan farveg því það nýtir best okkar mannskap og fjármagn. Það er lærdómurinn innanhúss en ekki síður í heilbrigðiskerfinu í heild. Það samstarf sem við sáum í viðbrögðum við þessari farsótt, samstarf á milli mismunandi heilbrigðisstofnana, var algjörlega til fyrirmyndar og það er eitthvað sem við viljum halda í,“ segir Páll.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttir Bylgjunnar.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09
Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09
Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56