Rekstrarhalli Landspítalans nemur rúmum átta hundruð milljónum króna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. maí 2020 13:14 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir kostnað vegna farsóttarinnar spila inn í auk þess sem undirliggjandi rekstrarvandi, sem stofnunin hefur glímt við, hafi ekki horfið. Stöð2/Egill Halli á rekstri Landspítalans á fyrstu þremur mánuðum ársins nemur rúmum átta hundruð milljónum króna. Mestu munar þar um aukinn launakostnað sem fer rúmum sex hundruð milljónum fram úr áætlun í janúar, febrúar og mars. Þá hafa rekstrargjöld aukist um tæpar hundrað og sextíu milljónir á sama tíma frá því sem gert var ráð fyrir í áætlun. Þetta kemur fram í starfsemisupplýsingum spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar kostnað vegna farsóttarinnar spila inn í auk þess sem undirliggjandi rekstrarvandi, sem stofnunin hefur glímt við, hafi ekki horfið. Páll spítalann undanfarið hafa glímt við undirliggjandi rekstrarvanda en í ofanálag þurfti stjórn og starfsfólk spítalans að finna lausnir með hraði til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. „Kostnaður vegna farsóttar spilar þarna inn í. Við erum ekki búin að reikna hversu mikill hann er en síðan eru undirliggjandi þættir sem valda rekstrarvanda. Verkefni spítalans eru í einhverjum skilningi umfram það sem fjárveitingar leyfa. Vegna þess að það er ekki annað að leita með mörg verkefni og við þurfum að sinna þeim. Það er áskorun að laga launakostnað að þeim fjárveitingum sem við fáum. Það hefur verið verkefnið og við höfum náð ágætis árangri þar. Hvort við þurfum að gera eitthvað enn frekar? Mér þykir það líklegt en væntanlega ekkert á pari við það sem kemur fram í starfsemisupplýsingum núna því þær truflast mjög af Covid-19 farsóttinni“. Lærdómur af viðbrögðum við Covid-19 dýrmætt veganesti Spítalanum verður þó bættur sá kostnaður sem tengist farsóttinni en kalla þurfti til auka mannskap auk þess sem opna þurfti nýjar deildir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Ég held að lærdómurinn af viðbrögðum okkar við farsóttinni innan spítala snúist mjög mikið um það hvernig við getum, með markvissari hætti, eflt okkar göngudeildir - sem hefur reyndar verið á dagskrá árum saman - og hvernig við getum notað fjarheilbrigðisþjónustu. En kannski sérstaklega flokkun vandamála í upphafi þannig að það sé hægt að beina sjúklingum í réttan farveg því það nýtir best okkar mannskap og fjármagn. Það er lærdómurinn innanhúss en ekki síður í heilbrigðiskerfinu í heild. Það samstarf sem við sáum í viðbrögðum við þessari farsótt, samstarf á milli mismunandi heilbrigðisstofnana, var algjörlega til fyrirmyndar og það er eitthvað sem við viljum halda í,“ segir Páll.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttir Bylgjunnar. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Halli á rekstri Landspítalans á fyrstu þremur mánuðum ársins nemur rúmum átta hundruð milljónum króna. Mestu munar þar um aukinn launakostnað sem fer rúmum sex hundruð milljónum fram úr áætlun í janúar, febrúar og mars. Þá hafa rekstrargjöld aukist um tæpar hundrað og sextíu milljónir á sama tíma frá því sem gert var ráð fyrir í áætlun. Þetta kemur fram í starfsemisupplýsingum spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar kostnað vegna farsóttarinnar spila inn í auk þess sem undirliggjandi rekstrarvandi, sem stofnunin hefur glímt við, hafi ekki horfið. Páll spítalann undanfarið hafa glímt við undirliggjandi rekstrarvanda en í ofanálag þurfti stjórn og starfsfólk spítalans að finna lausnir með hraði til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. „Kostnaður vegna farsóttar spilar þarna inn í. Við erum ekki búin að reikna hversu mikill hann er en síðan eru undirliggjandi þættir sem valda rekstrarvanda. Verkefni spítalans eru í einhverjum skilningi umfram það sem fjárveitingar leyfa. Vegna þess að það er ekki annað að leita með mörg verkefni og við þurfum að sinna þeim. Það er áskorun að laga launakostnað að þeim fjárveitingum sem við fáum. Það hefur verið verkefnið og við höfum náð ágætis árangri þar. Hvort við þurfum að gera eitthvað enn frekar? Mér þykir það líklegt en væntanlega ekkert á pari við það sem kemur fram í starfsemisupplýsingum núna því þær truflast mjög af Covid-19 farsóttinni“. Lærdómur af viðbrögðum við Covid-19 dýrmætt veganesti Spítalanum verður þó bættur sá kostnaður sem tengist farsóttinni en kalla þurfti til auka mannskap auk þess sem opna þurfti nýjar deildir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Ég held að lærdómurinn af viðbrögðum okkar við farsóttinni innan spítala snúist mjög mikið um það hvernig við getum, með markvissari hætti, eflt okkar göngudeildir - sem hefur reyndar verið á dagskrá árum saman - og hvernig við getum notað fjarheilbrigðisþjónustu. En kannski sérstaklega flokkun vandamála í upphafi þannig að það sé hægt að beina sjúklingum í réttan farveg því það nýtir best okkar mannskap og fjármagn. Það er lærdómurinn innanhúss en ekki síður í heilbrigðiskerfinu í heild. Það samstarf sem við sáum í viðbrögðum við þessari farsótt, samstarf á milli mismunandi heilbrigðisstofnana, var algjörlega til fyrirmyndar og það er eitthvað sem við viljum halda í,“ segir Páll.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttir Bylgjunnar.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09
Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09
Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56