Rakningarappið ekki valdið straumhvörfum í smitrakningu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. maí 2020 11:21 Gestur Pálmason ræddi við MIT Technology Review. Vísir/Vilhelm Gestur Pálmason, sem var einn af meðlimum smitrakningarteymis almavannavarna, telur að þó að smitrakningarappið Rakning C-19 hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilfellum hafi það ekki valdið straumhvörfum í starfi teymisins við það að rekja smit hér á landi. Þetta kemur fram í umfjöllun MIT Technology Review, tímarits í eigu MIT-háskólans í Bandaríkjunum. Tímaritið hefur fylgst náið með þróun smitrakningarforrita víða um heim og hefur það meðal annars útbúið gagnagrunn fyrir slík forrit, þar sem íslenska forritið fær fimm stjörnur af fimm mögulegum. Áhrifin takmörkuð samanborið við hefðbundnari leiðir Í umfjöllun tímaritsins kemur fram að hvergi hafi hærri prósenta landsmanna náð í smitrakningarforrit en hér á landi, 38 prósent. Rætt er við Gest þar sem haft er eftir honum að þrátt fyrir að fjöldi manns hafi náð í forritið hafi áhrif þess verið takmörkuð, miðað við hefðbundnari leðiir á borð við símtöl og annað slíkt. „Tæknin er meira og minna...ég myndi ekki segja gagnslaus,“ sagði Gestur, sem var eitt sinn í sérsveit ríkislögreglustjóra en hann var kallaður inn í smitrakningarteymið skömmu eftir að það var sett á laggirnar. „En það er samþættingin sem nær árangri. Ég myndi segja að forritið hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilvikum en það hefur ekki valdið straumhvörfum fyrir okkur,“ sagði Gestur. Þá telur hann að víða séu áhrif tækninnar töluð upp af þeim sem telji að hægt sé að finna tæknilegar lausnir við faraldrinum. „Það er kannski skiljanlegt vegna þess að forrit er eitthvað sem þú getur keypt. Ég skýri samt út fyrir öllum að hefðbundin rakning er ekki síður mikilvæg,“ sagði Gestur. Rétt er að halda því til haga að Landlæknir hefur bent á að forritið geti skipt sköpum á seinni stigum faraldursins, eins og nú þegar slakað hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá muni fólk kannski síður hvar það hafi verið og því geti verið gagnlegt að hafa upplýsingar um það með hjálp forritsins, komi til smits. Í umfjöllun MIT er einnig tæpt á þeim árangri sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum og rekur Gestur árangurinn til þess þess á landi hafi allir reynst samvinnuþýðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda. „Það er búið að setja reglur og við getum sektað en við höfum varla þurft að nota það. Við setjum traust okkar á það að borgararnir fylgi þeim viðmiðum sem sett eru fram, og að mínu mati hefur það virkað frábærlega,“ er haft eftir Gesti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Gestur Pálmason, sem var einn af meðlimum smitrakningarteymis almavannavarna, telur að þó að smitrakningarappið Rakning C-19 hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilfellum hafi það ekki valdið straumhvörfum í starfi teymisins við það að rekja smit hér á landi. Þetta kemur fram í umfjöllun MIT Technology Review, tímarits í eigu MIT-háskólans í Bandaríkjunum. Tímaritið hefur fylgst náið með þróun smitrakningarforrita víða um heim og hefur það meðal annars útbúið gagnagrunn fyrir slík forrit, þar sem íslenska forritið fær fimm stjörnur af fimm mögulegum. Áhrifin takmörkuð samanborið við hefðbundnari leiðir Í umfjöllun tímaritsins kemur fram að hvergi hafi hærri prósenta landsmanna náð í smitrakningarforrit en hér á landi, 38 prósent. Rætt er við Gest þar sem haft er eftir honum að þrátt fyrir að fjöldi manns hafi náð í forritið hafi áhrif þess verið takmörkuð, miðað við hefðbundnari leðiir á borð við símtöl og annað slíkt. „Tæknin er meira og minna...ég myndi ekki segja gagnslaus,“ sagði Gestur, sem var eitt sinn í sérsveit ríkislögreglustjóra en hann var kallaður inn í smitrakningarteymið skömmu eftir að það var sett á laggirnar. „En það er samþættingin sem nær árangri. Ég myndi segja að forritið hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilvikum en það hefur ekki valdið straumhvörfum fyrir okkur,“ sagði Gestur. Þá telur hann að víða séu áhrif tækninnar töluð upp af þeim sem telji að hægt sé að finna tæknilegar lausnir við faraldrinum. „Það er kannski skiljanlegt vegna þess að forrit er eitthvað sem þú getur keypt. Ég skýri samt út fyrir öllum að hefðbundin rakning er ekki síður mikilvæg,“ sagði Gestur. Rétt er að halda því til haga að Landlæknir hefur bent á að forritið geti skipt sköpum á seinni stigum faraldursins, eins og nú þegar slakað hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá muni fólk kannski síður hvar það hafi verið og því geti verið gagnlegt að hafa upplýsingar um það með hjálp forritsins, komi til smits. Í umfjöllun MIT er einnig tæpt á þeim árangri sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum og rekur Gestur árangurinn til þess þess á landi hafi allir reynst samvinnuþýðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda. „Það er búið að setja reglur og við getum sektað en við höfum varla þurft að nota það. Við setjum traust okkar á það að borgararnir fylgi þeim viðmiðum sem sett eru fram, og að mínu mati hefur það virkað frábærlega,“ er haft eftir Gesti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira