Rakningarappið ekki valdið straumhvörfum í smitrakningu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. maí 2020 11:21 Gestur Pálmason ræddi við MIT Technology Review. Vísir/Vilhelm Gestur Pálmason, sem var einn af meðlimum smitrakningarteymis almavannavarna, telur að þó að smitrakningarappið Rakning C-19 hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilfellum hafi það ekki valdið straumhvörfum í starfi teymisins við það að rekja smit hér á landi. Þetta kemur fram í umfjöllun MIT Technology Review, tímarits í eigu MIT-háskólans í Bandaríkjunum. Tímaritið hefur fylgst náið með þróun smitrakningarforrita víða um heim og hefur það meðal annars útbúið gagnagrunn fyrir slík forrit, þar sem íslenska forritið fær fimm stjörnur af fimm mögulegum. Áhrifin takmörkuð samanborið við hefðbundnari leiðir Í umfjöllun tímaritsins kemur fram að hvergi hafi hærri prósenta landsmanna náð í smitrakningarforrit en hér á landi, 38 prósent. Rætt er við Gest þar sem haft er eftir honum að þrátt fyrir að fjöldi manns hafi náð í forritið hafi áhrif þess verið takmörkuð, miðað við hefðbundnari leðiir á borð við símtöl og annað slíkt. „Tæknin er meira og minna...ég myndi ekki segja gagnslaus,“ sagði Gestur, sem var eitt sinn í sérsveit ríkislögreglustjóra en hann var kallaður inn í smitrakningarteymið skömmu eftir að það var sett á laggirnar. „En það er samþættingin sem nær árangri. Ég myndi segja að forritið hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilvikum en það hefur ekki valdið straumhvörfum fyrir okkur,“ sagði Gestur. Þá telur hann að víða séu áhrif tækninnar töluð upp af þeim sem telji að hægt sé að finna tæknilegar lausnir við faraldrinum. „Það er kannski skiljanlegt vegna þess að forrit er eitthvað sem þú getur keypt. Ég skýri samt út fyrir öllum að hefðbundin rakning er ekki síður mikilvæg,“ sagði Gestur. Rétt er að halda því til haga að Landlæknir hefur bent á að forritið geti skipt sköpum á seinni stigum faraldursins, eins og nú þegar slakað hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá muni fólk kannski síður hvar það hafi verið og því geti verið gagnlegt að hafa upplýsingar um það með hjálp forritsins, komi til smits. Í umfjöllun MIT er einnig tæpt á þeim árangri sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum og rekur Gestur árangurinn til þess þess á landi hafi allir reynst samvinnuþýðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda. „Það er búið að setja reglur og við getum sektað en við höfum varla þurft að nota það. Við setjum traust okkar á það að borgararnir fylgi þeim viðmiðum sem sett eru fram, og að mínu mati hefur það virkað frábærlega,“ er haft eftir Gesti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Gestur Pálmason, sem var einn af meðlimum smitrakningarteymis almavannavarna, telur að þó að smitrakningarappið Rakning C-19 hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilfellum hafi það ekki valdið straumhvörfum í starfi teymisins við það að rekja smit hér á landi. Þetta kemur fram í umfjöllun MIT Technology Review, tímarits í eigu MIT-háskólans í Bandaríkjunum. Tímaritið hefur fylgst náið með þróun smitrakningarforrita víða um heim og hefur það meðal annars útbúið gagnagrunn fyrir slík forrit, þar sem íslenska forritið fær fimm stjörnur af fimm mögulegum. Áhrifin takmörkuð samanborið við hefðbundnari leiðir Í umfjöllun tímaritsins kemur fram að hvergi hafi hærri prósenta landsmanna náð í smitrakningarforrit en hér á landi, 38 prósent. Rætt er við Gest þar sem haft er eftir honum að þrátt fyrir að fjöldi manns hafi náð í forritið hafi áhrif þess verið takmörkuð, miðað við hefðbundnari leðiir á borð við símtöl og annað slíkt. „Tæknin er meira og minna...ég myndi ekki segja gagnslaus,“ sagði Gestur, sem var eitt sinn í sérsveit ríkislögreglustjóra en hann var kallaður inn í smitrakningarteymið skömmu eftir að það var sett á laggirnar. „En það er samþættingin sem nær árangri. Ég myndi segja að forritið hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilvikum en það hefur ekki valdið straumhvörfum fyrir okkur,“ sagði Gestur. Þá telur hann að víða séu áhrif tækninnar töluð upp af þeim sem telji að hægt sé að finna tæknilegar lausnir við faraldrinum. „Það er kannski skiljanlegt vegna þess að forrit er eitthvað sem þú getur keypt. Ég skýri samt út fyrir öllum að hefðbundin rakning er ekki síður mikilvæg,“ sagði Gestur. Rétt er að halda því til haga að Landlæknir hefur bent á að forritið geti skipt sköpum á seinni stigum faraldursins, eins og nú þegar slakað hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá muni fólk kannski síður hvar það hafi verið og því geti verið gagnlegt að hafa upplýsingar um það með hjálp forritsins, komi til smits. Í umfjöllun MIT er einnig tæpt á þeim árangri sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum og rekur Gestur árangurinn til þess þess á landi hafi allir reynst samvinnuþýðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda. „Það er búið að setja reglur og við getum sektað en við höfum varla þurft að nota það. Við setjum traust okkar á það að borgararnir fylgi þeim viðmiðum sem sett eru fram, og að mínu mati hefur það virkað frábærlega,“ er haft eftir Gesti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira