Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2020 12:10 Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur ritaði opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í morgun. Aðsend/Vísir/Vilhelm Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. Hún hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Dana og styðja ríkulega við bakið á einkareknum fjölmiðlum í því kreppuástandi sem nú ríkir vegna kórónuveirunnar. Annars stefni í óefni. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og kennari í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, ritar í morgun á Kjarnanum opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þar sem hún skorar á hana að styðja strax við starfsemi sjálfstætt starfandi fjölmiðla á hinum víðsjárverðu tímum kórónuveiru, líkt og Danir hafa gert. Sigrún telur að Íslendingar hafi aldrei verið jafnháðir fjölmiðlum og nú. „Og á sama tíma eru náttúrulega auglýsingatekjur að dragast saman, fyrirtæki eru að loka. Þannig að þetta er mikil kreppa og vandræðaástand sem ég held að þurfi virkilega að líta alvarlegum augum,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Sigrún hefur setið í stjórn norðlenska miðilsins N4 um árabil. Hún segir reksturinn hafa verið þungan í talsverðan tíma. Nú þyngist róðurinn sem aldrei fyrr. „En í staðinn fyrir að gefast upp var ákveðið að spýta í lófana og axla þá ábyrgð sem hvílir á fjölmiðlum. Og fyrirtækið hefur frekar gefið í en hitt. En hversu lengi það heldur úti, það er önnur saga.“ Sigrún hvetur ráðherra að fara að fordæmi Dana. Meirihluti náðist á danska þinginu í vikunni um björgunarpakka til fjölmiðla, sem svarar til um fjögurra milljarða íslenskra króna. „Við þurfum ekkert að finna upp hjólið. Við getum tekið þessa hugmynd frá þeim, sem þeir hafa komið í framkvæmd, og styrkja fjölmiðlana tímabundið á meðan verið er að bíða eftir þessu fjölmiðlafrumvarpi,“ segir Sigrún. „Þessir miðlar verða að fá stuðning ef þeir eiga að halda úti þetta kreppuástand sem við erum í akkúrat hér og nú.“ Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Staða fjölmiðla er víða veik á sama tíma og vægi þeirra eykst. 2. apríl 2020 16:00 Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna taps í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. 1. apríl 2020 23:26 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. Hún hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Dana og styðja ríkulega við bakið á einkareknum fjölmiðlum í því kreppuástandi sem nú ríkir vegna kórónuveirunnar. Annars stefni í óefni. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og kennari í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, ritar í morgun á Kjarnanum opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þar sem hún skorar á hana að styðja strax við starfsemi sjálfstætt starfandi fjölmiðla á hinum víðsjárverðu tímum kórónuveiru, líkt og Danir hafa gert. Sigrún telur að Íslendingar hafi aldrei verið jafnháðir fjölmiðlum og nú. „Og á sama tíma eru náttúrulega auglýsingatekjur að dragast saman, fyrirtæki eru að loka. Þannig að þetta er mikil kreppa og vandræðaástand sem ég held að þurfi virkilega að líta alvarlegum augum,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Sigrún hefur setið í stjórn norðlenska miðilsins N4 um árabil. Hún segir reksturinn hafa verið þungan í talsverðan tíma. Nú þyngist róðurinn sem aldrei fyrr. „En í staðinn fyrir að gefast upp var ákveðið að spýta í lófana og axla þá ábyrgð sem hvílir á fjölmiðlum. Og fyrirtækið hefur frekar gefið í en hitt. En hversu lengi það heldur úti, það er önnur saga.“ Sigrún hvetur ráðherra að fara að fordæmi Dana. Meirihluti náðist á danska þinginu í vikunni um björgunarpakka til fjölmiðla, sem svarar til um fjögurra milljarða íslenskra króna. „Við þurfum ekkert að finna upp hjólið. Við getum tekið þessa hugmynd frá þeim, sem þeir hafa komið í framkvæmd, og styrkja fjölmiðlana tímabundið á meðan verið er að bíða eftir þessu fjölmiðlafrumvarpi,“ segir Sigrún. „Þessir miðlar verða að fá stuðning ef þeir eiga að halda úti þetta kreppuástand sem við erum í akkúrat hér og nú.“
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Staða fjölmiðla er víða veik á sama tíma og vægi þeirra eykst. 2. apríl 2020 16:00 Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna taps í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. 1. apríl 2020 23:26 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Staða fjölmiðla er víða veik á sama tíma og vægi þeirra eykst. 2. apríl 2020 16:00
Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna taps í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. 1. apríl 2020 23:26