Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 09:00 Alexander Petersson í leik með íslenska landsliðinu í handbolta. epa/Diego Azubel Herbergisfélagarnir Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson fengu óblíðar móttökur á Evrópumótinu í Sviss árið 2006 og Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði það upp í Seinni bylgjunni í gær þegar hann fór yfir landsliðsferilinn sinn. Örvhentu leikmenn íslenska liðsins á þessu Evrópumóti höfðu ekki heppnina með sér og íslenska liðið mátti ekki við því og rétt missti af undanúrslitunum. Misstum bara eina hlið út. „Óli dettur út í riðlinum en kemur svo til baka. Einar Hólmgeirs rotast á móti Króatíu og Lexi kjálkabrotnar á móti Rússum. Það er ekkert grín að missa leikmenn eins og Ólaf, Lexa og Einar Hólmgeirsson því við missum bara eina hlið út. Geiri var bara einn eftir,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Þegar Einar kemur aftur á hótelið um kvöldið þá situr hann upp á einhverjum stól og dettur aftur niður. Hann er náttúrulega út úr mótinu eftir þetta,“ sagði Guðjón Valur sem hefur enn móral yfir því að hafa pressað á kjálkabrotinn Alexander Petersson í hálfleik á móti Rússum. Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson, Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson fagna saman bronsinu á EM í Austurríki 2010.EPA/GEORG HOCHMUTH Sagði kjálkabrotnum manni að bíta á jaxlinn „Við Lexi sitjum saman í hálfleik á móti Rússunum og hann er eitthvað að þukla á kjálkanum sínum. Hann var búinn að spila stórkostlega vörn á móti Rastvortsev sem var ein besta vinstri skyttan í heiminum. Ég segi: Við erum með þá, við tökum þá. Hann umlar eitthvað og ég segi: Lexi, við hættum ekki núna, við gefumst ekki upp. Hann segir: Nei, nei, nei. Ég segi: Koma svo áfram, þú verður að bíta á jaxlinn,“ sagði Guðjón Valur og hélt áfram. „Bíta á jaxlinn... Hann var þríkjálkabrotinn og þurfti að fara í aðgerð en hann kláraði leikinn,“ sagði Guðjón Valur um framgöngu Alexanders Peterssonar. Íslenska liðið fagnaði sigri í leiknum 34-32 og var hársbreidd frá undanúrslitum. Alexander keyrði síðan heim frá Sviss til Þýskalands eftir mótið. Fær enn í magann þegar hann hugsar til þess „Einhverjir úr liðinu fóru inn á herbergið hjá þeim félögum, Einari og Alexander, eftir leikinn því þeir voru saman hjá Grosswallstadt á þessum tíma. Annar var rotaður og hinn var kjálkabrotinn. Maður hugsaði bara: Hverju getum við lent í?“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur hefur samt enn samviskubit yfir því sem hann sagði við Alexander í hálfleiknum. „Lexi er bara vélmenni og með réttu fær hann það viðurnefni. Að maður hafi reynt að hvetja hann til þess að spila. Ég fékk í magann og fæ enn í magann þegar ég hugsa til þess,“ sagði Guðjón Valur. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um EM 2006 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Herbergisfélagarnir Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson fengu óblíðar móttökur á Evrópumótinu í Sviss árið 2006 og Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði það upp í Seinni bylgjunni í gær þegar hann fór yfir landsliðsferilinn sinn. Örvhentu leikmenn íslenska liðsins á þessu Evrópumóti höfðu ekki heppnina með sér og íslenska liðið mátti ekki við því og rétt missti af undanúrslitunum. Misstum bara eina hlið út. „Óli dettur út í riðlinum en kemur svo til baka. Einar Hólmgeirs rotast á móti Króatíu og Lexi kjálkabrotnar á móti Rússum. Það er ekkert grín að missa leikmenn eins og Ólaf, Lexa og Einar Hólmgeirsson því við missum bara eina hlið út. Geiri var bara einn eftir,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Þegar Einar kemur aftur á hótelið um kvöldið þá situr hann upp á einhverjum stól og dettur aftur niður. Hann er náttúrulega út úr mótinu eftir þetta,“ sagði Guðjón Valur sem hefur enn móral yfir því að hafa pressað á kjálkabrotinn Alexander Petersson í hálfleik á móti Rússum. Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson, Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson fagna saman bronsinu á EM í Austurríki 2010.EPA/GEORG HOCHMUTH Sagði kjálkabrotnum manni að bíta á jaxlinn „Við Lexi sitjum saman í hálfleik á móti Rússunum og hann er eitthvað að þukla á kjálkanum sínum. Hann var búinn að spila stórkostlega vörn á móti Rastvortsev sem var ein besta vinstri skyttan í heiminum. Ég segi: Við erum með þá, við tökum þá. Hann umlar eitthvað og ég segi: Lexi, við hættum ekki núna, við gefumst ekki upp. Hann segir: Nei, nei, nei. Ég segi: Koma svo áfram, þú verður að bíta á jaxlinn,“ sagði Guðjón Valur og hélt áfram. „Bíta á jaxlinn... Hann var þríkjálkabrotinn og þurfti að fara í aðgerð en hann kláraði leikinn,“ sagði Guðjón Valur um framgöngu Alexanders Peterssonar. Íslenska liðið fagnaði sigri í leiknum 34-32 og var hársbreidd frá undanúrslitum. Alexander keyrði síðan heim frá Sviss til Þýskalands eftir mótið. Fær enn í magann þegar hann hugsar til þess „Einhverjir úr liðinu fóru inn á herbergið hjá þeim félögum, Einari og Alexander, eftir leikinn því þeir voru saman hjá Grosswallstadt á þessum tíma. Annar var rotaður og hinn var kjálkabrotinn. Maður hugsaði bara: Hverju getum við lent í?“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur hefur samt enn samviskubit yfir því sem hann sagði við Alexander í hálfleiknum. „Lexi er bara vélmenni og með réttu fær hann það viðurnefni. Að maður hafi reynt að hvetja hann til þess að spila. Ég fékk í magann og fæ enn í magann þegar ég hugsa til þess,“ sagði Guðjón Valur. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um EM 2006 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira