Segir þrýsting Icelandair á „óásættanlegt tilboð“ grafalvarlegan Sylvía Hall skrifar 11. maí 2020 21:18 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Vísir/Arnar Flugfreyjufélag Íslands hvetur félagsmenn til þess að standa saman sem aldrei fyrr í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Það tilboð sem Icelandair hafi lagt á borðið sé óásættanlegt og þær þvinganir sem félagið beiti í viðræðunum séu grafalvarlegar. Þetta kemur fram í bréfi Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, til félagsmanna í dag. Hún segir stöðu Icelandair vissulega alvarlega, kórónuveirufaraldurinn og Boeing 737 MAX hafi leikið félagið grátt en krafan um lægri launakostnað flugfreyja hafi verið komin til löngu fyrir heimsfaraldurinn. „Forstjóri Icelandair hefur sagt að helsta fyrirstaðan í endurreisn Icelandair sé starfsfólk þess. Stjórn FFÍ hafnar þeirri staðhæfingu. Samninganefnd FFÍ hefur sýnt fullan samningsvilja frá upphafi viðræðna og lagt fram fjölda tilboða með verulegum hagræðingarmöguleikum til vaxtar, sveigjanleika og samkeppnishæfni fyrir Icelandair,“ skrifar Guðlaug og víkur næst að tilboði Icelandair sem lagt var fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Hún segir það tilboð fela í sér verulega kjaraskerðingu til frambúðar sem myndi umbylta núverandi vinnuumhverfi. Samningurinn sem Icelandair hafi lagt til skerði jafnframt réttindi og hvíldartíma og tilboðið sé óásættanlegt, sérstaklega í ljósi þess að störf þeirra níu hundruð félagsmanna sem hefur verið sagt upp séu enn ótryggð. „Mikill þrýstingur hefur verið lagður á samninganefnd FFÍ af hálfu Icelandair um að leggja drögin undir atkvæði félagsmanna milliliðalaust til formlegrar afgreiðslu eins og kjarasamningur. Í raun hefur hlutum verið stillt upp á þann veg að samninganefnd og félagsmenn FFÍ hafi óljósa framtíð fyrirtækisins í höndum sér. Að slíkar þvinganir séu viðhafðar á jafn alvarlegum tímum og raun bera vitni er grafalvarlegt.“ Flugfreyjufélag Íslands hefur boðað til kynningarfundar á morgun klukkan 12 sem verður streymt fyrir félagsmenn. Þar verður farið yfir tilboð Icelandair, sem hvorki stjórn, trúnaðarráð né samninganefnd félagsins vilja samþykkja. „Stöndum vörð um störfin okkar, ekki láta blekkjast af umræðu og hræðsluáróðri sem við höfum ekki stjórn á.“ Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir „Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 11:43 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands hvetur félagsmenn til þess að standa saman sem aldrei fyrr í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Það tilboð sem Icelandair hafi lagt á borðið sé óásættanlegt og þær þvinganir sem félagið beiti í viðræðunum séu grafalvarlegar. Þetta kemur fram í bréfi Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, til félagsmanna í dag. Hún segir stöðu Icelandair vissulega alvarlega, kórónuveirufaraldurinn og Boeing 737 MAX hafi leikið félagið grátt en krafan um lægri launakostnað flugfreyja hafi verið komin til löngu fyrir heimsfaraldurinn. „Forstjóri Icelandair hefur sagt að helsta fyrirstaðan í endurreisn Icelandair sé starfsfólk þess. Stjórn FFÍ hafnar þeirri staðhæfingu. Samninganefnd FFÍ hefur sýnt fullan samningsvilja frá upphafi viðræðna og lagt fram fjölda tilboða með verulegum hagræðingarmöguleikum til vaxtar, sveigjanleika og samkeppnishæfni fyrir Icelandair,“ skrifar Guðlaug og víkur næst að tilboði Icelandair sem lagt var fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Hún segir það tilboð fela í sér verulega kjaraskerðingu til frambúðar sem myndi umbylta núverandi vinnuumhverfi. Samningurinn sem Icelandair hafi lagt til skerði jafnframt réttindi og hvíldartíma og tilboðið sé óásættanlegt, sérstaklega í ljósi þess að störf þeirra níu hundruð félagsmanna sem hefur verið sagt upp séu enn ótryggð. „Mikill þrýstingur hefur verið lagður á samninganefnd FFÍ af hálfu Icelandair um að leggja drögin undir atkvæði félagsmanna milliliðalaust til formlegrar afgreiðslu eins og kjarasamningur. Í raun hefur hlutum verið stillt upp á þann veg að samninganefnd og félagsmenn FFÍ hafi óljósa framtíð fyrirtækisins í höndum sér. Að slíkar þvinganir séu viðhafðar á jafn alvarlegum tímum og raun bera vitni er grafalvarlegt.“ Flugfreyjufélag Íslands hefur boðað til kynningarfundar á morgun klukkan 12 sem verður streymt fyrir félagsmenn. Þar verður farið yfir tilboð Icelandair, sem hvorki stjórn, trúnaðarráð né samninganefnd félagsins vilja samþykkja. „Stöndum vörð um störfin okkar, ekki láta blekkjast af umræðu og hræðsluáróðri sem við höfum ekki stjórn á.“
Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir „Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 11:43 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
„Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29
Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09
Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18
Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 11:43