Enn stefnt að því að Ísland mæti Englandi í haust Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2020 21:00 Kolbeinn Sigþórsson og félagar í íslenska landsliðinu eiga að mæta stórþjóðum í Þjóðadeildinni í haust. VÍSIR/VILHELM Enn stendur til að Ísland mæti Englandi, Belgíu og Danmörku í haust í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett mótahald um alla Evrópu úr skorðum. Þetta segja enskir miðlar á borð við The Telegraph og Daily Mirror. Landsliðsmótanefnd UEFA fundaði í dag og mun þar hafa rætt um möguleikann á að landsliðin leiki þrjá leiki í hverjum „landsleikjaglugga“ í haust, í stað tveggja áður. Ísland mun líkt og aðrar þjóðir í A-deild Þjóðadeildarinnar leika þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli, eða sex leiki alls, og hefur hingað til staðið til að leikið yrði í þremur gluggum, í september, október og nóvember. Fyrsti leikur Íslands er við England 5. september á Laugardalsvelli, ef ekkert breytist. Óttast hefur verið að Þjóðadeildinni verði aflýst svo að hægt verði að skapa pláss í leikjadagskrá haustsins, til að mynda fyrir Meistaradeildina, en það er ekki stefna UEFA sem þarf einnig að koma fyrir EM-umspilinu sem Ísland tekur þátt í. Til stóð að lokakeppni Þjóðadeildarinnar færi fram sumarið 2021 en nú hefur lokakeppni EM verið sett á frá 11. júní til 11. júlí. UEFA mun enn vonast til að úrslit Þjóðadeildarinnar ráðist á næsta ári, og þá væntanlega í október eða nóvember. UEFA EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Mun UEFA drepa Englandsdrauminn í dag? UEFA mun í dag funda með sínum 55 aðildarlöndum að sambandinu en þar mun evrópska knattspyrnusambandið fara yfir hvernig knattspyrnuárið mun líta út. Það hefur tekið miklum breytingum vegna kórónuveirunnar. 11. maí 2020 08:30 Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00 Efast um að landsleikirnir verði spilaðir í september Victor Montagliani, varaforseti FIFA, óttast að ekki verði hægt að spila landsleiki í fótbolta fyrr en á næsta ári vegna kórónuveirunnar. Hann segir að ástandið sé afar erfitt og formsatriðið verði að klára deildirnar. 14. apríl 2020 12:00 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Enn stendur til að Ísland mæti Englandi, Belgíu og Danmörku í haust í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett mótahald um alla Evrópu úr skorðum. Þetta segja enskir miðlar á borð við The Telegraph og Daily Mirror. Landsliðsmótanefnd UEFA fundaði í dag og mun þar hafa rætt um möguleikann á að landsliðin leiki þrjá leiki í hverjum „landsleikjaglugga“ í haust, í stað tveggja áður. Ísland mun líkt og aðrar þjóðir í A-deild Þjóðadeildarinnar leika þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli, eða sex leiki alls, og hefur hingað til staðið til að leikið yrði í þremur gluggum, í september, október og nóvember. Fyrsti leikur Íslands er við England 5. september á Laugardalsvelli, ef ekkert breytist. Óttast hefur verið að Þjóðadeildinni verði aflýst svo að hægt verði að skapa pláss í leikjadagskrá haustsins, til að mynda fyrir Meistaradeildina, en það er ekki stefna UEFA sem þarf einnig að koma fyrir EM-umspilinu sem Ísland tekur þátt í. Til stóð að lokakeppni Þjóðadeildarinnar færi fram sumarið 2021 en nú hefur lokakeppni EM verið sett á frá 11. júní til 11. júlí. UEFA mun enn vonast til að úrslit Þjóðadeildarinnar ráðist á næsta ári, og þá væntanlega í október eða nóvember.
UEFA EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Mun UEFA drepa Englandsdrauminn í dag? UEFA mun í dag funda með sínum 55 aðildarlöndum að sambandinu en þar mun evrópska knattspyrnusambandið fara yfir hvernig knattspyrnuárið mun líta út. Það hefur tekið miklum breytingum vegna kórónuveirunnar. 11. maí 2020 08:30 Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00 Efast um að landsleikirnir verði spilaðir í september Victor Montagliani, varaforseti FIFA, óttast að ekki verði hægt að spila landsleiki í fótbolta fyrr en á næsta ári vegna kórónuveirunnar. Hann segir að ástandið sé afar erfitt og formsatriðið verði að klára deildirnar. 14. apríl 2020 12:00 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Mun UEFA drepa Englandsdrauminn í dag? UEFA mun í dag funda með sínum 55 aðildarlöndum að sambandinu en þar mun evrópska knattspyrnusambandið fara yfir hvernig knattspyrnuárið mun líta út. Það hefur tekið miklum breytingum vegna kórónuveirunnar. 11. maí 2020 08:30
Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00
Efast um að landsleikirnir verði spilaðir í september Victor Montagliani, varaforseti FIFA, óttast að ekki verði hægt að spila landsleiki í fótbolta fyrr en á næsta ári vegna kórónuveirunnar. Hann segir að ástandið sé afar erfitt og formsatriðið verði að klára deildirnar. 14. apríl 2020 12:00