Enn stefnt að því að Ísland mæti Englandi í haust Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2020 21:00 Kolbeinn Sigþórsson og félagar í íslenska landsliðinu eiga að mæta stórþjóðum í Þjóðadeildinni í haust. VÍSIR/VILHELM Enn stendur til að Ísland mæti Englandi, Belgíu og Danmörku í haust í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett mótahald um alla Evrópu úr skorðum. Þetta segja enskir miðlar á borð við The Telegraph og Daily Mirror. Landsliðsmótanefnd UEFA fundaði í dag og mun þar hafa rætt um möguleikann á að landsliðin leiki þrjá leiki í hverjum „landsleikjaglugga“ í haust, í stað tveggja áður. Ísland mun líkt og aðrar þjóðir í A-deild Þjóðadeildarinnar leika þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli, eða sex leiki alls, og hefur hingað til staðið til að leikið yrði í þremur gluggum, í september, október og nóvember. Fyrsti leikur Íslands er við England 5. september á Laugardalsvelli, ef ekkert breytist. Óttast hefur verið að Þjóðadeildinni verði aflýst svo að hægt verði að skapa pláss í leikjadagskrá haustsins, til að mynda fyrir Meistaradeildina, en það er ekki stefna UEFA sem þarf einnig að koma fyrir EM-umspilinu sem Ísland tekur þátt í. Til stóð að lokakeppni Þjóðadeildarinnar færi fram sumarið 2021 en nú hefur lokakeppni EM verið sett á frá 11. júní til 11. júlí. UEFA mun enn vonast til að úrslit Þjóðadeildarinnar ráðist á næsta ári, og þá væntanlega í október eða nóvember. UEFA EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Mun UEFA drepa Englandsdrauminn í dag? UEFA mun í dag funda með sínum 55 aðildarlöndum að sambandinu en þar mun evrópska knattspyrnusambandið fara yfir hvernig knattspyrnuárið mun líta út. Það hefur tekið miklum breytingum vegna kórónuveirunnar. 11. maí 2020 08:30 Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00 Efast um að landsleikirnir verði spilaðir í september Victor Montagliani, varaforseti FIFA, óttast að ekki verði hægt að spila landsleiki í fótbolta fyrr en á næsta ári vegna kórónuveirunnar. Hann segir að ástandið sé afar erfitt og formsatriðið verði að klára deildirnar. 14. apríl 2020 12:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Enn stendur til að Ísland mæti Englandi, Belgíu og Danmörku í haust í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett mótahald um alla Evrópu úr skorðum. Þetta segja enskir miðlar á borð við The Telegraph og Daily Mirror. Landsliðsmótanefnd UEFA fundaði í dag og mun þar hafa rætt um möguleikann á að landsliðin leiki þrjá leiki í hverjum „landsleikjaglugga“ í haust, í stað tveggja áður. Ísland mun líkt og aðrar þjóðir í A-deild Þjóðadeildarinnar leika þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli, eða sex leiki alls, og hefur hingað til staðið til að leikið yrði í þremur gluggum, í september, október og nóvember. Fyrsti leikur Íslands er við England 5. september á Laugardalsvelli, ef ekkert breytist. Óttast hefur verið að Þjóðadeildinni verði aflýst svo að hægt verði að skapa pláss í leikjadagskrá haustsins, til að mynda fyrir Meistaradeildina, en það er ekki stefna UEFA sem þarf einnig að koma fyrir EM-umspilinu sem Ísland tekur þátt í. Til stóð að lokakeppni Þjóðadeildarinnar færi fram sumarið 2021 en nú hefur lokakeppni EM verið sett á frá 11. júní til 11. júlí. UEFA mun enn vonast til að úrslit Þjóðadeildarinnar ráðist á næsta ári, og þá væntanlega í október eða nóvember.
UEFA EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Mun UEFA drepa Englandsdrauminn í dag? UEFA mun í dag funda með sínum 55 aðildarlöndum að sambandinu en þar mun evrópska knattspyrnusambandið fara yfir hvernig knattspyrnuárið mun líta út. Það hefur tekið miklum breytingum vegna kórónuveirunnar. 11. maí 2020 08:30 Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00 Efast um að landsleikirnir verði spilaðir í september Victor Montagliani, varaforseti FIFA, óttast að ekki verði hægt að spila landsleiki í fótbolta fyrr en á næsta ári vegna kórónuveirunnar. Hann segir að ástandið sé afar erfitt og formsatriðið verði að klára deildirnar. 14. apríl 2020 12:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Mun UEFA drepa Englandsdrauminn í dag? UEFA mun í dag funda með sínum 55 aðildarlöndum að sambandinu en þar mun evrópska knattspyrnusambandið fara yfir hvernig knattspyrnuárið mun líta út. Það hefur tekið miklum breytingum vegna kórónuveirunnar. 11. maí 2020 08:30
Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00
Efast um að landsleikirnir verði spilaðir í september Victor Montagliani, varaforseti FIFA, óttast að ekki verði hægt að spila landsleiki í fótbolta fyrr en á næsta ári vegna kórónuveirunnar. Hann segir að ástandið sé afar erfitt og formsatriðið verði að klára deildirnar. 14. apríl 2020 12:00