Vill frekar nýta fjármagnið í störf en atvinnuleysisbætur Sylvía Hall skrifar 11. maí 2020 18:59 Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist frekar vilja nýta það fjármagn sem færi í atvinnuleysisbætur til þess að byggja upp störf fyrir námsmenn. Ásmundur var harðlega gagnrýndur af námsmönnum í gær eftir ummæli sem hann lét falla í Silfrinu, þar sem hann sagði alla vilja fá fjármagn fyrir að „gera ekki neitt“. Ummælin féllu í grýttan jarðveg, þá sérstaklega hjá námsmönnum sem eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta. Þúsundir námsmanna eru án vinnu í sumar og segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, að þau störf sem boðuð hafa verið muni ekki duga fyrir þann fjölda sem er án vinnu. Í viðtali við Kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Ásmundur kerfið vera hugsað fyrir fólk sem er í virkri atvinnuleit. Hann vilji frekar byggja upp störf fyrir þennan hóp og koma ungu fólki í virkni samhliða vinnu. „Það gafst vel hér á árunum eftir efnahagshrunið með því að, í samstarfi sveitarfélaga og opinberra stofnana og eftir atvikum fleiri aðila, að þá myndum við nýta sama fjármagn til þess að byggja upp störf, skapa verðmæti og koma þessu unga fólki í virkni samhliða vinnu,“ sagði Ásmundur. Umræður sköpuðust um málið á Alþingi í dag og fullyrti Ásmundur að nú þegar væru 3.076 störf í pípunum. Atvinnuleysisbætur væru neyðarúrræði en hann vonaðist til að það gengi vel að útvega störf fyrir þá námsmenn sem eru án vinnu í sumar. Hann segir þó eðlilegt að það séu skiptar skoðanir á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Það væri mjög óeðlilegt ef svo væri ekki. Mér finnst hins vegar ríkisstjórnin, hún er að fara sterk í gegnum þetta en auðvitað er þetta þannig að um einstaka atriði eru skiptar skoðanir en af festu erum við að taka hvern pakkann á fætur öðrum, við ætlum að komast saman í gegnum þetta og það er verkefni dag frá degi og viku frá viku og ríkisstjórnin er algjörlega samstíga hvað það snertir.“ Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11. maí 2020 16:23 „Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist frekar vilja nýta það fjármagn sem færi í atvinnuleysisbætur til þess að byggja upp störf fyrir námsmenn. Ásmundur var harðlega gagnrýndur af námsmönnum í gær eftir ummæli sem hann lét falla í Silfrinu, þar sem hann sagði alla vilja fá fjármagn fyrir að „gera ekki neitt“. Ummælin féllu í grýttan jarðveg, þá sérstaklega hjá námsmönnum sem eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta. Þúsundir námsmanna eru án vinnu í sumar og segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, að þau störf sem boðuð hafa verið muni ekki duga fyrir þann fjölda sem er án vinnu. Í viðtali við Kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Ásmundur kerfið vera hugsað fyrir fólk sem er í virkri atvinnuleit. Hann vilji frekar byggja upp störf fyrir þennan hóp og koma ungu fólki í virkni samhliða vinnu. „Það gafst vel hér á árunum eftir efnahagshrunið með því að, í samstarfi sveitarfélaga og opinberra stofnana og eftir atvikum fleiri aðila, að þá myndum við nýta sama fjármagn til þess að byggja upp störf, skapa verðmæti og koma þessu unga fólki í virkni samhliða vinnu,“ sagði Ásmundur. Umræður sköpuðust um málið á Alþingi í dag og fullyrti Ásmundur að nú þegar væru 3.076 störf í pípunum. Atvinnuleysisbætur væru neyðarúrræði en hann vonaðist til að það gengi vel að útvega störf fyrir þá námsmenn sem eru án vinnu í sumar. Hann segir þó eðlilegt að það séu skiptar skoðanir á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Það væri mjög óeðlilegt ef svo væri ekki. Mér finnst hins vegar ríkisstjórnin, hún er að fara sterk í gegnum þetta en auðvitað er þetta þannig að um einstaka atriði eru skiptar skoðanir en af festu erum við að taka hvern pakkann á fætur öðrum, við ætlum að komast saman í gegnum þetta og það er verkefni dag frá degi og viku frá viku og ríkisstjórnin er algjörlega samstíga hvað það snertir.“
Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11. maí 2020 16:23 „Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11. maí 2020 16:23
„Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30