Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Birgir Olgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. maí 2020 18:18 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð. Vísir/Vilhelm Tugprósenta munur er á tilboði Icelandair og tilboði flugfreyja í kjaraviðræðum þeirra í milli. Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. Icelandair rær nú lífróður til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Fyrirtækið hefur sett stefnuna á að ná 29 milljörðum í gegnum hlutafjárútboð til að styrkja stöðu fyrirtækisins fyrir 22. maí. Forstjóri Icelandair sagði í bréfi til starfsmanna að lækka þurfi laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Flugvirkjafélagið hefur skrifað undir fimm ára samning við Icelandair sem kveður á um skerðingu. Flugfreyjur gerðu Icelandair tilboð sem hljóðaði upp á tilslökun á kjörun. Flugfreyjum barst gagntilboð frá Icelandair í gær. Samkvæmt heimildum býður Icelandair flugfreyjum laun sem eru tugprósentum lægri en tilboð flugfreyja hljóðaði upp á. Flugfreyjufélag Íslands heyrir undir Alþýðusamband Íslands. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir stöðuna erfiða. „Það er mjög undarlegt að gera kröfu um langtímasamning þegar það er fullkomin óvissa um það hvernig flugheimurinn mun líta út eftir sex mánuði, en það eru viðræður í gangi,“ segir Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Hún segir ljóst baráttan fram undan á vinnumarkaði muni snúast um að viðhalda kjarasamningum. „Það er náttúrulega okkar sem verkalýðshreyfing, skilgreint hlutverk okkar, að standa í lappirnar og verja það að fyrirtæki komist ekki upp með það að keyra niður kjör. Það verður alveg örugglega okkar verkefni á næstu misserum.“ Aðspurð segist Drífa hafa skilning á erfiðri stöðu Icelandair. Hún segir stöðuna þó erfiða víðar en þar. „Staða Icelandair er mjög erfið, en það á við um Icelandair eins og önnur fyrirtæki, að viðhald þeirra fyrirtækja má ekki byggja á stórfelldri kjaraskerðingu til langs tíma,“ segir Drífa. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. 10. maí 2020 19:55 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15 FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. 10. maí 2020 13:34 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Tugprósenta munur er á tilboði Icelandair og tilboði flugfreyja í kjaraviðræðum þeirra í milli. Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. Icelandair rær nú lífróður til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Fyrirtækið hefur sett stefnuna á að ná 29 milljörðum í gegnum hlutafjárútboð til að styrkja stöðu fyrirtækisins fyrir 22. maí. Forstjóri Icelandair sagði í bréfi til starfsmanna að lækka þurfi laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Flugvirkjafélagið hefur skrifað undir fimm ára samning við Icelandair sem kveður á um skerðingu. Flugfreyjur gerðu Icelandair tilboð sem hljóðaði upp á tilslökun á kjörun. Flugfreyjum barst gagntilboð frá Icelandair í gær. Samkvæmt heimildum býður Icelandair flugfreyjum laun sem eru tugprósentum lægri en tilboð flugfreyja hljóðaði upp á. Flugfreyjufélag Íslands heyrir undir Alþýðusamband Íslands. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir stöðuna erfiða. „Það er mjög undarlegt að gera kröfu um langtímasamning þegar það er fullkomin óvissa um það hvernig flugheimurinn mun líta út eftir sex mánuði, en það eru viðræður í gangi,“ segir Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Hún segir ljóst baráttan fram undan á vinnumarkaði muni snúast um að viðhalda kjarasamningum. „Það er náttúrulega okkar sem verkalýðshreyfing, skilgreint hlutverk okkar, að standa í lappirnar og verja það að fyrirtæki komist ekki upp með það að keyra niður kjör. Það verður alveg örugglega okkar verkefni á næstu misserum.“ Aðspurð segist Drífa hafa skilning á erfiðri stöðu Icelandair. Hún segir stöðuna þó erfiða víðar en þar. „Staða Icelandair er mjög erfið, en það á við um Icelandair eins og önnur fyrirtæki, að viðhald þeirra fyrirtækja má ekki byggja á stórfelldri kjaraskerðingu til langs tíma,“ segir Drífa.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. 10. maí 2020 19:55 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15 FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. 10. maí 2020 13:34 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. 10. maí 2020 19:55
Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09
Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15
FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. 10. maí 2020 13:34