KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 15:49 Þórólfur Gíslason hefur verið kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki frá árinu 1988. Aðsend Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupfélagi Skagfirðinga. „Kaupfélagið mun veita fyrirtækinu sérstaka fjárhagsaðstoð til þess að gera endurgreiðsluna mögulega. Að gefnu tilefni skal tekið fram að kjötvinnslan hefur aldrei greitt kaupfélaginu arð,“ segir í tilkynningu. Aðalskrifstofa Kaupfélags Skagfirðinga er á Sauðárkróki.Vísir/getty Hlutabótaleið stjórnvalda, sem um 6700 fyrirtæki hafa nýtt sér til þessa, var kynnt vegna kórónuveirufaraldurs í mars. Úrræðið hefur verið mjög til umræðu síðustu daga eftir að í ljós kom að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Festi og Haga höfðu nýtt sér hana. Öll áðurnefnd fyrirtæki hafa nú tilkynnt að þau hyggist ekki nýta úrræðið áfram og Skeljungur og Hagar hyggjast auk þess endurgreiða Vinnumálastofnun greiðslurnar. Í tilkynningu Kaupfélags Skagfirðinga um endurgreiðsluna segir að félagið „einbeiti sér um þessar mundir að því að verja störf um eitt þúsund starfsmanna sem vinna hjá félaginu og dótturfélögum þess.“ „Með þessari ákvörðun er sú stefna kaupfélagsins undirstrikuð að leita allra leiða til þess að ná því markmiði innan samstæðunnar án sértækrar aðstoðar frá íslenska ríkinu. Þess vegna verður fenginn ríkisstuðningur á grundvelli hlutabótarleiðar endurgreiddur,“ segir í tilkynningu. Rúmlega fimmtíu manns starfa hjá Esju gæðafæði, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið er staðsett við Bitruháls í Reykjavík. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Skagafjörður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupfélagi Skagfirðinga. „Kaupfélagið mun veita fyrirtækinu sérstaka fjárhagsaðstoð til þess að gera endurgreiðsluna mögulega. Að gefnu tilefni skal tekið fram að kjötvinnslan hefur aldrei greitt kaupfélaginu arð,“ segir í tilkynningu. Aðalskrifstofa Kaupfélags Skagfirðinga er á Sauðárkróki.Vísir/getty Hlutabótaleið stjórnvalda, sem um 6700 fyrirtæki hafa nýtt sér til þessa, var kynnt vegna kórónuveirufaraldurs í mars. Úrræðið hefur verið mjög til umræðu síðustu daga eftir að í ljós kom að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Festi og Haga höfðu nýtt sér hana. Öll áðurnefnd fyrirtæki hafa nú tilkynnt að þau hyggist ekki nýta úrræðið áfram og Skeljungur og Hagar hyggjast auk þess endurgreiða Vinnumálastofnun greiðslurnar. Í tilkynningu Kaupfélags Skagfirðinga um endurgreiðsluna segir að félagið „einbeiti sér um þessar mundir að því að verja störf um eitt þúsund starfsmanna sem vinna hjá félaginu og dótturfélögum þess.“ „Með þessari ákvörðun er sú stefna kaupfélagsins undirstrikuð að leita allra leiða til þess að ná því markmiði innan samstæðunnar án sértækrar aðstoðar frá íslenska ríkinu. Þess vegna verður fenginn ríkisstuðningur á grundvelli hlutabótarleiðar endurgreiddur,“ segir í tilkynningu. Rúmlega fimmtíu manns starfa hjá Esju gæðafæði, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið er staðsett við Bitruháls í Reykjavík.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Skagafjörður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53
„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40