Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 14:28 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar en mögulega skemur. Ekki er loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu verði breytt áður en mánuðurinn er úti. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. „Veiran er örugglega ekki farin úr samfélaginu, hún er einhvers staðar,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum. Það væri þó ljóst að vel hefði tekist að hemja faraldurinn á Íslandi og að tilefni væri til að slaka hratt á takmörkunum. Næstu skref verði þannig að ákveða tilhögun á ferðatakmörkunum. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. „Ég mun senda ráðherra tillögur í dag um að núverandi fyrirkomulag um sóttkví allra ferðamanna verði áframhaldið á meðan við erum að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag, eða allavega fyrirkomulag næstu vikna og mánaða í þessum málum. Og það er margt sem þarf að horfa til,“ sagði Þórólfur. Aðspurður sagðist Þórólfur að öllum líkindum myndu leggja til framlengingu núverandi fyrirkomulags um mánuð. „En þó þannig að ef verða komnar aðrar góðar tillögur sem hægt er að koma fram með fyrir ráðherra fyrir þann tíma, þá á ekkert að vera í vegi fyrir því. En ég held það sé mikilvægt að reyna fá þessi mál á hreint og að til lengri tíma sé það nokkuð ljóst hvernig þetta á að vera. Ég held að það sé nauðsynlegt. En það er ekki alveg tilbúið eins og staðan er núna þannig að ég held að það sé ágætt að framlengja þessa stöðu sem er núna, enda er ekki mikill þrýstingur á ferðamennsku hingað,“ sagði Þórólfur. Þá mun starfshópur jafnframt skila tillögum í dag sem verði hafðar til hliðsjónar í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar en mögulega skemur. Ekki er loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu verði breytt áður en mánuðurinn er úti. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. „Veiran er örugglega ekki farin úr samfélaginu, hún er einhvers staðar,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum. Það væri þó ljóst að vel hefði tekist að hemja faraldurinn á Íslandi og að tilefni væri til að slaka hratt á takmörkunum. Næstu skref verði þannig að ákveða tilhögun á ferðatakmörkunum. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. „Ég mun senda ráðherra tillögur í dag um að núverandi fyrirkomulag um sóttkví allra ferðamanna verði áframhaldið á meðan við erum að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag, eða allavega fyrirkomulag næstu vikna og mánaða í þessum málum. Og það er margt sem þarf að horfa til,“ sagði Þórólfur. Aðspurður sagðist Þórólfur að öllum líkindum myndu leggja til framlengingu núverandi fyrirkomulags um mánuð. „En þó þannig að ef verða komnar aðrar góðar tillögur sem hægt er að koma fram með fyrir ráðherra fyrir þann tíma, þá á ekkert að vera í vegi fyrir því. En ég held það sé mikilvægt að reyna fá þessi mál á hreint og að til lengri tíma sé það nokkuð ljóst hvernig þetta á að vera. Ég held að það sé nauðsynlegt. En það er ekki alveg tilbúið eins og staðan er núna þannig að ég held að það sé ágætt að framlengja þessa stöðu sem er núna, enda er ekki mikill þrýstingur á ferðamennsku hingað,“ sagði Þórólfur. Þá mun starfshópur jafnframt skila tillögum í dag sem verði hafðar til hliðsjónar í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira