Segja faraldurinn í Íran mun verri en opinbert sé Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2020 11:18 Verið að sótthreinsa götur Tehran, höfuðborgar Íran. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Allir skólar í Íran verða lokaðir til 20. mars til að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar þar í landi. Heilbrigðisráðuneyti landsins tilkynnti í dag að 591 aðilar hefðu greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur, á undanförnum sólarhring og fimmtán hafi dáið. Sérfræðingar segja mun faraldurinn mun verri en yfirvöld halda fram. Sömuleiðis á að takmarka ferðalög almennings á milli borga landsins Heilbrigðisráðherra Íran hefur sömuleiðis biðlað til almennings að hætta að notast við reiðufé, þar sem það stuðli að útbreiðslu veirunnar í landinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Íran í dag. Yfirvöld í Íran hafa staðfest 3.513 smit í landinu og segja 107 hafa dáið. Sérfræðingar segja þó útlit um að útbreiðslan sé mun umfangsmeiri en það. Háttsettir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa smitast af veirunni. Sérfræðingar í samvinnu við Washington Post fóru yfir gögn frá sjúkrahúsum í Íran og áætla að minnst 28 þúsund manns hafi smitast þar í landi. Veirufræðingurinn Ashleigh Tuite, segist búast við því að ástandið muni versna enn frekar. Samtöl blaðamanna við hjúkrunarfræðinga studdu áætlanir sérfræðinganna en þeir hjúkrunarfræðingar sem rætt var við segja tilfellum hafa fjölgað hratt og að þau séu fleiri en opinberar tölur segja til um. Meðal annars sögðu hjúkrunarfræðingarnir embættismenn hafa í einhverjum tilfellum meinað heilbrigðisstarfsfólki að bera grímur, svo óðagot skapaðist ekki. Íranar segja faraldurinn þar í landi hafa byrjað í borginni Qom eftir að viðskiptamaður smitaðist í Kína. Fyrstu tilfellin voru tilkynnt opinberlega þann 19. febrúar. Þingkosningar fóru fram tveimur dögum seinna. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um slæm viðbrögð við útbreiðslu veirunnar en heilbrigðiskerfi landsins hafði þar að auki orðið fyrir höggi vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða Bandaríkjanna. Íran Wuhan-veiran Tengdar fréttir Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Allir skólar í Íran verða lokaðir til 20. mars til að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar þar í landi. Heilbrigðisráðuneyti landsins tilkynnti í dag að 591 aðilar hefðu greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur, á undanförnum sólarhring og fimmtán hafi dáið. Sérfræðingar segja mun faraldurinn mun verri en yfirvöld halda fram. Sömuleiðis á að takmarka ferðalög almennings á milli borga landsins Heilbrigðisráðherra Íran hefur sömuleiðis biðlað til almennings að hætta að notast við reiðufé, þar sem það stuðli að útbreiðslu veirunnar í landinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Íran í dag. Yfirvöld í Íran hafa staðfest 3.513 smit í landinu og segja 107 hafa dáið. Sérfræðingar segja þó útlit um að útbreiðslan sé mun umfangsmeiri en það. Háttsettir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa smitast af veirunni. Sérfræðingar í samvinnu við Washington Post fóru yfir gögn frá sjúkrahúsum í Íran og áætla að minnst 28 þúsund manns hafi smitast þar í landi. Veirufræðingurinn Ashleigh Tuite, segist búast við því að ástandið muni versna enn frekar. Samtöl blaðamanna við hjúkrunarfræðinga studdu áætlanir sérfræðinganna en þeir hjúkrunarfræðingar sem rætt var við segja tilfellum hafa fjölgað hratt og að þau séu fleiri en opinberar tölur segja til um. Meðal annars sögðu hjúkrunarfræðingarnir embættismenn hafa í einhverjum tilfellum meinað heilbrigðisstarfsfólki að bera grímur, svo óðagot skapaðist ekki. Íranar segja faraldurinn þar í landi hafa byrjað í borginni Qom eftir að viðskiptamaður smitaðist í Kína. Fyrstu tilfellin voru tilkynnt opinberlega þann 19. febrúar. Þingkosningar fóru fram tveimur dögum seinna. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um slæm viðbrögð við útbreiðslu veirunnar en heilbrigðiskerfi landsins hafði þar að auki orðið fyrir höggi vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða Bandaríkjanna.
Íran Wuhan-veiran Tengdar fréttir Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30