Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Birgir Olgeirsson skrifar 11. maí 2020 11:43 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Flugvirkjar undirrituðu nýjan kjarasamning við Icelandair í gær sem gildir til fimm ára. Samningur flugvirkja er sagður í samræmi við þau markmið sem samningsaðilar lögðu upp með. Ekki hefur komið fram hvernig kjör flugvirkja breytast með þessum samningi. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður félags flugvirkja, segir ekki tímabært að greina frá innihaldi samningsins. Hann sé margþættur en búist sé við að félagsmenn fái kynningu á honum í vikunni. Í Morgunblaðinu í dag var haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair að laun þurfi að lækka um 50 til 60 prósent til að forða félaginu frá gjaldþroti. Jón Þór Þorvaldsson, formaður félags íslenskra flugmanna, skorar á viðkomandi ráðgjafa að stíga fram svo hægt sé að setjast yfir tölur með honum. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Við höfum ekki heyrt þessar tölur. Ég veit ekki hver þessi fjárfestir eða ráðgjafi er. Ég held að það væri ráð að menn myndu birta það svo hægt sé að setjast yfir tölur með þessum manni. Flugmenn voru samkeppnishæfir fyrir og við munum tryggja að svo verði áfram. Það er verið að bera saman epli og appelsínu í þessari grein Morgunblaðsins. Menn þurfa að gera sér grein fyrir grunnforsendum í flugrekstri áður en svona samanburður er gerður. Menn bera ekki saman lággjaldaflugfélag og Legacy-carrier. Icelandair er ekki lággjaldaflugfélag og ekki Legacy Carrier. Við erum hybrid flugfélag sem er að keppa á Norður-Atlantshafi,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir flugmenn Icelandair samkeppnishæfa við flugmenn annarra flugfélaga. „Bæði hvað varðar kostnað laun,“ segir Jón Þór. „Við munum tryggja að Icelandair verði áfram í sterkri stöðu og rekstrarmódel Icelandair og leiðakerfið er búið að sýna sig og sanna á áratugatímabili. Þetta er mjög verðmætt og gott kerfi sem mun standa þetta af sér ef allir leggjast á eitt,“ segir Jón Þór. Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu og Icelandair fer yfir það tilboð núna. „Auðvitað eru menn að hreyfa sig í umhverfi þar sem skyggni er lítið og reyna að sjá hvort þetta geti nýst. Vonandi verður það niðurstaðan, það er okkar markmið.“ Hann mun hitta sitt bakland í dag og samninganefnd Icelandair mun einnig fara yfir stöðuna með sínu baklandi í dag. Jón Þór vonast til að geta hitt samninganefnd Icelandair í dag. Áttu von á því að skrifað verði undir í dag? „Ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég vona að svo verði, en við bara sjáum hvað kemur,“ segir Jón Þór. Icelandair Kjaramál Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Sjá meira
Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Flugvirkjar undirrituðu nýjan kjarasamning við Icelandair í gær sem gildir til fimm ára. Samningur flugvirkja er sagður í samræmi við þau markmið sem samningsaðilar lögðu upp með. Ekki hefur komið fram hvernig kjör flugvirkja breytast með þessum samningi. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður félags flugvirkja, segir ekki tímabært að greina frá innihaldi samningsins. Hann sé margþættur en búist sé við að félagsmenn fái kynningu á honum í vikunni. Í Morgunblaðinu í dag var haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair að laun þurfi að lækka um 50 til 60 prósent til að forða félaginu frá gjaldþroti. Jón Þór Þorvaldsson, formaður félags íslenskra flugmanna, skorar á viðkomandi ráðgjafa að stíga fram svo hægt sé að setjast yfir tölur með honum. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Við höfum ekki heyrt þessar tölur. Ég veit ekki hver þessi fjárfestir eða ráðgjafi er. Ég held að það væri ráð að menn myndu birta það svo hægt sé að setjast yfir tölur með þessum manni. Flugmenn voru samkeppnishæfir fyrir og við munum tryggja að svo verði áfram. Það er verið að bera saman epli og appelsínu í þessari grein Morgunblaðsins. Menn þurfa að gera sér grein fyrir grunnforsendum í flugrekstri áður en svona samanburður er gerður. Menn bera ekki saman lággjaldaflugfélag og Legacy-carrier. Icelandair er ekki lággjaldaflugfélag og ekki Legacy Carrier. Við erum hybrid flugfélag sem er að keppa á Norður-Atlantshafi,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir flugmenn Icelandair samkeppnishæfa við flugmenn annarra flugfélaga. „Bæði hvað varðar kostnað laun,“ segir Jón Þór. „Við munum tryggja að Icelandair verði áfram í sterkri stöðu og rekstrarmódel Icelandair og leiðakerfið er búið að sýna sig og sanna á áratugatímabili. Þetta er mjög verðmætt og gott kerfi sem mun standa þetta af sér ef allir leggjast á eitt,“ segir Jón Þór. Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu og Icelandair fer yfir það tilboð núna. „Auðvitað eru menn að hreyfa sig í umhverfi þar sem skyggni er lítið og reyna að sjá hvort þetta geti nýst. Vonandi verður það niðurstaðan, það er okkar markmið.“ Hann mun hitta sitt bakland í dag og samninganefnd Icelandair mun einnig fara yfir stöðuna með sínu baklandi í dag. Jón Þór vonast til að geta hitt samninganefnd Icelandair í dag. Áttu von á því að skrifað verði undir í dag? „Ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég vona að svo verði, en við bara sjáum hvað kemur,“ segir Jón Þór.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Sjá meira