Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 22:47 Vatnajökull, flugvél Icelandair, við Keflavíkurflugvöll í maí 2020. Floti Icelandair stendur að mestu leyti óhreyfður vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. Icelandair reynir nú að semja við flugstéttir innan fyrirtækisins til þess að lækka launakostnað sinn. Stjórnendur þess freista þess að bjarga félaginu sem stendur höllum fæti eins og mörg önnur flugfélög vegna kórónuveiruheimsfaraldursins og ferðatakmarkanna vegna hans. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagðist í dag telja að Icelandair stefni í þrot að óbreyttu. FÍA hefur boðist til þess að taka á sig um 25% kjaraskerðingu. Fyrr í dag samdi Flugvirkjafélag Íslands um skerðingu en ekki var greint frá því hversu mikil hún yrði. Samningurinn verður lagður fyrir flugvirkja í atkvæðagreiðslu í vikunni. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, segir við Vísi að fundurinn í kvöld hafi staðið í um tvær klukkustundir og að honum hafi lokið skömmu fyrir klukkan tíu. Hann reiknar með því að samninganefndirnar hittist aftur á morgun en þær vinni nú hvor í sínu horni að því að reikna og fara yfir forsendur. Hann segist hafa „góða von“ um að viðræðurnar séu á réttu spori. Tillaga flugmanna að lausn hafi verið rædd en Jón Þór segir að um flókið samspil ýmissa hluta sé að ræða. Setja þurfi hlutina inn í reiknilíkön og máta við framtíðarleiðarkerfi og annað slíkt. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. 10. maí 2020 19:55 Flugvirkjar taka á sig skerðingu með samningi við Icelandair Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Formaður Flugvirkjafélagsins segir félagsmenn taka á sig kjaraskerðingu til að veita sveigjanleika vegna ástandsins. 10. maí 2020 18:05 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. Icelandair reynir nú að semja við flugstéttir innan fyrirtækisins til þess að lækka launakostnað sinn. Stjórnendur þess freista þess að bjarga félaginu sem stendur höllum fæti eins og mörg önnur flugfélög vegna kórónuveiruheimsfaraldursins og ferðatakmarkanna vegna hans. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagðist í dag telja að Icelandair stefni í þrot að óbreyttu. FÍA hefur boðist til þess að taka á sig um 25% kjaraskerðingu. Fyrr í dag samdi Flugvirkjafélag Íslands um skerðingu en ekki var greint frá því hversu mikil hún yrði. Samningurinn verður lagður fyrir flugvirkja í atkvæðagreiðslu í vikunni. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, segir við Vísi að fundurinn í kvöld hafi staðið í um tvær klukkustundir og að honum hafi lokið skömmu fyrir klukkan tíu. Hann reiknar með því að samninganefndirnar hittist aftur á morgun en þær vinni nú hvor í sínu horni að því að reikna og fara yfir forsendur. Hann segist hafa „góða von“ um að viðræðurnar séu á réttu spori. Tillaga flugmanna að lausn hafi verið rædd en Jón Þór segir að um flókið samspil ýmissa hluta sé að ræða. Setja þurfi hlutina inn í reiknilíkön og máta við framtíðarleiðarkerfi og annað slíkt.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. 10. maí 2020 19:55 Flugvirkjar taka á sig skerðingu með samningi við Icelandair Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Formaður Flugvirkjafélagsins segir félagsmenn taka á sig kjaraskerðingu til að veita sveigjanleika vegna ástandsins. 10. maí 2020 18:05 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09
Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. 10. maí 2020 19:55
Flugvirkjar taka á sig skerðingu með samningi við Icelandair Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Formaður Flugvirkjafélagsins segir félagsmenn taka á sig kjaraskerðingu til að veita sveigjanleika vegna ástandsins. 10. maí 2020 18:05
Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09