Kjaftasögur og fordómar eftir skíðaferð til Ítalíu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. apríl 2020 10:29 Sara fékk Covid-19 og Eva Dögg var með henni ásamt eiginmanni og tveimur sonum í sóttkví. Athafnakonan Eva Dögg Sigurgeirsdóttir var ein af þeim fyrstu sem fór í sóttkví hér á landi en hún og fjölskylda hennar voru á skíðum í ítölskum ölpunum í febrúar. „Við förum í sóttkví 29. febrúar og það var þarna þegar þessi fyrstu voru að fara í sóttkví. Við reyndum að hafa þetta svolítið kósý. Við erum með tvo litla gæja á heimilinu og vorum alls fimm saman sem ég er svolítið þakklát fyrir,“ sagði Eva í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við reyndum að hafa skólastund hér á morgnana og reyndum að kenna strákunum sem gekk ekki alltaf vel,“ segir Eva og hlær og bætir við. „Eftir þetta dáist ég að kennarastéttinni sem eru algjörar hetjur.“ Urðu fyrir fórdómum Hún segir að þau hafi verið dugleg að elda góðan mat og fara í pottinn svo upplifunin var í raun eins og að vera úti í sumarbústað. Sara Ísabella Guðmundsdóttir, dóttir Evu, fékk síðan að lokum Covid-19 sjúkdóminn, sú eina í fjölskyldunni. „Það var mjög erfitt að vera búin að vera alltaf með fjölskyldunni og síðan allt í einu innilokuð inni í herbergi í einangrun. Ég var eiginlega ekki með neinn hita og mældist mest 37,7 og var bara með hausverk og smá lungnaóþægindi og varla hóstandi.“ Sara segist finna fyrir einhverjum fordómum eftir að hún fór að vera úti á meðal almennings. „Fólk er kannski ekki alveg að treysta því að hitta mig strax, þó það sé búið að útskrifa mig. Fólk er ennþá pínu hrætt við mig ef ég get sagt það,“ segir Sara. Kjaftasögur eins og í gamla daga „Þegar maðurinn minn var loksins laus fór hann á N-1 að taka bensín og þá kemur kona inn á stöðina, sér hann, og snýr strax við og fer út. Hann var búinn að koma fram í fjölmiðlum að hann væri í sóttkví,“ segir Eva en eiginmaður hennar er Bjarni Ákason framkvæmdarstjóri. „Fólk fattar ekki muninn á því að vera í sóttkví og einangrun. Það var mikið talað um þetta fyrst en í dag er þetta út um allt, því miður.“ Íslendingarnir sem komu frá Ítalíu í byrjun faraldsins fengu yfir sig ljótar athugasemdir á netinu. „Þetta var pínu eins og í gamla daga þegar það komu fram kjaftasögur. Fólk var að hringja og forvitnast um stöðuna, allir vissu allt miklu betur og var með einhverjar staðhæfingar sem voru í raun algjör bull. Það var svolítið athyglisvert hvað stór hluti þjóðarinnar var orðin veirusérfræðingar. Þetta er að breytast núna en þetta pirraði mig samt og ég átti alveg erfitt með ákveðið fólk. Á svona tímum kemur í ljós hverjir eru í alvöru vinir þínir,“ segir Eva. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Athafnakonan Eva Dögg Sigurgeirsdóttir var ein af þeim fyrstu sem fór í sóttkví hér á landi en hún og fjölskylda hennar voru á skíðum í ítölskum ölpunum í febrúar. „Við förum í sóttkví 29. febrúar og það var þarna þegar þessi fyrstu voru að fara í sóttkví. Við reyndum að hafa þetta svolítið kósý. Við erum með tvo litla gæja á heimilinu og vorum alls fimm saman sem ég er svolítið þakklát fyrir,“ sagði Eva í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við reyndum að hafa skólastund hér á morgnana og reyndum að kenna strákunum sem gekk ekki alltaf vel,“ segir Eva og hlær og bætir við. „Eftir þetta dáist ég að kennarastéttinni sem eru algjörar hetjur.“ Urðu fyrir fórdómum Hún segir að þau hafi verið dugleg að elda góðan mat og fara í pottinn svo upplifunin var í raun eins og að vera úti í sumarbústað. Sara Ísabella Guðmundsdóttir, dóttir Evu, fékk síðan að lokum Covid-19 sjúkdóminn, sú eina í fjölskyldunni. „Það var mjög erfitt að vera búin að vera alltaf með fjölskyldunni og síðan allt í einu innilokuð inni í herbergi í einangrun. Ég var eiginlega ekki með neinn hita og mældist mest 37,7 og var bara með hausverk og smá lungnaóþægindi og varla hóstandi.“ Sara segist finna fyrir einhverjum fordómum eftir að hún fór að vera úti á meðal almennings. „Fólk er kannski ekki alveg að treysta því að hitta mig strax, þó það sé búið að útskrifa mig. Fólk er ennþá pínu hrætt við mig ef ég get sagt það,“ segir Sara. Kjaftasögur eins og í gamla daga „Þegar maðurinn minn var loksins laus fór hann á N-1 að taka bensín og þá kemur kona inn á stöðina, sér hann, og snýr strax við og fer út. Hann var búinn að koma fram í fjölmiðlum að hann væri í sóttkví,“ segir Eva en eiginmaður hennar er Bjarni Ákason framkvæmdarstjóri. „Fólk fattar ekki muninn á því að vera í sóttkví og einangrun. Það var mikið talað um þetta fyrst en í dag er þetta út um allt, því miður.“ Íslendingarnir sem komu frá Ítalíu í byrjun faraldsins fengu yfir sig ljótar athugasemdir á netinu. „Þetta var pínu eins og í gamla daga þegar það komu fram kjaftasögur. Fólk var að hringja og forvitnast um stöðuna, allir vissu allt miklu betur og var með einhverjar staðhæfingar sem voru í raun algjör bull. Það var svolítið athyglisvert hvað stór hluti þjóðarinnar var orðin veirusérfræðingar. Þetta er að breytast núna en þetta pirraði mig samt og ég átti alveg erfitt með ákveðið fólk. Á svona tímum kemur í ljós hverjir eru í alvöru vinir þínir,“ segir Eva. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira