Ingi Þór um tímasetninguna: Er í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. maí 2020 22:00 Ingi Þór er í leit að nýju liði til að þjálfa. vísir/daníel Körfuboltaþjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson er nú án félags eftir að hafa verið rekinn sem þjálfari Íslandsmeistara KR en staðfest var um uppsögnina fyrr í dag. Tímasetningin ekki vænleg fyrir Inga í ljósi þess að flest lið Dominos deildarinnar hafa undanfarnar vikur verið að ráða til sín þjálfara fyrir næsta tímabil. Ingi segir það vissulega flækja málin og upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar Heimir var látinn fara frá FH haustið 2017. Ingi kveðst engu að síður vera búinn að fá nokkur símtöl en Þór Akureyri er til að mynda í leit að þjálfara auk Snæfells þar sem Ingi þjálfaði lengi við góðan orðstír. „Góður vinur minn, Heimir Guðjónsson, KR-ingur, lenti í svipaðri stöðu. Honum var sagt upp á svipuðum tímapunkti þegar flest lið voru búin að fylla sínar stöður. Ég er búinn að fá nokkur áhugaverð símtöl en ég ætla ekkert að flýta mér í þessu,“ segir Ingi. Heimir réði sig til Færeyja og þjálfaði þar í tvö ár áður en hann kom aftur til Íslands síðasta haust og þjálfar nú Val í Pepsi Max deildinni. Ingi telur ólíklegt að hann feti í fótspor félaga síns í Færeyjum. „Ég er ekki viss um að körfuboltinn í Færeyjum sé stór en það er örugglega gott að búa í Færeyjum. Heimir var allavega ánægður þar. Ég skoða það sem kemur inn á borð til mín en ég er ekki að horfa neitt erlendis,“ segir Ingi sem leggur mikla áherslu á að skilja við KR í góðu þó hann sé vitanlega ekki sáttur við uppsögnina. „Ég ætla að skilja við KR í góðu. Ég ætla að gera það að verkum að ég geti farið aftur í KR þegar þess gerist þörf,“ segir Ingi. Klippa: Ingi Þór í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52 KR-ingar sagðir búnir að reka Inga Þór og ráða Darra í staðinn KR-ingar ætla að skipta um þjálfara meistaraflokks karla hjá sér og yngja þar upp um 22 ár. KR-ingur tekur þar við af KR-ing. 7. maí 2020 15:34 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Körfuboltaþjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson er nú án félags eftir að hafa verið rekinn sem þjálfari Íslandsmeistara KR en staðfest var um uppsögnina fyrr í dag. Tímasetningin ekki vænleg fyrir Inga í ljósi þess að flest lið Dominos deildarinnar hafa undanfarnar vikur verið að ráða til sín þjálfara fyrir næsta tímabil. Ingi segir það vissulega flækja málin og upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar Heimir var látinn fara frá FH haustið 2017. Ingi kveðst engu að síður vera búinn að fá nokkur símtöl en Þór Akureyri er til að mynda í leit að þjálfara auk Snæfells þar sem Ingi þjálfaði lengi við góðan orðstír. „Góður vinur minn, Heimir Guðjónsson, KR-ingur, lenti í svipaðri stöðu. Honum var sagt upp á svipuðum tímapunkti þegar flest lið voru búin að fylla sínar stöður. Ég er búinn að fá nokkur áhugaverð símtöl en ég ætla ekkert að flýta mér í þessu,“ segir Ingi. Heimir réði sig til Færeyja og þjálfaði þar í tvö ár áður en hann kom aftur til Íslands síðasta haust og þjálfar nú Val í Pepsi Max deildinni. Ingi telur ólíklegt að hann feti í fótspor félaga síns í Færeyjum. „Ég er ekki viss um að körfuboltinn í Færeyjum sé stór en það er örugglega gott að búa í Færeyjum. Heimir var allavega ánægður þar. Ég skoða það sem kemur inn á borð til mín en ég er ekki að horfa neitt erlendis,“ segir Ingi sem leggur mikla áherslu á að skilja við KR í góðu þó hann sé vitanlega ekki sáttur við uppsögnina. „Ég ætla að skilja við KR í góðu. Ég ætla að gera það að verkum að ég geti farið aftur í KR þegar þess gerist þörf,“ segir Ingi. Klippa: Ingi Þór í sömu stöðu og Heimir Guðjóns
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52 KR-ingar sagðir búnir að reka Inga Þór og ráða Darra í staðinn KR-ingar ætla að skipta um þjálfara meistaraflokks karla hjá sér og yngja þar upp um 22 ár. KR-ingur tekur þar við af KR-ing. 7. maí 2020 15:34 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52
KR-ingar sagðir búnir að reka Inga Þór og ráða Darra í staðinn KR-ingar ætla að skipta um þjálfara meistaraflokks karla hjá sér og yngja þar upp um 22 ár. KR-ingur tekur þar við af KR-ing. 7. maí 2020 15:34