Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 16:01 Thunberg (t.h.) var gestur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, á fundi hennar í dag. Engu að síður sparaði Thunberg ekki gagnrýni á gestgjafa sína og áform þeirra um loftslagsaðgerðir. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti svonefnd „loftslagslög“ á fundi sínum í dag sem gerir markmið sambandsins um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 lagalega bindandi. Aðgerðasinnar eins og Greta Thunberg gagnrýna lögin og segja þau ekki hrökkva til að leysa vandann sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Með lögunum fær framkvæmdastjórnin heimild til þess að gera aðildarríkjunum að setja sér metnaðarfyllri markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á fimm ára fresti eftir 2030 til að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050. Nýju lögin þýða hins vegar ekki að hvert og eitt 27 aðildarríkja Evrópusambandsins þurfi að ná kolefnishlutleysi árið 2050 heldur sambandið í heild sinni. Þannig er ekki loku fyrir það skotið að sum ríki gætu haldið áfram nettólosun gróðurhúsalofttegunda eftir 2050 ef önnur ríki ná markmiðinu fyrr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá var fallið frá ákvæði um að ríkin skuli stefna að því að binda kolefni eftir árið 2050 sem lagt var upp með í drögum að lögunum. Bæði Evrópuþingið og einstök aðildarríki þurfa að samþykkja lögin áður en þau taka gildi. .@GretaThunberg attended a meeting with European Commission President Ursula Von der Leyen as the EU unveiled a proposal for a European climate law https://t.co/rf1DFfpZEH pic.twitter.com/Ul8HgVijf4— Reuters (@Reuters) March 4, 2020 Hlutleysi eftir þrjátíu ár jafngildi uppgjöf Thunberg, sænska táningsstúlkan sem hefur vakið heimsathygli fyrir svonefnd skólaverkföll ungmenna fyrir loftslagið, var viðstödd fund framkvæmdastjórnarinnar en var harðorð um nýju lögin. Hún telur þau jafngilda uppgjöf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Núll nettó losun fyrir 2050 fyrir Evrópusambandið jafngildir uppgjöf. Það þýðir að gefast upp. Við þurfum ekki bara markmið fyrir 2030 eða 2050. Við þurfum á þeim að halda fyrst og fremst fyrir 2020 og fyrir hvern mánuð og ár sem á eftir koma,“ sagði Thunberg og þrjátíu og þrír aðrir ungir aðgerðasinnar í opnu bréfi sem var birt í dag. Umhverfisverndarsamtök mótmæla einnig áformum framkvæmdastjórnarinnar um að endurskoða ekki losunarmarkmið þess fyrir árið 2030 ekki fyrr en í september, aðeins tveimur mánuðum áður en frestur til að skila nýjum og metnaðarfyllri landsmarkmiðum til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna rennur út í nóvember. Tólf aðildarríki undir forystu Danmerkur hafa þrýst á framkvæmdastjórnina að ljúka endurskoðun 2030-markmiðanna í júní, þar á meðal Frakkland, Ítalíu og Holland. Þýskaland, stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda innan Evrópu, er ekki í þeim hópi. Aðgerðasinnar óttast að með svo skömmum fyrirvara nái ESB ekki að uppfæra markmið sín fyrir 2030 og missi þannig tækifærið til að þrýsta á aðra stóra losendur eins og Kína um að auka metnað sinn. Hugmyndir eru uppi innan framkvæmdastjórnarinnar að herða markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 úr 40% í 50 eða 55%. Íslensk stjórnvöld hafa samið við Evrópusambandið og Noreg um 27% samdrátt í losun fyrir árið 2030. Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti svonefnd „loftslagslög“ á fundi sínum í dag sem gerir markmið sambandsins um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 lagalega bindandi. Aðgerðasinnar eins og Greta Thunberg gagnrýna lögin og segja þau ekki hrökkva til að leysa vandann sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Með lögunum fær framkvæmdastjórnin heimild til þess að gera aðildarríkjunum að setja sér metnaðarfyllri markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á fimm ára fresti eftir 2030 til að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050. Nýju lögin þýða hins vegar ekki að hvert og eitt 27 aðildarríkja Evrópusambandsins þurfi að ná kolefnishlutleysi árið 2050 heldur sambandið í heild sinni. Þannig er ekki loku fyrir það skotið að sum ríki gætu haldið áfram nettólosun gróðurhúsalofttegunda eftir 2050 ef önnur ríki ná markmiðinu fyrr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá var fallið frá ákvæði um að ríkin skuli stefna að því að binda kolefni eftir árið 2050 sem lagt var upp með í drögum að lögunum. Bæði Evrópuþingið og einstök aðildarríki þurfa að samþykkja lögin áður en þau taka gildi. .@GretaThunberg attended a meeting with European Commission President Ursula Von der Leyen as the EU unveiled a proposal for a European climate law https://t.co/rf1DFfpZEH pic.twitter.com/Ul8HgVijf4— Reuters (@Reuters) March 4, 2020 Hlutleysi eftir þrjátíu ár jafngildi uppgjöf Thunberg, sænska táningsstúlkan sem hefur vakið heimsathygli fyrir svonefnd skólaverkföll ungmenna fyrir loftslagið, var viðstödd fund framkvæmdastjórnarinnar en var harðorð um nýju lögin. Hún telur þau jafngilda uppgjöf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Núll nettó losun fyrir 2050 fyrir Evrópusambandið jafngildir uppgjöf. Það þýðir að gefast upp. Við þurfum ekki bara markmið fyrir 2030 eða 2050. Við þurfum á þeim að halda fyrst og fremst fyrir 2020 og fyrir hvern mánuð og ár sem á eftir koma,“ sagði Thunberg og þrjátíu og þrír aðrir ungir aðgerðasinnar í opnu bréfi sem var birt í dag. Umhverfisverndarsamtök mótmæla einnig áformum framkvæmdastjórnarinnar um að endurskoða ekki losunarmarkmið þess fyrir árið 2030 ekki fyrr en í september, aðeins tveimur mánuðum áður en frestur til að skila nýjum og metnaðarfyllri landsmarkmiðum til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna rennur út í nóvember. Tólf aðildarríki undir forystu Danmerkur hafa þrýst á framkvæmdastjórnina að ljúka endurskoðun 2030-markmiðanna í júní, þar á meðal Frakkland, Ítalíu og Holland. Þýskaland, stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda innan Evrópu, er ekki í þeim hópi. Aðgerðasinnar óttast að með svo skömmum fyrirvara nái ESB ekki að uppfæra markmið sín fyrir 2030 og missi þannig tækifærið til að þrýsta á aðra stóra losendur eins og Kína um að auka metnað sinn. Hugmyndir eru uppi innan framkvæmdastjórnarinnar að herða markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 úr 40% í 50 eða 55%. Íslensk stjórnvöld hafa samið við Evrópusambandið og Noreg um 27% samdrátt í losun fyrir árið 2030.
Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira