Innlent

Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu

Sylvía Hall skrifar
Samninganefndir funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag.
Samninganefndir funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Vísir/Egill

Engin niðurstaða náðist á fundi samninganefnda Icelandair og FFÍ sem lauk nú fyrir skömmu. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar í deilunni og hófst fundurinn klukkan tvö í dag.

Samninganefnd Icelandair hafnaði viðtali við fréttastofu.

Erfiðlega hefur gengið að ná samningi milli deiluaðila og er mikil ólga sögð vera á meðal flugfreyja eftir að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði starfsfólkið vera helstu fyrirstöðu þess að Icelandair verði bjargað.

Icelandair hefur lagt áherslu á að samningar náist fyrir hluthafafund sem fram fer þann 22. maí.


Tengdar fréttir

Segir starfsfólkið helstu fyrirstöðu þess að Icelandair verði bjargað

Starfsfólk Icelandair er helsta fyrirstaða þess að hægt sé að bjarga Icelandair frá falli, að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra flugfélagsins, í bréfi til starfsmanna. Hann segir að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×