FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 13:34 Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. Vísir/Getty Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. Það þurfi þó að taka mið af því að flestar flugfreyjur búi á Íslandi og kjör þurfi að vera í samræmi við það. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi á félagsmenn sína þar sem farið var yfir stöðuna. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilunni klukkan tvö í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til fundarins vegna þeirrar ólgu sem ríkir í stéttinni eftir að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsfólks að starfsfólkið væri helsta fyrirstaða þess að félaginu yrði bjargað. „Í ljósi þeirra upplýsinga sem komu fram í pósti frá Boga vil ég koma því á framfæri að samninganefnd FFÍ gerir sér fulla grein fyrir alvarlegri stöðu fyrirtækisins. í samningum okkar er ýmislegt sem má betrumbæta og hefur samninganefnd haft frumkvæði á þeirri endurskoðun,“ segir í bréfi félagsins. Vilja bjóða það besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn Samkvæmt Flugfreyjufélagi Íslands fela tillögur Icelandair í sér launalækkun, skerðingu á réttindum og aukið vinnuframlag til frambúðar. Þá séu einnig fleiri atriði sem feli í sér skerðingu og myndi sú breyting færa félagsmenn nær þeim kjörum sem þekkjast í öðrum vestrænum löndum. „Hins vegar búum við á Íslandi og þurfa kjör að vera í samræmi við það.“ Í bréfinu er fullyrt að samninganefnd Flugfreyjufélagsins hafi lagt fram tillögu að langtíma samningi ásamt tilslökunum á atriðum yfir ákveðið tímabil svo hægt verði að koma fyrirtækinu yfir erfiðasta hjallann. Markmiðið sé að fyrirtækinu vegni vel og haldi velli, enda sé þetta fyrirtækið þeirra. „Það þýðir að við sem starfsmenn getum gert ýmsilegt, en það þýðir ekki að við lokum kjarasamningum okkar og nánast öllu því sem í honum er til frambúðar,“ segir í bréfinu. Líkt og áður sagði hefur verið boðað til fundar milli deiluaðila í dag og hefst sá fundur klukkan tvö. Flugfreyjufélag Íslands segist mæta með samningsvilja til fundarins og samninganefndin sé viss um að hún sé að bjóða það allra besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn. Icelandair Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. 10. maí 2020 12:00 Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu 10. maí 2020 12:02 Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. Það þurfi þó að taka mið af því að flestar flugfreyjur búi á Íslandi og kjör þurfi að vera í samræmi við það. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi á félagsmenn sína þar sem farið var yfir stöðuna. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilunni klukkan tvö í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til fundarins vegna þeirrar ólgu sem ríkir í stéttinni eftir að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsfólks að starfsfólkið væri helsta fyrirstaða þess að félaginu yrði bjargað. „Í ljósi þeirra upplýsinga sem komu fram í pósti frá Boga vil ég koma því á framfæri að samninganefnd FFÍ gerir sér fulla grein fyrir alvarlegri stöðu fyrirtækisins. í samningum okkar er ýmislegt sem má betrumbæta og hefur samninganefnd haft frumkvæði á þeirri endurskoðun,“ segir í bréfi félagsins. Vilja bjóða það besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn Samkvæmt Flugfreyjufélagi Íslands fela tillögur Icelandair í sér launalækkun, skerðingu á réttindum og aukið vinnuframlag til frambúðar. Þá séu einnig fleiri atriði sem feli í sér skerðingu og myndi sú breyting færa félagsmenn nær þeim kjörum sem þekkjast í öðrum vestrænum löndum. „Hins vegar búum við á Íslandi og þurfa kjör að vera í samræmi við það.“ Í bréfinu er fullyrt að samninganefnd Flugfreyjufélagsins hafi lagt fram tillögu að langtíma samningi ásamt tilslökunum á atriðum yfir ákveðið tímabil svo hægt verði að koma fyrirtækinu yfir erfiðasta hjallann. Markmiðið sé að fyrirtækinu vegni vel og haldi velli, enda sé þetta fyrirtækið þeirra. „Það þýðir að við sem starfsmenn getum gert ýmsilegt, en það þýðir ekki að við lokum kjarasamningum okkar og nánast öllu því sem í honum er til frambúðar,“ segir í bréfinu. Líkt og áður sagði hefur verið boðað til fundar milli deiluaðila í dag og hefst sá fundur klukkan tvö. Flugfreyjufélag Íslands segist mæta með samningsvilja til fundarins og samninganefndin sé viss um að hún sé að bjóða það allra besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn.
Icelandair Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. 10. maí 2020 12:00 Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu 10. maí 2020 12:02 Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ríkissáttasemjari boðar Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. 10. maí 2020 12:00
Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu 10. maí 2020 12:02
Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45