Viðskipti innlent

Matar­markaðnum í Hörpu frestað vegna kórónu­veiru

Atli Ísleifsson skrifar
Markaðurinn átti að fara fram í Hörpu um helgina.
Markaðurinn átti að fara fram í Hörpu um helgina. Vísir/Vilhelm

Matarmarkaði Íslands sem fara átti fram í Hörpu núna um helgina hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem nú herjar. Er stefnt að því að Matarmarkaðurinn fari fram helgina 2. til 3. maí næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum viðburðarins. Þar segir að Matarmarkaður Íslands hafi alltaf verið vel sóttur bæði af framleiðendum sem og neytendum.

„Þar koma saman yfir 20.000 manns og njóta þess að smakka á matarhandverki víðs vegar að af landinu og kynnast framleiðendum þess. Stemningin hefur alltaf verið einstök á markaðnum og óttumst við að vegna þeirrar veiru sem nú gengur yfir landið nái gestir ekki að njóta sín, smakka og dvelja í rólegheitum á markaði. Það verður því vormarkaður fyrstu helgina í maí og þar vonumst við til að sjá sem flesta og vonum að gestir njóti stað og stundar að venju,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×