Mörgum börnum líður illa vegna faraldurs og verkfalla Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. maí 2020 19:56 Ellefu samtöl við börn tengd sjálfsvígum voru hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717 í apríl. Verkefnastjóri Hjálparsímans segir mikið óvissuástand undanfarið hafa haft áhrif á mörg börn sem líði illa. Hjálparsími Rauða krossins 1717 hefur verið starfræktur um árabil en þangað geta þeir leitað sem þurfa á sálrænum stuðningi eða ráðgjöf að halda. Símtölum og netspjöllum þangað hefur fjölgað verulega frá því í fyrra en á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru samtölin nærri ellefu þúsund. Þau voru fimm þúsund í fyrra. „Það eru samtöl tengd kvíða mikið og ofbeldissamtöl þeim hefur fjölgað gríðarlega mikið síðustu vikur og svo einmanaleikinn líka hann hefur gríðarleg áhrif í svona ástandi,“ segir Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Þannig voru samtöl tengd ofbeldi nærri tvöfalt fleiri í apríl en á sama tíma í fyrra. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvíga einnig í apríl en ellefu af þeim samtölum voru við börn. Sandra segir börnin oftast hafa verið á aldrinum fjórtán til átján ára. Hún segir undanfarnar vikur hafa reynt á mörg börn. Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins.Vísir/Stöð 2 „Náttúrulega fyrst og fremst þessi veirufaraldur og verkföll. Þetta hefur allt saman áhrif á börnin. Við finnum fyrir því að þeim líður oft bara illa yfir þessu óvissuástandi. Mæta ekki í skólann og oft bara kannski erfitt ástand heima við. Geta ekki hitt vini sína og margt svona þannig það er þyngra hljóð í börnum.“ Þá segir Sandra að nú í maí hafi samtölum fækkað aðeins aftur en álagið sé enn mikið. „Þau eru svona þyngri og erfiðari mál sem við erum að fá til okkar. Það er mikil vanlíðan hjá fólki. Við búumst alveg við því að þetta muni haldast áfram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Verkföll 2020 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Ellefu samtöl við börn tengd sjálfsvígum voru hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717 í apríl. Verkefnastjóri Hjálparsímans segir mikið óvissuástand undanfarið hafa haft áhrif á mörg börn sem líði illa. Hjálparsími Rauða krossins 1717 hefur verið starfræktur um árabil en þangað geta þeir leitað sem þurfa á sálrænum stuðningi eða ráðgjöf að halda. Símtölum og netspjöllum þangað hefur fjölgað verulega frá því í fyrra en á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru samtölin nærri ellefu þúsund. Þau voru fimm þúsund í fyrra. „Það eru samtöl tengd kvíða mikið og ofbeldissamtöl þeim hefur fjölgað gríðarlega mikið síðustu vikur og svo einmanaleikinn líka hann hefur gríðarleg áhrif í svona ástandi,“ segir Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Þannig voru samtöl tengd ofbeldi nærri tvöfalt fleiri í apríl en á sama tíma í fyrra. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvíga einnig í apríl en ellefu af þeim samtölum voru við börn. Sandra segir börnin oftast hafa verið á aldrinum fjórtán til átján ára. Hún segir undanfarnar vikur hafa reynt á mörg börn. Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins.Vísir/Stöð 2 „Náttúrulega fyrst og fremst þessi veirufaraldur og verkföll. Þetta hefur allt saman áhrif á börnin. Við finnum fyrir því að þeim líður oft bara illa yfir þessu óvissuástandi. Mæta ekki í skólann og oft bara kannski erfitt ástand heima við. Geta ekki hitt vini sína og margt svona þannig það er þyngra hljóð í börnum.“ Þá segir Sandra að nú í maí hafi samtölum fækkað aðeins aftur en álagið sé enn mikið. „Þau eru svona þyngri og erfiðari mál sem við erum að fá til okkar. Það er mikil vanlíðan hjá fólki. Við búumst alveg við því að þetta muni haldast áfram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Verkföll 2020 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira