Situr uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað: „Við erum eiginlega í hálf vonlausri stöðu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. maí 2020 21:20 Haraldur Sigþórsson segist vera í vonlausri stöðu vegna kaupa á sérhönnuðum bíl sem skyndilega hækkaði í verði. Vísir/Arnar Hreyfihamlað fólk sem pantaði sérútbúin bíl um áramót situr nú uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað eftir fall krónunnar. Einn þeirra segist vera í vonlausri stöðu þar sem ekki er hægt að hætta við kaupin. Landssamband hreyfihamlaðra vill að ríkið aðstoði hópinn. Þeir sem eru mikið hreyfihamlaðir þurfa sérhannaðan sendibíl til að geta keyrt sjálfir. Þetta fólk fær styrk frá Tryggingastofnun til að kaupa slíkan bíl. Þá eru tollar og aðflutningsgjöld felld niður. Fólkið greiðir svo mismuninn sem hefur hingað til verið um ein milljón. Haraldur Sigþórsson pantaði nýjan bíl í desember síðastliðnum sem er sérhannaður fyrir hann. „Undir venjulegum kringumstæðum væri ég í þeirri stöðu að vera að taka á móti bílnum núna en með öllu þessu covid dæmi þá hefur íslenska krónan fallið mjög mikið þannig að verðið sem var samið um í nóvember eða desember hefur gjörbreyst og ég sit uppi með einhverja eina og hálfa milljón í algjöran aukakostnað,“ segir Haraldur Sigurþórsson. VÍSIR/ARNAR Fleiri eru í sömu stöðu að sögn Bergs Þorra Benjamínssonar, formanns Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. „Þetta eru þó nokkrir einstaklingar sem hafa eiginlega legið á okkur og samtökunum og kallað á hjálp,“ segir Bergur Þorri. „Það er búið að gera áætlanir og svo bara bregðast þær með falli krónunnar og menn eru að fá milljón eða meira í hækkun sem fellur allt á notandann. Forsendur fyrir kaupunum sem menn gerðu um áramótin eru algjörlega brostnar,“ segir Bergur Þórri. Bíllinn sem Haraldur pantaði er kominn langt í breytingaferlinu en hann veit ekki hvað gerist ef hann getur ekki leyst hann úr. „Við erum eiginlega í hálf vonlausri stöðu vegna þess að margir myndu vilja hætta við en það er ekki hægt, þannig ég hreinlega veit ekki hvað gerist. Eins og staðan lítur út í dag er það eiginlega bara þannig að við verðum að bera þennan kostnað sem mér finnst eiginlega mjög óréttlátt,“ segir Haraldur. Sjálfbjörg hefur vakið athygli ráðherra á málinu. „Ráðherra gæti nú brugðist við og að minnsta kosti breytt reglunum tímabundið til að koma til móts við fólkið sem er bara í mjög erfiðri stöðu,“ segir Bergur Þorri. Haraldur segir stöðuna erfiða fyrir öryrkja. „Öryrkjar eru náttúrulega í þeirri stöðu að svona upphæð er allt of mikil. Við getum alveg búist við einhverri smá aukaupphæð vegna gengisbreytinga en þetta er bara alltof, alltof mikið,“ segir Haraldur. Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Hreyfihamlað fólk sem pantaði sérútbúin bíl um áramót situr nú uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað eftir fall krónunnar. Einn þeirra segist vera í vonlausri stöðu þar sem ekki er hægt að hætta við kaupin. Landssamband hreyfihamlaðra vill að ríkið aðstoði hópinn. Þeir sem eru mikið hreyfihamlaðir þurfa sérhannaðan sendibíl til að geta keyrt sjálfir. Þetta fólk fær styrk frá Tryggingastofnun til að kaupa slíkan bíl. Þá eru tollar og aðflutningsgjöld felld niður. Fólkið greiðir svo mismuninn sem hefur hingað til verið um ein milljón. Haraldur Sigþórsson pantaði nýjan bíl í desember síðastliðnum sem er sérhannaður fyrir hann. „Undir venjulegum kringumstæðum væri ég í þeirri stöðu að vera að taka á móti bílnum núna en með öllu þessu covid dæmi þá hefur íslenska krónan fallið mjög mikið þannig að verðið sem var samið um í nóvember eða desember hefur gjörbreyst og ég sit uppi með einhverja eina og hálfa milljón í algjöran aukakostnað,“ segir Haraldur Sigurþórsson. VÍSIR/ARNAR Fleiri eru í sömu stöðu að sögn Bergs Þorra Benjamínssonar, formanns Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. „Þetta eru þó nokkrir einstaklingar sem hafa eiginlega legið á okkur og samtökunum og kallað á hjálp,“ segir Bergur Þorri. „Það er búið að gera áætlanir og svo bara bregðast þær með falli krónunnar og menn eru að fá milljón eða meira í hækkun sem fellur allt á notandann. Forsendur fyrir kaupunum sem menn gerðu um áramótin eru algjörlega brostnar,“ segir Bergur Þórri. Bíllinn sem Haraldur pantaði er kominn langt í breytingaferlinu en hann veit ekki hvað gerist ef hann getur ekki leyst hann úr. „Við erum eiginlega í hálf vonlausri stöðu vegna þess að margir myndu vilja hætta við en það er ekki hægt, þannig ég hreinlega veit ekki hvað gerist. Eins og staðan lítur út í dag er það eiginlega bara þannig að við verðum að bera þennan kostnað sem mér finnst eiginlega mjög óréttlátt,“ segir Haraldur. Sjálfbjörg hefur vakið athygli ráðherra á málinu. „Ráðherra gæti nú brugðist við og að minnsta kosti breytt reglunum tímabundið til að koma til móts við fólkið sem er bara í mjög erfiðri stöðu,“ segir Bergur Þorri. Haraldur segir stöðuna erfiða fyrir öryrkja. „Öryrkjar eru náttúrulega í þeirri stöðu að svona upphæð er allt of mikil. Við getum alveg búist við einhverri smá aukaupphæð vegna gengisbreytinga en þetta er bara alltof, alltof mikið,“ segir Haraldur.
Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira