Erlent

Little Richard látinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Little Richard í góðu stuði.
Little Richard í góðu stuði. Getty/J.Shearer

Little Richard, einn af frumkvöðlum fyrstu bylgju rokksins, er látinn. Hann var 87 ára gamall.

Little Richard hét fullu nafni Richard Pennimann og hafði hann glímt við ýmis heilsufarsvandamál undanfarin ár. 

Ferill Richard hófst á fimmta áratug síðustu aldar en hann sló fyrst í gegn árið 1955 en það ár hófst sigurför hans um tónlistarheiminn með lögum á borð við Tutti Frutti, Long Tall Sally, Rip It Up, The Girl Can’t Help It, Lucille, Keep A-Knockin’ og Good Golly, Miss Molly.

Varð hann að stórstjörnu beggja megin við Atlantshaf og var tónlist hans einni helsti áhrifavaldur Elvis Presley og Bítlanna, svo dæmi séu nefnd. Áhrif hans á tónlistarsöguna voru því gríðarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×