Tengja dauðsfall fimm ára drengs við nýja barnasjúkdóminn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2020 13:30 Mario Cuomo ríkisstjóri New York fór yfir stöðu mála á upplýsingafundi í gær. AP/Darren McGee Fimm ára gamall bandarískur drengur lést nýverið í New York af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem læknar hafa fylgst með að undanförnu vegna mögulegra tenginga við Covid-19 og kórónuveiruna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá þessu á daglegum upplýsingafundi hans í gær. Sjúkdómurinn, sem fjallað hefur verið um í erlendum fjölmiðlum að undanförnu, hefur greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi og nú í Bandaríkjunum. Í umfjöllun Vísis um sjúkdóminn í síðustu viku kom fram að nýi sjúkdómurinn, sem minnir mjög á svokallað Kawasaki-heilkenni, sé afar sjaldgæfur en alvarlegur. Barnasmitsjúkdómalæknir sagði í samtali við Vísi að fylgst væri náið með framgangi sjúkdómsins en taldi hann litlar líkur á að sjúkdómurinn nái hingað til lands. Á fundinum í gær sagði Cuomo að verið væri að skoða hvort önnur dauðsföll barna í ríkinu að undanförnu mætti rekja til sjúkdómsins. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi í barnasmitsjúkdómalækningum að hann telji að tilfelli hins fimm ára drengs sé fyrsta dauðsfallið sem rekja megi til sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Nokkur tilfelli þar sem börn sem smituðust af kórónuveirunni sýndu einkenni hins nýja sjúkdóms Ekki er þó vitað með vissu hvort að sjúkdómurinn tengist Covid-19 en Cuomo sagði á fundinum að læknar hefðu séð nokkur tilfelli þar sem börn sem höfðu smitast af kórónuveirunni hefðu sýnt einkenni hins nýja sjúkdóms, sem þykir svipa til hins svokallaða Kawasaki-heilkennis. Þetta rímar við þar sem Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir sagði við Vísi á dögunum. „En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ sagði Valtýr. „Þannig að í flestum tilfellum er ekki vitað hvort börnin hafa smitast áður, en þegar gerðar eru blóðvatnsmælingar hefur komið í ljós að sum þessara barna hafa fengið kórónuveirusýkingu áður. En við vitum ekki hvenær eða hvernig,“ sagði Valtýr einnig. Því fylgdust læknar víða um heim náið með þessum sjúkdómi. Veikindin eru þó gríðarlega sjaldgæf líkt og Valtýr benti á, um 15-20 tilfelli væru í Bretlandi, þar sem búa um 12 milljónir barna. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Fimm ára gamall bandarískur drengur lést nýverið í New York af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem læknar hafa fylgst með að undanförnu vegna mögulegra tenginga við Covid-19 og kórónuveiruna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá þessu á daglegum upplýsingafundi hans í gær. Sjúkdómurinn, sem fjallað hefur verið um í erlendum fjölmiðlum að undanförnu, hefur greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi og nú í Bandaríkjunum. Í umfjöllun Vísis um sjúkdóminn í síðustu viku kom fram að nýi sjúkdómurinn, sem minnir mjög á svokallað Kawasaki-heilkenni, sé afar sjaldgæfur en alvarlegur. Barnasmitsjúkdómalæknir sagði í samtali við Vísi að fylgst væri náið með framgangi sjúkdómsins en taldi hann litlar líkur á að sjúkdómurinn nái hingað til lands. Á fundinum í gær sagði Cuomo að verið væri að skoða hvort önnur dauðsföll barna í ríkinu að undanförnu mætti rekja til sjúkdómsins. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi í barnasmitsjúkdómalækningum að hann telji að tilfelli hins fimm ára drengs sé fyrsta dauðsfallið sem rekja megi til sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Nokkur tilfelli þar sem börn sem smituðust af kórónuveirunni sýndu einkenni hins nýja sjúkdóms Ekki er þó vitað með vissu hvort að sjúkdómurinn tengist Covid-19 en Cuomo sagði á fundinum að læknar hefðu séð nokkur tilfelli þar sem börn sem höfðu smitast af kórónuveirunni hefðu sýnt einkenni hins nýja sjúkdóms, sem þykir svipa til hins svokallaða Kawasaki-heilkennis. Þetta rímar við þar sem Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir sagði við Vísi á dögunum. „En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ sagði Valtýr. „Þannig að í flestum tilfellum er ekki vitað hvort börnin hafa smitast áður, en þegar gerðar eru blóðvatnsmælingar hefur komið í ljós að sum þessara barna hafa fengið kórónuveirusýkingu áður. En við vitum ekki hvenær eða hvernig,“ sagði Valtýr einnig. Því fylgdust læknar víða um heim náið með þessum sjúkdómi. Veikindin eru þó gríðarlega sjaldgæf líkt og Valtýr benti á, um 15-20 tilfelli væru í Bretlandi, þar sem búa um 12 milljónir barna.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira