Guðni náði lágmarkinu á klukkustund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 17:54 Guðni Th. Jóhannesson í Reykjavíkurmaraþoninu 2018. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur safnað þeim undirskriftum sem forsetaefni þarf að hafa til að vera gjaldgengur í framboð. Forsetinn tilkynnti um að söfnunin væri hafin í hádeginu. Jóhannes Jóhannesson, bróður forsetans sem er hluti af framboðsteyminu, segir á Facebook að lágmarksfjöldi hafi náðst um klukkustund eftir að söfnun hófst. Hámarksfjöldi sem má skila náðist svo um fjögurleytið eða fjórum klukkustundum eftir að söfnunin hófst. Undirskriftasöfnun er rafræn í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna, en mest 3.000, sem skiptist þannig eftir landsfjórðungum: Úr Sunnlendingafjórðungi : Að lágmarki 1.224 og hámarki 2.448 Úr Vestfirðingafjórðungi: Að lágmarki 59 og hámarki 117 Úr Norðlendingafjórðungi: Að lágmarki 160 og hámarki 320 Úr Austfirðingafjórðungi: Að lágmarki 57 og hámarki 115 Auk Guðna hafa Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín og Arngrímur Friðrik Pálmason hafið rafræna undirskriftasöfnun. Það á eftir að koma í ljós hvort fyrrnefndir þrír nái lágmarksfjölda undirskrifta, haldi framboðinu til streitu eða hvort aðrir bjóði sig einnig fram áður en frestur til að skila inn framboðum rennur út. Bjóði enginn annar en Guðni sig fram segja lögin um framboð og kjör forseta Íslands í 12. grein: „Nú hefur aðeins einn maður verið í kjöri til forsetaembættisins, og er hann þá rétt kjörinn forseti Íslands án atkvæðagreiðslu, enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Gefur Hæstiréttur út kjörbréf handa honum þegar að liðnum framboðsfresti.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur safnað þeim undirskriftum sem forsetaefni þarf að hafa til að vera gjaldgengur í framboð. Forsetinn tilkynnti um að söfnunin væri hafin í hádeginu. Jóhannes Jóhannesson, bróður forsetans sem er hluti af framboðsteyminu, segir á Facebook að lágmarksfjöldi hafi náðst um klukkustund eftir að söfnun hófst. Hámarksfjöldi sem má skila náðist svo um fjögurleytið eða fjórum klukkustundum eftir að söfnunin hófst. Undirskriftasöfnun er rafræn í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna, en mest 3.000, sem skiptist þannig eftir landsfjórðungum: Úr Sunnlendingafjórðungi : Að lágmarki 1.224 og hámarki 2.448 Úr Vestfirðingafjórðungi: Að lágmarki 59 og hámarki 117 Úr Norðlendingafjórðungi: Að lágmarki 160 og hámarki 320 Úr Austfirðingafjórðungi: Að lágmarki 57 og hámarki 115 Auk Guðna hafa Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín og Arngrímur Friðrik Pálmason hafið rafræna undirskriftasöfnun. Það á eftir að koma í ljós hvort fyrrnefndir þrír nái lágmarksfjölda undirskrifta, haldi framboðinu til streitu eða hvort aðrir bjóði sig einnig fram áður en frestur til að skila inn framboðum rennur út. Bjóði enginn annar en Guðni sig fram segja lögin um framboð og kjör forseta Íslands í 12. grein: „Nú hefur aðeins einn maður verið í kjöri til forsetaembættisins, og er hann þá rétt kjörinn forseti Íslands án atkvæðagreiðslu, enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Gefur Hæstiréttur út kjörbréf handa honum þegar að liðnum framboðsfresti.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira