Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 13:52 Unga fólkið fyrir framan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í hádeginu. Að sjálfsögðu var tekin mynd við tilefnið. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, stendur lengst til hægri á myndinni. Vísir/Sigurjón Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. Barnaþing ályktar um fjölmörg mál, allt frá gæludýrahaldi, almenningssamgöngum og skólamálum til umhverfis- og alþjóðamála. Forsætisáðherra segir Barnaþingið komið til að vera og vonast til að Alþingi geti unnið úr niðurstöðum skýrslunnar. „Barnaþingið er náttúrulega straumhvörf og tímamót í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni eru samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mjög mikið fram að færa,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, við afhendingu niðurstaðanna. Ég brenn fyrir réttindum barna voru skilaboðin á svuntum sem ráðherrarnir skelltu sér í.Vísir/Sigurjón Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði niðurstöðunum og minnti á að flestir ráðherrana hefðu mætt á barnaþingið. „Mér fannst frábærast af þeirri lífsreynslu, þótt mér fyndist mjög gaman að hlusta á samráðherrana segja frá því þegar þeir voru börn - mér fannst það mjög gaman, en mér fannst best að sitja á borði og taka þátt í umræðum sem voru til dæmis mjög mikið um skólamál og umhverfismál,“ sagði Katrín fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Hún sagði ráðherrana myndu lesa skýrsluna, allir sem einn og barnaþingið væri komið til að vera. „Við munum núna hafa þetta sem reglulegan viðburð. Ég vonast líka til að geta tekið þessar niðurstöður í einhverja umræðu um málefni barna og niðurstöðu barnaþings. Það sem þið eruð að gera skiptir máli.“ Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna mun fylgja tillögum barnaþingsins eftir við stjórnvöld. Með þessu er börnum veitt tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið og stefnumótun stjórnvalda. Barnaþingið er því mikilvægur liður í því að veita sjónarmiðum barna farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. „Ég vil þakka barnaþingmönnum sérstaklega fyrir góða og virka þátttöku. Þeir hafa sýnt, svo um munar, fram á mikilvægi þess að börn séu virkir þátttakendur í samfélagsumræðu. Barnaþingmenn unnu í sameiningu að því að finna nýjar leiðir og lausnir á fjölbreyttum viðfangsefnum með áherslu á samvinnu, jafnrétti og samfélagslega ábyrgð“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í fréttatilkynningu. Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. Barnaþing ályktar um fjölmörg mál, allt frá gæludýrahaldi, almenningssamgöngum og skólamálum til umhverfis- og alþjóðamála. Forsætisáðherra segir Barnaþingið komið til að vera og vonast til að Alþingi geti unnið úr niðurstöðum skýrslunnar. „Barnaþingið er náttúrulega straumhvörf og tímamót í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni eru samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mjög mikið fram að færa,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, við afhendingu niðurstaðanna. Ég brenn fyrir réttindum barna voru skilaboðin á svuntum sem ráðherrarnir skelltu sér í.Vísir/Sigurjón Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði niðurstöðunum og minnti á að flestir ráðherrana hefðu mætt á barnaþingið. „Mér fannst frábærast af þeirri lífsreynslu, þótt mér fyndist mjög gaman að hlusta á samráðherrana segja frá því þegar þeir voru börn - mér fannst það mjög gaman, en mér fannst best að sitja á borði og taka þátt í umræðum sem voru til dæmis mjög mikið um skólamál og umhverfismál,“ sagði Katrín fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Hún sagði ráðherrana myndu lesa skýrsluna, allir sem einn og barnaþingið væri komið til að vera. „Við munum núna hafa þetta sem reglulegan viðburð. Ég vonast líka til að geta tekið þessar niðurstöður í einhverja umræðu um málefni barna og niðurstöðu barnaþings. Það sem þið eruð að gera skiptir máli.“ Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna mun fylgja tillögum barnaþingsins eftir við stjórnvöld. Með þessu er börnum veitt tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið og stefnumótun stjórnvalda. Barnaþingið er því mikilvægur liður í því að veita sjónarmiðum barna farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. „Ég vil þakka barnaþingmönnum sérstaklega fyrir góða og virka þátttöku. Þeir hafa sýnt, svo um munar, fram á mikilvægi þess að börn séu virkir þátttakendur í samfélagsumræðu. Barnaþingmenn unnu í sameiningu að því að finna nýjar leiðir og lausnir á fjölbreyttum viðfangsefnum með áherslu á samvinnu, jafnrétti og samfélagslega ábyrgð“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í fréttatilkynningu.
Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira