Lífið

Helga Gabríela fer yfir leynitrixin í súrdeigsbakstri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helga Gabríela er yfirkokkur á Klambrar Bistro.
Helga Gabríela er yfirkokkur á Klambrar Bistro.

Þjóðin virðist vera mjög hrifin af súrdeigsbrauði og súrdeigspítsum en kokkurinn Helga Gabríela Sigurðar fór vel yfir leyndardóma súrdeigs hjá Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Helga er yfirkokkur á Klambrar Bistro á Kjarvalstöðum en hægt var að opna staðinn á nýjan leik á mánudaginn þegar reglur um samkomubann var breytt og nú mega fimmtíu manns koma saman.

Helga kenndi áhorfendum Stöðvar 2 hvernig eigi að baka súrdeigsbrauð en fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er sambýlismaður hennar og kom greinilega fram í þættinum að hann nýtur sannarlega góðs af því að það býr meistarakokkur á heimilinu. Helga útskrifaðist sem kokkur á dögunum og fékk þá hæstu einkunn.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.