Vonast til þess að heilastarfsemi mótastjóra KSÍ verði rannsökuð er hann hættir: „Ótrúlegt verk“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 08:30 Þorkell Máni Pétursson hefur áhuga á að kanna heilastarfsemi Birkis Sveinssonar en Birkir er einn aðalmaðurinn á hverju fótboltasumrinu á eftir öðru. vísir/s2s Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður, vonast eftir því að heilastarfsemi Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, verði rannsakað er hann hættir en Birkir tilkynnti í gær drög að Íslandsmótinu 2020. Spilaðir verða tæplega fimm þúsund leikir á vegum KSÍ í sumar og hefur því verið nóg að gera hjá Birki undanfarnar vikur. Rikki G fékk þá Þorkel Mána og fyrrum markahrókinn Atla Viðar Björnsson til sín í settið í gær þar sem þeir ræddu byrjun Íslandsmótsins meðal annars en drög að sumrinu voru tilkynnt í gær. „Mér finnst þetta gleðidagur. Það er verið að sýna okkur að það er dagsetning til að horfa á þetta og fótboltinn fer að rúlla fyrr en síðar. Mér finnst bjart yfir og það er að vora. Þetta er allt að gerast,“ sagði Atli Viðar. Máni var sammála en setti spurningarmerki við mótið. „Það er frábært að þeir gátu sett upp mótin en það eru alls konar spurningar sem maður spyr sig til dæmis af hverju hefst neðri deildin ekki miklu fyrr? Hún byrjar eftir Pepsi Max-deild karla. Það er enginn að fara mæta á völlinn hvort sem er.“ Ritstjóri Fótbolti.net, Elvar Geir Magnússon, skrifaði í gær pistil og skildi ekkert í því að mótið yrði ekki byrjað fyrr. KSÍ gefur liðunum þrjár vikur til þess að undirbúa sig fyrir mótið. „Liðin í efstu deildinni þurfa klárlega meiri tíma til þess að undirbúa sig og kannski í fyrstu deildinni. Ég tala ekki fyrir 2. til 4. deildina en ég held að þau væru alveg til í að byrja fyrr. Það verður að hrósa Birki Sveinssyni og ég vona að mótastjóri KSÍ verði rannsakaður þegar hann hættir.“ „Þá á að fara og tékka á hvernig heilastarfsemin í þessum manni virkar að setja upp alla þessa leiki. Ég held að hann sé einn eða þeir séu tveir að setja upp alla þessa leiki. Þetta er alveg ótrúlegt verk og vel unnið. Þeir töluðu að það væri möguleiki ef liðin vildu það.“ Klippa: Sportið í kvöld - Atli Viðar og Máni um byrjun Íslandsmótsins Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður, vonast eftir því að heilastarfsemi Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, verði rannsakað er hann hættir en Birkir tilkynnti í gær drög að Íslandsmótinu 2020. Spilaðir verða tæplega fimm þúsund leikir á vegum KSÍ í sumar og hefur því verið nóg að gera hjá Birki undanfarnar vikur. Rikki G fékk þá Þorkel Mána og fyrrum markahrókinn Atla Viðar Björnsson til sín í settið í gær þar sem þeir ræddu byrjun Íslandsmótsins meðal annars en drög að sumrinu voru tilkynnt í gær. „Mér finnst þetta gleðidagur. Það er verið að sýna okkur að það er dagsetning til að horfa á þetta og fótboltinn fer að rúlla fyrr en síðar. Mér finnst bjart yfir og það er að vora. Þetta er allt að gerast,“ sagði Atli Viðar. Máni var sammála en setti spurningarmerki við mótið. „Það er frábært að þeir gátu sett upp mótin en það eru alls konar spurningar sem maður spyr sig til dæmis af hverju hefst neðri deildin ekki miklu fyrr? Hún byrjar eftir Pepsi Max-deild karla. Það er enginn að fara mæta á völlinn hvort sem er.“ Ritstjóri Fótbolti.net, Elvar Geir Magnússon, skrifaði í gær pistil og skildi ekkert í því að mótið yrði ekki byrjað fyrr. KSÍ gefur liðunum þrjár vikur til þess að undirbúa sig fyrir mótið. „Liðin í efstu deildinni þurfa klárlega meiri tíma til þess að undirbúa sig og kannski í fyrstu deildinni. Ég tala ekki fyrir 2. til 4. deildina en ég held að þau væru alveg til í að byrja fyrr. Það verður að hrósa Birki Sveinssyni og ég vona að mótastjóri KSÍ verði rannsakaður þegar hann hættir.“ „Þá á að fara og tékka á hvernig heilastarfsemin í þessum manni virkar að setja upp alla þessa leiki. Ég held að hann sé einn eða þeir séu tveir að setja upp alla þessa leiki. Þetta er alveg ótrúlegt verk og vel unnið. Þeir töluðu að það væri möguleiki ef liðin vildu það.“ Klippa: Sportið í kvöld - Atli Viðar og Máni um byrjun Íslandsmótsins Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira