Brutust inn á reikninga Giannis og skildu eftir óviðeigandi skilaboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 10:30 Giannis Antetokounmpo er aðalstjarna Milwaukee Bucks liðsins og ein stærsta stjarnan í NBA deildinni. Tölvuþrjótarnir fóru illa með Twitter-reikninginn hans í gær. Getty/Stacy Revere Tölvuþrjótar náðu að brjótast inn á alla reikninga NBA leikmannsins Giannis Antetokounmpo í gær og þá skiptir það ekki máli hvort það var Twitter, síminn, tölvupóstur eða bankareikningur. Kostas, yngri bróðir Giannis Antetokounmpo, staðfesti þetta við bandaríska miðla í gær en þeir sem lásu tíst Giannis fyrr um daginn var farið að gruna að eitthvað mikið væri að. Giannis Antetokounmpo hafði sent frá sér mjög hrokafull eða dónalega skilaboð og oft til stærstu stjarna NBA-deildarinnar eins og sjá má hér fyrir ofan. LeBron James, Stephen Curry, liðsfélagar og meira að segja Kobe Bryant fengu að kenna á því frá tölvuþrjótnum og þá tilkynnti hann líka, sem Giannis Antetokounmpo, að hann væri að fara til Golden State Warriors. „Hann biðst innilegrar afsökunar á öllu því sem kom fram á Twitter síðu hans og ætlar að reyna að koma til baka eins fljótt og auðið er. Það sem hakkarnir skrifuðu var einstaklega óviðeigandi og ógeðslegt,“ sagði Kostas Antetokounmpo í yfirlýsingu. When Giannis and his brothers find his hacker pic.twitter.com/IYgh5md0T6— Josiah Johnson (@KingJosiah54) May 7, 2020 Milwaukee Bucks sendi líka frá sér yfirlýsingu. „Það var brotist inn í alla samfélagsmiðla Giannis Antetokounmpo í dag og þeir voru teknir niður. Málið er í rannsókn,“ sagði í yfirlýsingu liðsins hans. Giannis Antetokounmpo var kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar í fyrra og er orðin ein stærsta stjarna körfuboltans í dag. Hann hélt áfram góðum leik í vetur og Milwaukee Bucks var með besta sigurhlutfallið af öllum liðum þegar leik var hætt vegna kórónuveirunnar. After reportedly being hacked, Giannis issues an apology over recent social media posts. pic.twitter.com/sicKJYILOH— Bleacher Report (@BleacherReport) May 8, 2020 NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira
Tölvuþrjótar náðu að brjótast inn á alla reikninga NBA leikmannsins Giannis Antetokounmpo í gær og þá skiptir það ekki máli hvort það var Twitter, síminn, tölvupóstur eða bankareikningur. Kostas, yngri bróðir Giannis Antetokounmpo, staðfesti þetta við bandaríska miðla í gær en þeir sem lásu tíst Giannis fyrr um daginn var farið að gruna að eitthvað mikið væri að. Giannis Antetokounmpo hafði sent frá sér mjög hrokafull eða dónalega skilaboð og oft til stærstu stjarna NBA-deildarinnar eins og sjá má hér fyrir ofan. LeBron James, Stephen Curry, liðsfélagar og meira að segja Kobe Bryant fengu að kenna á því frá tölvuþrjótnum og þá tilkynnti hann líka, sem Giannis Antetokounmpo, að hann væri að fara til Golden State Warriors. „Hann biðst innilegrar afsökunar á öllu því sem kom fram á Twitter síðu hans og ætlar að reyna að koma til baka eins fljótt og auðið er. Það sem hakkarnir skrifuðu var einstaklega óviðeigandi og ógeðslegt,“ sagði Kostas Antetokounmpo í yfirlýsingu. When Giannis and his brothers find his hacker pic.twitter.com/IYgh5md0T6— Josiah Johnson (@KingJosiah54) May 7, 2020 Milwaukee Bucks sendi líka frá sér yfirlýsingu. „Það var brotist inn í alla samfélagsmiðla Giannis Antetokounmpo í dag og þeir voru teknir niður. Málið er í rannsókn,“ sagði í yfirlýsingu liðsins hans. Giannis Antetokounmpo var kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar í fyrra og er orðin ein stærsta stjarna körfuboltans í dag. Hann hélt áfram góðum leik í vetur og Milwaukee Bucks var með besta sigurhlutfallið af öllum liðum þegar leik var hætt vegna kórónuveirunnar. After reportedly being hacked, Giannis issues an apology over recent social media posts. pic.twitter.com/sicKJYILOH— Bleacher Report (@BleacherReport) May 8, 2020
NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira