Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2020 13:15 Vladímír Pútín Rússlandsforseti ræðir um breytingar á stjórnarskrá á fundi starfshóps hans í febrúar. AP/Alexei Druzhinin Sérstök ákvæði verða um guðstrú og að hjónabönd séu aðeins á milli gagnkynhneigðs fólks í stjórnarskrá Rússlands verði Vladímír Pútín forseta að vilja sínum. Pólitískir andstæðingar Pútín telja að tillögum hans um breytingar á stjórnarskrá sé ætlað að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Hjónabönd samkynhneigðra yrðu út úr myndinni fái breytingartillögur sem Pútín lagði fram í gær brautargengi. Til stendur að þær verði sendar til þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl. Ríkisstjórn Pútín hefur áður beitt sér gegn samkynhneigðu fólki, meðal annars með banni við svonefndum „samkynhneigðum áróðri“ sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fordæmt. Þeim lögum hefur verið beitt til að ofsækja baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra í Rússlandi. Á meðal ákvæðanna sem Pútín vill fá í stjórnarskrána er viðurkenning á „forfeðrum sem létu okkur eftir hugsjónir sínar og trú á guði“. Sú tillaga er runnin undan rifjum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ólöglegt að leggja til að Krímskaga verði skilað Tillögur Pútín fela einnig í sér að það verði bannað í stjórnarskrá að láta eftir landsvæði sem nú heyrir undir Rússland. Það ákvæði er talið eiga að herða tök Rússa á Krímskaga í Úkraínu sem þeir innlimuðu árið 2014 og á Kúrileyjum sem Japanir gera tilkall til. Samkvæmt tillögunni yrði einnig ólöglegt fyrir nokkurn að leggja það til að landsvæði verði látið eftir. Bannað verður að gerða lítið úr framlagi Sovétríkjanna sálugu í síðari heimsstyrjöldinni. Ákvæðinu er sagt ætlað að verja „sögulegan sannleik“ og að banna að „gera lítið úr hetjulegri vörn þjóðarinnar á móðurjörðinni“. Sjá einnig: Ræða tillögu um að gera Pútín friðhelgan fyrir lífstíð Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti tillögur Pútín um stjórnarskrárbreytingar í janúar. Ákvæðin sem Pútín leggur nú til var bætt við áður en þingið hefur aðra endurskoðun tillagnanna í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við að þingið, þar sem bandamenn Pútín ráða ríkjum, afgreiði tillögurnar þegar í næstu viku. Pútín hefur nú verið við völd í meira en tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá því að alræðisherrann Jósef Stalín stýrði Sovétríkjunum með járnhnefa á 20. öld. Tillögurnar sem Pútín kynnti óvænt í janúar færa ýmis völd forseta til þingsins. Margir telja að þeim sé ætla að gera honum kleift að halda um valdataumana eftir að sex ára kjörtímabili hans lýkur eftir fjögur ár. Rússland Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Sérstök ákvæði verða um guðstrú og að hjónabönd séu aðeins á milli gagnkynhneigðs fólks í stjórnarskrá Rússlands verði Vladímír Pútín forseta að vilja sínum. Pólitískir andstæðingar Pútín telja að tillögum hans um breytingar á stjórnarskrá sé ætlað að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Hjónabönd samkynhneigðra yrðu út úr myndinni fái breytingartillögur sem Pútín lagði fram í gær brautargengi. Til stendur að þær verði sendar til þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl. Ríkisstjórn Pútín hefur áður beitt sér gegn samkynhneigðu fólki, meðal annars með banni við svonefndum „samkynhneigðum áróðri“ sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fordæmt. Þeim lögum hefur verið beitt til að ofsækja baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra í Rússlandi. Á meðal ákvæðanna sem Pútín vill fá í stjórnarskrána er viðurkenning á „forfeðrum sem létu okkur eftir hugsjónir sínar og trú á guði“. Sú tillaga er runnin undan rifjum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ólöglegt að leggja til að Krímskaga verði skilað Tillögur Pútín fela einnig í sér að það verði bannað í stjórnarskrá að láta eftir landsvæði sem nú heyrir undir Rússland. Það ákvæði er talið eiga að herða tök Rússa á Krímskaga í Úkraínu sem þeir innlimuðu árið 2014 og á Kúrileyjum sem Japanir gera tilkall til. Samkvæmt tillögunni yrði einnig ólöglegt fyrir nokkurn að leggja það til að landsvæði verði látið eftir. Bannað verður að gerða lítið úr framlagi Sovétríkjanna sálugu í síðari heimsstyrjöldinni. Ákvæðinu er sagt ætlað að verja „sögulegan sannleik“ og að banna að „gera lítið úr hetjulegri vörn þjóðarinnar á móðurjörðinni“. Sjá einnig: Ræða tillögu um að gera Pútín friðhelgan fyrir lífstíð Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti tillögur Pútín um stjórnarskrárbreytingar í janúar. Ákvæðin sem Pútín leggur nú til var bætt við áður en þingið hefur aðra endurskoðun tillagnanna í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við að þingið, þar sem bandamenn Pútín ráða ríkjum, afgreiði tillögurnar þegar í næstu viku. Pútín hefur nú verið við völd í meira en tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá því að alræðisherrann Jósef Stalín stýrði Sovétríkjunum með járnhnefa á 20. öld. Tillögurnar sem Pútín kynnti óvænt í janúar færa ýmis völd forseta til þingsins. Margir telja að þeim sé ætla að gera honum kleift að halda um valdataumana eftir að sex ára kjörtímabili hans lýkur eftir fjögur ár.
Rússland Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira