Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2020 13:15 Vladímír Pútín Rússlandsforseti ræðir um breytingar á stjórnarskrá á fundi starfshóps hans í febrúar. AP/Alexei Druzhinin Sérstök ákvæði verða um guðstrú og að hjónabönd séu aðeins á milli gagnkynhneigðs fólks í stjórnarskrá Rússlands verði Vladímír Pútín forseta að vilja sínum. Pólitískir andstæðingar Pútín telja að tillögum hans um breytingar á stjórnarskrá sé ætlað að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Hjónabönd samkynhneigðra yrðu út úr myndinni fái breytingartillögur sem Pútín lagði fram í gær brautargengi. Til stendur að þær verði sendar til þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl. Ríkisstjórn Pútín hefur áður beitt sér gegn samkynhneigðu fólki, meðal annars með banni við svonefndum „samkynhneigðum áróðri“ sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fordæmt. Þeim lögum hefur verið beitt til að ofsækja baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra í Rússlandi. Á meðal ákvæðanna sem Pútín vill fá í stjórnarskrána er viðurkenning á „forfeðrum sem létu okkur eftir hugsjónir sínar og trú á guði“. Sú tillaga er runnin undan rifjum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ólöglegt að leggja til að Krímskaga verði skilað Tillögur Pútín fela einnig í sér að það verði bannað í stjórnarskrá að láta eftir landsvæði sem nú heyrir undir Rússland. Það ákvæði er talið eiga að herða tök Rússa á Krímskaga í Úkraínu sem þeir innlimuðu árið 2014 og á Kúrileyjum sem Japanir gera tilkall til. Samkvæmt tillögunni yrði einnig ólöglegt fyrir nokkurn að leggja það til að landsvæði verði látið eftir. Bannað verður að gerða lítið úr framlagi Sovétríkjanna sálugu í síðari heimsstyrjöldinni. Ákvæðinu er sagt ætlað að verja „sögulegan sannleik“ og að banna að „gera lítið úr hetjulegri vörn þjóðarinnar á móðurjörðinni“. Sjá einnig: Ræða tillögu um að gera Pútín friðhelgan fyrir lífstíð Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti tillögur Pútín um stjórnarskrárbreytingar í janúar. Ákvæðin sem Pútín leggur nú til var bætt við áður en þingið hefur aðra endurskoðun tillagnanna í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við að þingið, þar sem bandamenn Pútín ráða ríkjum, afgreiði tillögurnar þegar í næstu viku. Pútín hefur nú verið við völd í meira en tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá því að alræðisherrann Jósef Stalín stýrði Sovétríkjunum með járnhnefa á 20. öld. Tillögurnar sem Pútín kynnti óvænt í janúar færa ýmis völd forseta til þingsins. Margir telja að þeim sé ætla að gera honum kleift að halda um valdataumana eftir að sex ára kjörtímabili hans lýkur eftir fjögur ár. Rússland Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Sérstök ákvæði verða um guðstrú og að hjónabönd séu aðeins á milli gagnkynhneigðs fólks í stjórnarskrá Rússlands verði Vladímír Pútín forseta að vilja sínum. Pólitískir andstæðingar Pútín telja að tillögum hans um breytingar á stjórnarskrá sé ætlað að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Hjónabönd samkynhneigðra yrðu út úr myndinni fái breytingartillögur sem Pútín lagði fram í gær brautargengi. Til stendur að þær verði sendar til þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl. Ríkisstjórn Pútín hefur áður beitt sér gegn samkynhneigðu fólki, meðal annars með banni við svonefndum „samkynhneigðum áróðri“ sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fordæmt. Þeim lögum hefur verið beitt til að ofsækja baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra í Rússlandi. Á meðal ákvæðanna sem Pútín vill fá í stjórnarskrána er viðurkenning á „forfeðrum sem létu okkur eftir hugsjónir sínar og trú á guði“. Sú tillaga er runnin undan rifjum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ólöglegt að leggja til að Krímskaga verði skilað Tillögur Pútín fela einnig í sér að það verði bannað í stjórnarskrá að láta eftir landsvæði sem nú heyrir undir Rússland. Það ákvæði er talið eiga að herða tök Rússa á Krímskaga í Úkraínu sem þeir innlimuðu árið 2014 og á Kúrileyjum sem Japanir gera tilkall til. Samkvæmt tillögunni yrði einnig ólöglegt fyrir nokkurn að leggja það til að landsvæði verði látið eftir. Bannað verður að gerða lítið úr framlagi Sovétríkjanna sálugu í síðari heimsstyrjöldinni. Ákvæðinu er sagt ætlað að verja „sögulegan sannleik“ og að banna að „gera lítið úr hetjulegri vörn þjóðarinnar á móðurjörðinni“. Sjá einnig: Ræða tillögu um að gera Pútín friðhelgan fyrir lífstíð Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti tillögur Pútín um stjórnarskrárbreytingar í janúar. Ákvæðin sem Pútín leggur nú til var bætt við áður en þingið hefur aðra endurskoðun tillagnanna í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við að þingið, þar sem bandamenn Pútín ráða ríkjum, afgreiði tillögurnar þegar í næstu viku. Pútín hefur nú verið við völd í meira en tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá því að alræðisherrann Jósef Stalín stýrði Sovétríkjunum með járnhnefa á 20. öld. Tillögurnar sem Pútín kynnti óvænt í janúar færa ýmis völd forseta til þingsins. Margir telja að þeim sé ætla að gera honum kleift að halda um valdataumana eftir að sex ára kjörtímabili hans lýkur eftir fjögur ár.
Rússland Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira