Teiknaði upp tíu sviðsmyndir af fótboltasumrinu: „Væri hissa ef þetta rennur smurt í gegn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 22:00 Birkir fer yfir hvernig fótboltasumarið 2020 muni fara fram. vísir/s2s KSÍ hélt í gær blaðamananfund fyrir knattspyrnusumarið 2020 þar sem var tilkynnt hvernig sambandið hugsaði sér að koma þeim tæplega fimm þúsund leikjum fyrir í sumar. Það hefur verið nóg að gera hjá Birki Sveinssyni, mótastjóra KSÍ, undanfarna dagar og vikur en hann hefur þurft að setja upp ansi margar sviðsmyndir á skrifstofunni undanfarnar vikur. En hvað hafa þær verið margar þessar myndir? „Ég veit það ekki nákvæmlega en ég var að vinna með tíu útgáfur framan af. Þetta er vinna eins og hver önnur vinna. Þetta er tarnavinna,“ sagði Birkir í Sportinu í dag. „Þetta var spurning sem ég var að vonast til að fá ekki. Við höfum rætt þetta og við erum meðvituð um það að við verðum að vera tilbúin ef og þegar þetta gerist.“ „Þetta snýst um að spila fótboltaleiki. Þó að ég hafi varpað að við spilum 4950 leiki yfir sumarið þá erum við auðvitað með fleiri leiki. Þarna var ekki Lengjubikar, Reykjavíkurmót eða Faxaflóamót. Ég lagði einhverntímann í þá vinnu að fara yfir þá leliki sem fara fram á Íslandi og mér sýnist að þeir séu í kringum 17 þúsund leikir. Helmingurinn væri skipulagður af KSÍ en hinn helmingur af leikjunum sjálfum. Þetta er gríðarlegt magn.“ Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir hversu langt á að líða frá því að þeir megi æfa og hvenær byrja eigi að spila. Birkir segir að vikurnar þrjár hafi verið hálfgerð málamiðlun. „Við reyndum að afla okkur upplýsinga frá félögunum hvenær þau voru tilbúin. Frá því að þau fengu að æfa og hvenær þau væru klár í að spila. Málamiðlunin var þrjár vikur,“ en félögin hafa frest til 12. maí. Hann býst við að fá einhverja tölvupósta og hringingar. „Ég væri mjög hissa ef þetta myndi renna alveg smurt í gegn. Það væri eitthvað alveg nýtt,“ sagði Birkir. Viðtali við Birki má sjá hér að neðan sem og viðtal við formanninn Guðna Bergsson. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergsson og Birkir Sveinsson Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
KSÍ hélt í gær blaðamananfund fyrir knattspyrnusumarið 2020 þar sem var tilkynnt hvernig sambandið hugsaði sér að koma þeim tæplega fimm þúsund leikjum fyrir í sumar. Það hefur verið nóg að gera hjá Birki Sveinssyni, mótastjóra KSÍ, undanfarna dagar og vikur en hann hefur þurft að setja upp ansi margar sviðsmyndir á skrifstofunni undanfarnar vikur. En hvað hafa þær verið margar þessar myndir? „Ég veit það ekki nákvæmlega en ég var að vinna með tíu útgáfur framan af. Þetta er vinna eins og hver önnur vinna. Þetta er tarnavinna,“ sagði Birkir í Sportinu í dag. „Þetta var spurning sem ég var að vonast til að fá ekki. Við höfum rætt þetta og við erum meðvituð um það að við verðum að vera tilbúin ef og þegar þetta gerist.“ „Þetta snýst um að spila fótboltaleiki. Þó að ég hafi varpað að við spilum 4950 leiki yfir sumarið þá erum við auðvitað með fleiri leiki. Þarna var ekki Lengjubikar, Reykjavíkurmót eða Faxaflóamót. Ég lagði einhverntímann í þá vinnu að fara yfir þá leliki sem fara fram á Íslandi og mér sýnist að þeir séu í kringum 17 þúsund leikir. Helmingurinn væri skipulagður af KSÍ en hinn helmingur af leikjunum sjálfum. Þetta er gríðarlegt magn.“ Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir hversu langt á að líða frá því að þeir megi æfa og hvenær byrja eigi að spila. Birkir segir að vikurnar þrjár hafi verið hálfgerð málamiðlun. „Við reyndum að afla okkur upplýsinga frá félögunum hvenær þau voru tilbúin. Frá því að þau fengu að æfa og hvenær þau væru klár í að spila. Málamiðlunin var þrjár vikur,“ en félögin hafa frest til 12. maí. Hann býst við að fá einhverja tölvupósta og hringingar. „Ég væri mjög hissa ef þetta myndi renna alveg smurt í gegn. Það væri eitthvað alveg nýtt,“ sagði Birkir. Viðtali við Birki má sjá hér að neðan sem og viðtal við formanninn Guðna Bergsson. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergsson og Birkir Sveinsson Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira