Landsbankinn tapar 3,6 milljörðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2020 18:30 Útibú Landsbankann í Hafnarfirði. Vísir/vilhelm Landsbankinn tapaði 3,6 milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á einn milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var neikvæð um 5,9% á ársgrundvelli, samanborið við arðsemi upp á 11,2% á sama tímabili 2019. Hreinar vaxtatekjur voru 9,4 milljarðar króna samanborið við 10,2 milljarða króna á sama tímabili árið á undan, sem er 8% lækkun milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 2,0 milljörðum króna og lækkuðu um 5,6% frá sama tímabili árið áður. Rekstrartekjur bankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 námu 3,4 milljörðum króna, samanborið við 15,0 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 8 milljarða króna samanborið við tekjur upp á 2,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 488 milljónir á milli tímabila og nam 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 7,2 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Það er lækkun um 6,8%. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/vilhelm Þar af var launakostnaður 3,8 milljarðar króna samanborið við 3,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 2,4 milljarðar króna samanborið við 2,5 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 4,4% frá áramótum, eða um rúma 50 milljarða króna en þar af voru um 33 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 47 milljarða króna frá áramótum, sem er 6,7% aukning. Ekki útséð um endanleg áhrif faraldursins Eigið fé Landsbankans var 244,1 milljarður króna þann 31. mars sl. og eiginfjárhlutfallið var 24,8%. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var þann 22. apríl 2020, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða ekki arð vegna rekstrarársins 2019. Í tilkynningu segir að það hafi verið gert í ljósi efnahagslegrar óvissu vegna kórónuveirufaraldursins og í samræmi við tilmæli Seðlabanka Íslands. Arðgreiðslustefna bankans er óbreytt. Í henni er kveðið á um að Landsbankinn greiði meirihluta hagnaðar í arð til hluthafa en frá 2013 hafa arðgreiðslur bankans numið 142 milljörðum króna. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur bankastjóra Landsbankans í tilkynningu að uppgjör bankans og viðsnúningur frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs endurspegli greinilega þau áhrif sem faraldurinn hefur haft á efnahagslíf landsins. Til þessa hafi tæplega 1.250 einstaklingar og fjölskyldur frestað greiðslum á íbúðalánum um sex mánuði. Þá hafi yfir 600 fyrirtæki sótt um að fresta afborgunum. „Ekki er útséð um endanleg áhrif faraldursins. Þó má telja líklegt að minni tekjur viðskiptavina og aukin skuldsetning muni hafa neikvæð áhrif á lánshæfi þeirra sem leiðir til enn meiri virðisrýrnunar útlána. Landsbankinn er í góðri stöðu til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Lilja í tilkynningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion og Íslandsbanki tapa milljörðum Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. 6. maí 2020 18:15 „Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“ Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. 3. maí 2020 15:30 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Landsbankinn tapaði 3,6 milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á einn milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var neikvæð um 5,9% á ársgrundvelli, samanborið við arðsemi upp á 11,2% á sama tímabili 2019. Hreinar vaxtatekjur voru 9,4 milljarðar króna samanborið við 10,2 milljarða króna á sama tímabili árið á undan, sem er 8% lækkun milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 2,0 milljörðum króna og lækkuðu um 5,6% frá sama tímabili árið áður. Rekstrartekjur bankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 námu 3,4 milljörðum króna, samanborið við 15,0 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 8 milljarða króna samanborið við tekjur upp á 2,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 488 milljónir á milli tímabila og nam 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 7,2 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Það er lækkun um 6,8%. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/vilhelm Þar af var launakostnaður 3,8 milljarðar króna samanborið við 3,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 2,4 milljarðar króna samanborið við 2,5 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 4,4% frá áramótum, eða um rúma 50 milljarða króna en þar af voru um 33 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 47 milljarða króna frá áramótum, sem er 6,7% aukning. Ekki útséð um endanleg áhrif faraldursins Eigið fé Landsbankans var 244,1 milljarður króna þann 31. mars sl. og eiginfjárhlutfallið var 24,8%. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var þann 22. apríl 2020, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða ekki arð vegna rekstrarársins 2019. Í tilkynningu segir að það hafi verið gert í ljósi efnahagslegrar óvissu vegna kórónuveirufaraldursins og í samræmi við tilmæli Seðlabanka Íslands. Arðgreiðslustefna bankans er óbreytt. Í henni er kveðið á um að Landsbankinn greiði meirihluta hagnaðar í arð til hluthafa en frá 2013 hafa arðgreiðslur bankans numið 142 milljörðum króna. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur bankastjóra Landsbankans í tilkynningu að uppgjör bankans og viðsnúningur frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs endurspegli greinilega þau áhrif sem faraldurinn hefur haft á efnahagslíf landsins. Til þessa hafi tæplega 1.250 einstaklingar og fjölskyldur frestað greiðslum á íbúðalánum um sex mánuði. Þá hafi yfir 600 fyrirtæki sótt um að fresta afborgunum. „Ekki er útséð um endanleg áhrif faraldursins. Þó má telja líklegt að minni tekjur viðskiptavina og aukin skuldsetning muni hafa neikvæð áhrif á lánshæfi þeirra sem leiðir til enn meiri virðisrýrnunar útlána. Landsbankinn er í góðri stöðu til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Lilja í tilkynningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion og Íslandsbanki tapa milljörðum Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. 6. maí 2020 18:15 „Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“ Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. 3. maí 2020 15:30 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Arion og Íslandsbanki tapa milljörðum Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. 6. maí 2020 18:15
„Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“ Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. 3. maí 2020 15:30