Ráðuneyti sagt að taka kvörtun marxísks lífsskoðunarfélags fyrir aftur Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2020 07:00 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu var sagt að taka aftur fyrir kvörtun marxíska lífsskoðunarfélagsins Díamat sem Reykjavíkurborg synjaði um ókeypis lóð. Vísir/samsett Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið rannsakaði ekki kvörtun marxíska lífsskoðunarfélagsins Díamat vegna synjunar Reykjavíkurborgar á lóðaúthlutun með fullnægjandi hætti, að mati umboðsmanns Alþingis. Hann beinir því til ráðuneytisins að taka kvörtunina aftur til meðferðar. Forsaga málsins er sú að Díamat, félag um díalektíska efnishyggju, krafðist þess að Reykjavíkurborg úthlutaði félaginu lóð án endurgjalds í maí árið 2017. Það gerði félagið á grundvalli ákvæðis laga um Kristnisjóð um að sveitarfélögum beri að leggja til ókeypis lóðir undir „kirkjur“ og undanskilja þær gatnagerðargaldi. Borgaryfirvöld synjuðu umsókn Díamat að ákvæði laga um Kristnisjóð skyldi sveitarfélög til að úthluta þjóðkirkjunni lóðir. Ákvæðið hafi verið haft til hliðsjónar hjá borginni við úthlutun lóða til trúfélaga á grundvelli jafnræðissjónarmiða. Borgin teldi sig þurfa að móta stefnu um hvaða skilyrði trú- og lífsskoðunarfélög þyrftu að uppfylla til að fá úthlutaða lóð. Beðið væri með allar úthlutanir á kirkjulóðum á meðan slík stefna væri mótuð. Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður Díamat, kærði synjunina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í júní árið 2018 og vísaði meðal annars til banns við mismunun á grundvelli trúarbragða. Borgin bryti gegn jafnræðisreglu með því að synja umsókn félagsins um lóð. Borgin hafði áður úthlutað öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni lóðum á grundvelli laganna um Kristnisjóð með vísan til jafnræðissjónarmiða, þar á meðal til Ásatrúarfélagsins og Félags múslima. Reyndu ekki að upplýsa hvernig lóðum hefði verið úthlutað áður Ráðuneytið synjaði kröfu Díamat um að borginni yrði gert að samþykkja umsóknina um lóð með úrskurði 15. apríl í fyrra. Taldi ráðuneytið að úthlutun lóða teldist ekki til verkefna sem sveitarfélögum sé skylt að sinna og vísaði til ákvæða um sjálfstjórn sveitarfélaga í stjórnarskrá og sveitarstjórnarlögum. Jafnvel þó að sveitarfélög hefðu ákveðið að beita undanþáguákvæði laga um Kristnisjóð til þess að úthluta öðrum sveitarfélögum lóðum veitti það ekki Díamat sjálfstæðan rétt til slíkrar úthlutunar. Taldi ráðuneytið rök borgaryfirvalda því málefnaleg og í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga. Díamat kvartaði undan úrskurði ráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis í júní í fyrra. Athugun umboðsmanns beindist að því hvort málið hefði verið rannsakað með fullnægjandi hætti af hálfu ráðuneytisins og þar með hvort fullnægjandi grundvöllur hefði verið lagður að úrlausn málsins. Taldi umboðsmaður að ráðuneytið hefði ekki leitast við að upplýsa hvernig hefði verið staðið að úthlutun lóða til annarra trúfélaga en þjóðkirkjunnar af hálfu Reykjavíkurborgar og hvort til staðar hafi verið stjórnsýsluframkvæmd vegna úthlutunar lóða á grundvelli laga um Kristnisjóð, að því er segir í álitinu. Þá hafi ráðuneytið ekki kannað sérstaklega hvort ákvörðun um að synja umsókn Díamat hafi verið tekin af þar til bærum aðila af hálfu borgarinnar. Umboðsmaður vakti athygli á því að það hafi verið skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar sem synjaði erindi Díamat. Taldi umboðsmaður að ef framselja ætti vald til töku bindandi ákvarðana um málefni sveitarfélagsins til fastanefnda eða einstakra starfsmanna yrði það að byggjast á ákvörðun sveitarstjórnar í samþykktum þess. Beindi umboðsmaður því til ráðuneytisins að taka mál Díamat til meðferðar að nýju ef það óskar þess og leysi úr því í samræmi við sjónarmið í álitinu. Einnig beindi hann því til ráðuneytisins að taka framvegis mið af sjónarmiðum í álitinu um úrbætur við framkvæmd stjórnsýslueftirlits þess með sveitarfélögum. Vésteinn segir í samtali við Vísi að hann búist við því að leggja erindi sitt til ráðuneytisins fram aftur fyrir mánaðamótin. Hann segir ekki geta séð að neinn fyrirvari sé í lögum sem leyfi sveitarfélögum að marka stefnu sem takmarki rétt sem þau veiti. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur stefna um úthlutun lóða til trú- og lífsskoðunarfélaga enn ekki verið fest niður. Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður Díamat, leiddi lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum árið 2017.Vísir/Stefán Vildu lóð undir „díalektískan skála“ Díamat hlaut skráningu sem lífsskoðunarfélag árið 2016 og byggir á grunnheimspeki marxismans. Félagið fékk 965.700 krónur í sóknargjöld úr ríkissjóði fyrir síðasta ár en sú fjárhæð miðaðist við að 87 manns voru skráðir í það 1. desember árið 2018. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru nú 139 manns skráðir í Díamat. Í ársskýrslu sem Díamat skilaði til sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlits með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, fyrir árið 2017 kom meðal annars fram að félagið hefði sent Reykjavíkurborg erindi þar sem óskað hefði verið eftir að fá úthlutað lóð undir „díalektískan skála“. Vésteinn segir að Díamat ekki hafa sértækar óskir um staðsetningu skálans þó að það vilji helst fá „lóð á fallegum og tignarlegum stað með útsýni þar sem við gætum dáðst að heiminum og heimurinn dáðst að okkur“. Í skálanum yrði haldnar „díalektískar stundir“ sem Vésteinn segir að séu félagslegir viðburðir Díamat. Þar yrði aðstaða fyrir bókasafn, skrifstofu og aðra starfsemi. Hann sér einnig fyrir sér að á lóðinni yrði opinn leikvöllur fyrir börn. Hluti af þeim fjármunum sem Díamat hefur fengið í sóknargjöld frá ríkinu hefur verið lagður í byggingarsjóð. Vésteinn áætlar að félagið fái um eina og hálfa milljón króna í sóknargjöld fyrir þetta ár. Framkvæmdir við skála yrðu að öðru leyti fjármagnaðar með lánum eða framlögum frá félögum. Auk Vésteins sitja þau Þorvaldur Þorvaldsson, Elín Helgadóttir, Skúli Jón Unnarson Kristinsson og Tinna Þorvalds Önnudóttir í stjórn félagsins. Þau voru öll á framboðslistum fyrir Alþýðufylkinguna fyrir Alþingiskosningarnar árið 2017 og fyrir borgarstjórnarkosningar árið 2018. Þeir Vésteinn og Þorvaldur hafa einnig starfað innan Sósíalistaflokksins. Vésteinn segir engin skipulagsleg eða fjárhagsleg tengsl á milli lífsskoðunarfélagsins og stjórnmálahreyfinga þó að töluvert sé um persónuleg tengsl. Stór hluti af trúnaðarmönnum félagsin hafi verið virkur í stjórnmálastarfi. Trúmál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið rannsakaði ekki kvörtun marxíska lífsskoðunarfélagsins Díamat vegna synjunar Reykjavíkurborgar á lóðaúthlutun með fullnægjandi hætti, að mati umboðsmanns Alþingis. Hann beinir því til ráðuneytisins að taka kvörtunina aftur til meðferðar. Forsaga málsins er sú að Díamat, félag um díalektíska efnishyggju, krafðist þess að Reykjavíkurborg úthlutaði félaginu lóð án endurgjalds í maí árið 2017. Það gerði félagið á grundvalli ákvæðis laga um Kristnisjóð um að sveitarfélögum beri að leggja til ókeypis lóðir undir „kirkjur“ og undanskilja þær gatnagerðargaldi. Borgaryfirvöld synjuðu umsókn Díamat að ákvæði laga um Kristnisjóð skyldi sveitarfélög til að úthluta þjóðkirkjunni lóðir. Ákvæðið hafi verið haft til hliðsjónar hjá borginni við úthlutun lóða til trúfélaga á grundvelli jafnræðissjónarmiða. Borgin teldi sig þurfa að móta stefnu um hvaða skilyrði trú- og lífsskoðunarfélög þyrftu að uppfylla til að fá úthlutaða lóð. Beðið væri með allar úthlutanir á kirkjulóðum á meðan slík stefna væri mótuð. Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður Díamat, kærði synjunina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í júní árið 2018 og vísaði meðal annars til banns við mismunun á grundvelli trúarbragða. Borgin bryti gegn jafnræðisreglu með því að synja umsókn félagsins um lóð. Borgin hafði áður úthlutað öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni lóðum á grundvelli laganna um Kristnisjóð með vísan til jafnræðissjónarmiða, þar á meðal til Ásatrúarfélagsins og Félags múslima. Reyndu ekki að upplýsa hvernig lóðum hefði verið úthlutað áður Ráðuneytið synjaði kröfu Díamat um að borginni yrði gert að samþykkja umsóknina um lóð með úrskurði 15. apríl í fyrra. Taldi ráðuneytið að úthlutun lóða teldist ekki til verkefna sem sveitarfélögum sé skylt að sinna og vísaði til ákvæða um sjálfstjórn sveitarfélaga í stjórnarskrá og sveitarstjórnarlögum. Jafnvel þó að sveitarfélög hefðu ákveðið að beita undanþáguákvæði laga um Kristnisjóð til þess að úthluta öðrum sveitarfélögum lóðum veitti það ekki Díamat sjálfstæðan rétt til slíkrar úthlutunar. Taldi ráðuneytið rök borgaryfirvalda því málefnaleg og í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga. Díamat kvartaði undan úrskurði ráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis í júní í fyrra. Athugun umboðsmanns beindist að því hvort málið hefði verið rannsakað með fullnægjandi hætti af hálfu ráðuneytisins og þar með hvort fullnægjandi grundvöllur hefði verið lagður að úrlausn málsins. Taldi umboðsmaður að ráðuneytið hefði ekki leitast við að upplýsa hvernig hefði verið staðið að úthlutun lóða til annarra trúfélaga en þjóðkirkjunnar af hálfu Reykjavíkurborgar og hvort til staðar hafi verið stjórnsýsluframkvæmd vegna úthlutunar lóða á grundvelli laga um Kristnisjóð, að því er segir í álitinu. Þá hafi ráðuneytið ekki kannað sérstaklega hvort ákvörðun um að synja umsókn Díamat hafi verið tekin af þar til bærum aðila af hálfu borgarinnar. Umboðsmaður vakti athygli á því að það hafi verið skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar sem synjaði erindi Díamat. Taldi umboðsmaður að ef framselja ætti vald til töku bindandi ákvarðana um málefni sveitarfélagsins til fastanefnda eða einstakra starfsmanna yrði það að byggjast á ákvörðun sveitarstjórnar í samþykktum þess. Beindi umboðsmaður því til ráðuneytisins að taka mál Díamat til meðferðar að nýju ef það óskar þess og leysi úr því í samræmi við sjónarmið í álitinu. Einnig beindi hann því til ráðuneytisins að taka framvegis mið af sjónarmiðum í álitinu um úrbætur við framkvæmd stjórnsýslueftirlits þess með sveitarfélögum. Vésteinn segir í samtali við Vísi að hann búist við því að leggja erindi sitt til ráðuneytisins fram aftur fyrir mánaðamótin. Hann segir ekki geta séð að neinn fyrirvari sé í lögum sem leyfi sveitarfélögum að marka stefnu sem takmarki rétt sem þau veiti. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur stefna um úthlutun lóða til trú- og lífsskoðunarfélaga enn ekki verið fest niður. Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður Díamat, leiddi lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum árið 2017.Vísir/Stefán Vildu lóð undir „díalektískan skála“ Díamat hlaut skráningu sem lífsskoðunarfélag árið 2016 og byggir á grunnheimspeki marxismans. Félagið fékk 965.700 krónur í sóknargjöld úr ríkissjóði fyrir síðasta ár en sú fjárhæð miðaðist við að 87 manns voru skráðir í það 1. desember árið 2018. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru nú 139 manns skráðir í Díamat. Í ársskýrslu sem Díamat skilaði til sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlits með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, fyrir árið 2017 kom meðal annars fram að félagið hefði sent Reykjavíkurborg erindi þar sem óskað hefði verið eftir að fá úthlutað lóð undir „díalektískan skála“. Vésteinn segir að Díamat ekki hafa sértækar óskir um staðsetningu skálans þó að það vilji helst fá „lóð á fallegum og tignarlegum stað með útsýni þar sem við gætum dáðst að heiminum og heimurinn dáðst að okkur“. Í skálanum yrði haldnar „díalektískar stundir“ sem Vésteinn segir að séu félagslegir viðburðir Díamat. Þar yrði aðstaða fyrir bókasafn, skrifstofu og aðra starfsemi. Hann sér einnig fyrir sér að á lóðinni yrði opinn leikvöllur fyrir börn. Hluti af þeim fjármunum sem Díamat hefur fengið í sóknargjöld frá ríkinu hefur verið lagður í byggingarsjóð. Vésteinn áætlar að félagið fái um eina og hálfa milljón króna í sóknargjöld fyrir þetta ár. Framkvæmdir við skála yrðu að öðru leyti fjármagnaðar með lánum eða framlögum frá félögum. Auk Vésteins sitja þau Þorvaldur Þorvaldsson, Elín Helgadóttir, Skúli Jón Unnarson Kristinsson og Tinna Þorvalds Önnudóttir í stjórn félagsins. Þau voru öll á framboðslistum fyrir Alþýðufylkinguna fyrir Alþingiskosningarnar árið 2017 og fyrir borgarstjórnarkosningar árið 2018. Þeir Vésteinn og Þorvaldur hafa einnig starfað innan Sósíalistaflokksins. Vésteinn segir engin skipulagsleg eða fjárhagsleg tengsl á milli lífsskoðunarfélagsins og stjórnmálahreyfinga þó að töluvert sé um persónuleg tengsl. Stór hluti af trúnaðarmönnum félagsin hafi verið virkur í stjórnmálastarfi.
Trúmál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira