Breki telur Strætó nota Covid-19 sem skálkaskjól Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2020 11:57 Strætó virðir Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna ekki svars. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur stjórnendur Strætó, nota farsóttarvarnir sem skálkaskjól til hagræðingar. Hann segir að sú sé eina ályktunin sem draga megi í kjölfar eftirgrennslana samtakanna vegna ábendinga félagsmanna. Samtökin hafa óskað svara við því hvers vegna Strætó hefur skert þjónustu, nú í sex vikur og hefur einungis ekið eftir laugardagsáætlun. Engar tilkynningar hafi verið gefnar út um breytingar á því fyrirkomulagi þrátt fyrir tilslakanir á samkomubanni. „Jafnframt óskuðu samtökin eftir upplýsingum um hvort og þá hvernig Strætó muni koma til móts við notendur sína vegna skertrar þjónustu, til dæmis í formi afsláttar, endurgreiðslu eða framlengingar á tímabilskortum. Engin svör hafa enn borist. Þar til viðhlítandi rök berast er einungis hægt að draga þá ályktun að aðgerðin sé gerð í hagræðingaskyni og farsóttarvarnir sé notuð sem skálkaskjól,“ segir Breki. Hann bendir á að stjórn samtakanna hafi ályktað annan apríl á þann veg að hin skerta þjónusta Strætó komi „hart niður á notendum, meðal annars þeim sem vinna samfélagslega mikilvæg störf og nýta sér almenningssamgöngur í og úr vinnu. Mætti leiða að því rökum að með fækkun ferða ferðist fleiri með hverjum vagni með aukinni smithættu, þvert á rök Strætó um aðgerðir vegna Covid-19.“ Á síðu samtakanna er birt mynd frá félagsmanni sem Breki telur að sýni svo ekki verður um villst að undanþága Strætó vegna tveggja metra reglunnar sé þanin til hins ýtrasta. „Félagsmaðurinn taldi a.m.k. 33 farþega, en Strætó er einungis heimilt að ferðast með 30 manns. Vandinn kristallast í því að skortur er á vögnum þar sem mun færri mega ferðast með hverjum og einum þeirra en áður.“ Strætó Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur stjórnendur Strætó, nota farsóttarvarnir sem skálkaskjól til hagræðingar. Hann segir að sú sé eina ályktunin sem draga megi í kjölfar eftirgrennslana samtakanna vegna ábendinga félagsmanna. Samtökin hafa óskað svara við því hvers vegna Strætó hefur skert þjónustu, nú í sex vikur og hefur einungis ekið eftir laugardagsáætlun. Engar tilkynningar hafi verið gefnar út um breytingar á því fyrirkomulagi þrátt fyrir tilslakanir á samkomubanni. „Jafnframt óskuðu samtökin eftir upplýsingum um hvort og þá hvernig Strætó muni koma til móts við notendur sína vegna skertrar þjónustu, til dæmis í formi afsláttar, endurgreiðslu eða framlengingar á tímabilskortum. Engin svör hafa enn borist. Þar til viðhlítandi rök berast er einungis hægt að draga þá ályktun að aðgerðin sé gerð í hagræðingaskyni og farsóttarvarnir sé notuð sem skálkaskjól,“ segir Breki. Hann bendir á að stjórn samtakanna hafi ályktað annan apríl á þann veg að hin skerta þjónusta Strætó komi „hart niður á notendum, meðal annars þeim sem vinna samfélagslega mikilvæg störf og nýta sér almenningssamgöngur í og úr vinnu. Mætti leiða að því rökum að með fækkun ferða ferðist fleiri með hverjum vagni með aukinni smithættu, þvert á rök Strætó um aðgerðir vegna Covid-19.“ Á síðu samtakanna er birt mynd frá félagsmanni sem Breki telur að sýni svo ekki verður um villst að undanþága Strætó vegna tveggja metra reglunnar sé þanin til hins ýtrasta. „Félagsmaðurinn taldi a.m.k. 33 farþega, en Strætó er einungis heimilt að ferðast með 30 manns. Vandinn kristallast í því að skortur er á vögnum þar sem mun færri mega ferðast með hverjum og einum þeirra en áður.“
Strætó Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent