Verslunarmenn hafa aldrei séð annað eins Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 7. maí 2020 07:00 Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitra potta. Garðhúsgögn, heitir pottar og gasgrill rjúka nú út sem aldrei fyrr og trampólín eru uppseld. Verslunarmenn segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Þar sem lítið verður um utanlandsferðir í sumar ætla Íslendingar greinilega að eiga gleðistundir með fjölskyldunni úti í garði, í það minnsta ef marka má sölutölur hjá Rúmfatalagernum. Hallur Eiríksson verslunarstjóri segist ekki muna eftir svo mikilli sölu á garðhúsgögnum. „Ég er búin að vera hérna í fimmtán ár og ég held að þetta sé það mesta á þessum tíma. Fullt sem er uppselt en sem betur fer er meira á leiðinni svo við getum annað þessu.“ Þá er fjöldi fólks á biðlista eftir trampólíni. „Þau eru uppseld í bili en það er nú að fara að koma meira sem betur fer af því,“ segir Hallur. Rafhlaupahjólin minna á útlönd Frá því í lok mars hafa viðskiptavinir Elko þurft að bíða í röð fyrir utan búðina til að komast inn. Þetta hefur verið daglegt brauð, og staðan iðulega sú sama allan daginn. „Það er tíföld sala í rafmagsnhlaupahjólum, það er mikil aukning í gasgrillum. Það er svo sem búið að vera gott veður síðustu tíu daga,“ segir Berglind R. Guðmundsdóttir, innkaupastjóri Elko. Hún telur að hlaupahjólin minni fólk á útlönd. „Það er ekki eins og við séum að fara langt í sumar þannig að þetta gefur smá, kannski ferðanostalgíu fyrir suma.“ Útlandapeningunum eytt í heitan pott Þeir sem elska að fara í heitan pott, slaka á og njóta deyja sko ekki ráðalausir þó að sundlaugar hafi verið lokaðar síðustu vikurnar. Salan á heitum pottum hefur aldrei verið meiri. „Þetta er bara kreisí. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég er búinn að vera að selja potta frá 2006 og þetta er bara það mesta sem ég hef upplifað,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitra potta. Kristján hefur selt á þriðja hundrað potta frá því í byrjun mars. „Fyrst og fremst er fólk að sækja meira í að vera heima með fjölskyldunni. Þetta Covid hefur haft gríðarleg áhrif,“ segir Kristján. Þá sé fólk að fjárfesta í heitum potti með peningum sem hefði átt að verja í utanlandsferð. Fjöldi potta er nú uppseldur hjá Kristjáni en það er nóg á leið til landsins. „Það eru nokkir tugir gáma á leiðinni til landsins. Þannig að það er nóg til.“ Þá ætla margir að hjóla í sumar eins og sjá má á röðum fyrir utan hjólaverslanir. Og þá er einnig greinilegt að margir ætla í útilegu í sumar. Útileguvörur eru strax farnar að rjúka úr hillunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira
Garðhúsgögn, heitir pottar og gasgrill rjúka nú út sem aldrei fyrr og trampólín eru uppseld. Verslunarmenn segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Þar sem lítið verður um utanlandsferðir í sumar ætla Íslendingar greinilega að eiga gleðistundir með fjölskyldunni úti í garði, í það minnsta ef marka má sölutölur hjá Rúmfatalagernum. Hallur Eiríksson verslunarstjóri segist ekki muna eftir svo mikilli sölu á garðhúsgögnum. „Ég er búin að vera hérna í fimmtán ár og ég held að þetta sé það mesta á þessum tíma. Fullt sem er uppselt en sem betur fer er meira á leiðinni svo við getum annað þessu.“ Þá er fjöldi fólks á biðlista eftir trampólíni. „Þau eru uppseld í bili en það er nú að fara að koma meira sem betur fer af því,“ segir Hallur. Rafhlaupahjólin minna á útlönd Frá því í lok mars hafa viðskiptavinir Elko þurft að bíða í röð fyrir utan búðina til að komast inn. Þetta hefur verið daglegt brauð, og staðan iðulega sú sama allan daginn. „Það er tíföld sala í rafmagsnhlaupahjólum, það er mikil aukning í gasgrillum. Það er svo sem búið að vera gott veður síðustu tíu daga,“ segir Berglind R. Guðmundsdóttir, innkaupastjóri Elko. Hún telur að hlaupahjólin minni fólk á útlönd. „Það er ekki eins og við séum að fara langt í sumar þannig að þetta gefur smá, kannski ferðanostalgíu fyrir suma.“ Útlandapeningunum eytt í heitan pott Þeir sem elska að fara í heitan pott, slaka á og njóta deyja sko ekki ráðalausir þó að sundlaugar hafi verið lokaðar síðustu vikurnar. Salan á heitum pottum hefur aldrei verið meiri. „Þetta er bara kreisí. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég er búinn að vera að selja potta frá 2006 og þetta er bara það mesta sem ég hef upplifað,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitra potta. Kristján hefur selt á þriðja hundrað potta frá því í byrjun mars. „Fyrst og fremst er fólk að sækja meira í að vera heima með fjölskyldunni. Þetta Covid hefur haft gríðarleg áhrif,“ segir Kristján. Þá sé fólk að fjárfesta í heitum potti með peningum sem hefði átt að verja í utanlandsferð. Fjöldi potta er nú uppseldur hjá Kristjáni en það er nóg á leið til landsins. „Það eru nokkir tugir gáma á leiðinni til landsins. Þannig að það er nóg til.“ Þá ætla margir að hjóla í sumar eins og sjá má á röðum fyrir utan hjólaverslanir. Og þá er einnig greinilegt að margir ætla í útilegu í sumar. Útileguvörur eru strax farnar að rjúka úr hillunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira