Vara við mesta samdrætti í sögu ESB Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2020 11:38 Paolo Gentiloni, efnahagsstjóri framkvæmdastjórnarinnar, segir að samdrátturinn ógni jafnvel Evrópusambandinu sjálfu. EPA/KENZO TRIBOUILLARD Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar muni valda mesta efnahagssamdrætti sem hafi átt sér stað frá stofnun sambandsins. Búist er við að hann verði 7,7 prósent á þessu ári, sem er mun meiri samdráttur en átti sér stað árið 2009. Þá var 4,5 prósenta samdráttur og tíu prósenta atvinnuleysi. Í vorspá framkvæmdastjórnarinnar segir að atvinnuleysi gæti hækkað í níu prósent á árinu. Hagkerfi ESB gæti jafnað sig strax á næsta ári, eftir því hvernig faraldurinn fer á næstu mánuðum, en framkvæmdastjórnin segir að bataferlið verði mismunandi á milli aðildarríkja. Það velti á því hvaða ríki geti leyft sér að draga úr félagsforðun fyrr en önnur og grunnstoðum viðkomandi hagkerfa. Paolo Gentiloni, efnahagsstjóri framkvæmdastjórnarinnar, segir í tilkynningu að það að önnur ríki muni líklega jafna sig fyrr en önnur geti ógnað Evrópusambandinu sjálfu. Það væri hins vegar hægt að koma í veg fyrir slíka ógn með sameiginlegum efnahagslegum aðgerðum. Í frétt Bloomberg er vísað til ríkja eins og Grikklands, Ítalíu og Spánar og sagt að ástandið gæti komið hvað verst niður á þeim. Ítalía og Spánn hafa þegar orðið fyrir verulegum skaða og manntjóni vegna faraldursins. Þar að auki treysta þau verulega á ferðaþjónustu en þar er búist við því að sá iðnaður verði lengur að jafna sig en aðrir. Miklar deilur hafa þegar átt sér stað meðal aðildarríkja ESB varðandi sameiginlegar efnahagsaðgerðir. Að mestu snúa deilurnar um það hvort neyðaraðstoð eigi að vera í formi lána eða styrkja. Ríkari ríki Evrópu hafa sett sig á móti því að aðstoðin verði í formi styrkja og hafa Þjóðverjar og Hollendingar verið í forsvari fyrir þann hóp. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dæla billjón evrum í neyðarsjóð vegna faraldursins Forkólfar Evrópusambandsins komust í kvöld að samkomulagi um stærðarinnar neyðarsjóð vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Markmiðið er að dæla styðja ríki sem hafi komið illa út vegna faraldursins. 23. apríl 2020 22:00 Boða nýja Marshalláætlun fyrir Evrópu Evrópusambandið undirbýr nú ný fjárlög með kórónuveirufaraldurinn að leiðarljósi. Forseti framkvæmdastjórnarinnar segir þörf á nýrri Marshall-áætlun. 16. apríl 2020 19:00 ESB kemur sér saman um 500 milljarða aðgerðapakka Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komið sér saman um fimm hundruð milljarða evra aðgerðapakka vegna kórónuveirunnar. 10. apríl 2020 09:41 Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 8. apríl 2020 11:51 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar muni valda mesta efnahagssamdrætti sem hafi átt sér stað frá stofnun sambandsins. Búist er við að hann verði 7,7 prósent á þessu ári, sem er mun meiri samdráttur en átti sér stað árið 2009. Þá var 4,5 prósenta samdráttur og tíu prósenta atvinnuleysi. Í vorspá framkvæmdastjórnarinnar segir að atvinnuleysi gæti hækkað í níu prósent á árinu. Hagkerfi ESB gæti jafnað sig strax á næsta ári, eftir því hvernig faraldurinn fer á næstu mánuðum, en framkvæmdastjórnin segir að bataferlið verði mismunandi á milli aðildarríkja. Það velti á því hvaða ríki geti leyft sér að draga úr félagsforðun fyrr en önnur og grunnstoðum viðkomandi hagkerfa. Paolo Gentiloni, efnahagsstjóri framkvæmdastjórnarinnar, segir í tilkynningu að það að önnur ríki muni líklega jafna sig fyrr en önnur geti ógnað Evrópusambandinu sjálfu. Það væri hins vegar hægt að koma í veg fyrir slíka ógn með sameiginlegum efnahagslegum aðgerðum. Í frétt Bloomberg er vísað til ríkja eins og Grikklands, Ítalíu og Spánar og sagt að ástandið gæti komið hvað verst niður á þeim. Ítalía og Spánn hafa þegar orðið fyrir verulegum skaða og manntjóni vegna faraldursins. Þar að auki treysta þau verulega á ferðaþjónustu en þar er búist við því að sá iðnaður verði lengur að jafna sig en aðrir. Miklar deilur hafa þegar átt sér stað meðal aðildarríkja ESB varðandi sameiginlegar efnahagsaðgerðir. Að mestu snúa deilurnar um það hvort neyðaraðstoð eigi að vera í formi lána eða styrkja. Ríkari ríki Evrópu hafa sett sig á móti því að aðstoðin verði í formi styrkja og hafa Þjóðverjar og Hollendingar verið í forsvari fyrir þann hóp.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dæla billjón evrum í neyðarsjóð vegna faraldursins Forkólfar Evrópusambandsins komust í kvöld að samkomulagi um stærðarinnar neyðarsjóð vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Markmiðið er að dæla styðja ríki sem hafi komið illa út vegna faraldursins. 23. apríl 2020 22:00 Boða nýja Marshalláætlun fyrir Evrópu Evrópusambandið undirbýr nú ný fjárlög með kórónuveirufaraldurinn að leiðarljósi. Forseti framkvæmdastjórnarinnar segir þörf á nýrri Marshall-áætlun. 16. apríl 2020 19:00 ESB kemur sér saman um 500 milljarða aðgerðapakka Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komið sér saman um fimm hundruð milljarða evra aðgerðapakka vegna kórónuveirunnar. 10. apríl 2020 09:41 Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 8. apríl 2020 11:51 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Dæla billjón evrum í neyðarsjóð vegna faraldursins Forkólfar Evrópusambandsins komust í kvöld að samkomulagi um stærðarinnar neyðarsjóð vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Markmiðið er að dæla styðja ríki sem hafi komið illa út vegna faraldursins. 23. apríl 2020 22:00
Boða nýja Marshalláætlun fyrir Evrópu Evrópusambandið undirbýr nú ný fjárlög með kórónuveirufaraldurinn að leiðarljósi. Forseti framkvæmdastjórnarinnar segir þörf á nýrri Marshall-áætlun. 16. apríl 2020 19:00
ESB kemur sér saman um 500 milljarða aðgerðapakka Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komið sér saman um fimm hundruð milljarða evra aðgerðapakka vegna kórónuveirunnar. 10. apríl 2020 09:41
Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 8. apríl 2020 11:51