Hugrún bjó við mikla fátækt og var lögð í einelti Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2020 09:25 Hugrún hefur náð frábærum árangri sem fegurðardrottning. Hún sagði sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Fegurðardrottningin og fyrirsætan Hugrún Birta Egilsdóttir var lögð í einelti í æsku, lifði í fátækt og man eftir strætóferðum í Mæðrastyrksnefnd til að fá mat. Hugrún gafst þó aldrei upp, passaði að vorkenna sér aldrei, er í fullu námi í dag og vill láta gott af sér leiða. Vala Matt hitti Hugrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og heyrði hennar sögu. „Það reyndist mjög erfitt á þeim árum sem ég upplifði fátækt. Það kom til alveg frá því að foreldrar mínir skildu þegar ég var sex ára. Þá fórum við að flytja á hina ýmsu staði. Ég held ég hafi búið í hverju hverfi á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hugrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum þurft að skipta um skóla. „Ég get alveg sagt að ég á marga vini víða. En fátæktin var verst þegar við þurftum að taka strætó oft í klukkutíma eða tvo í Mæðrastyrksnefnd og ég er mjög þakklát fyrir þau í dag. Að hafa gefið okkur mat á jólunum eða gefið mér afmælisgjafir,“ segir Hugrún meyr en hún segist vel geta sett sig í spor annarra og veit hvað sumt fólk þarf að ganga í gegnum. Hugrún fékk afmælis og jólagjafir frá Mæðrastyrksnefnd. Hugrún hefur sjálf þurft að vinna sig út úr slæmri upplifun af einelti. „Einelti er bara eins og einelti er og getur verið á svo marga vegu. Ég upplifði einelti sem hópeinelti og mér fannst ég oft standa ein. Ég steig til hliðar og fannst ég ekki hafa rétt á skoðunum en með tímanum og með systur mína með mér þá fattaði ég að það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst um þig, þú ein heldur á blýantinum og getur skrifað næsta kafla.“ Hún segir að oft hafi hún ekki treyst sér í skólann og liðið mjög illa. „Mér fannst ég ein og upplifði oft eins og allir væru á móti mér. Kennararnir unnu með mér og hvöttu mig til að mæta í skólann ef mér liði vel. Ég talaði bara um eineltið við sjálfan mig, ein heima við spegilinn og þorði ekki að tala um það við neinn.“ Hugrún segist ekki kenna neinum um, heldur hafi þetta verið aðstæður þeirra sem lögðu hana í einelti. Hugrún tók þátt í Miss Universe Iceland á síðasta ári. „Þetta getur oft verið bara misskilningur en ég trúi því að kærleikurinn umberi allt. Ég gef bara góða strauma frá mér, þó einhver sé leiðinlegur. Ég ein get stjórnað því hvernig ég bregst við.“ Hún segist hafa fyrirgefið öllum gerendum. „Ég skrifaði niður á blað alla einstaklingana og hvað þeir höfðu gert mér. Svo skrifaði ég hvernig mér leið á þessum tíma og ákvað síðan að fyrirgefa þeim,“ segir Hugrún en hún hefur í dag aldrei fengið afsökunarbeiðni frá gerendum sínum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hugrún vann til verðlauna í síðustu keppni af Miss Universe Iceland. Ísland í dag Miss Universe Iceland Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Fegurðardrottningin og fyrirsætan Hugrún Birta Egilsdóttir var lögð í einelti í æsku, lifði í fátækt og man eftir strætóferðum í Mæðrastyrksnefnd til að fá mat. Hugrún gafst þó aldrei upp, passaði að vorkenna sér aldrei, er í fullu námi í dag og vill láta gott af sér leiða. Vala Matt hitti Hugrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og heyrði hennar sögu. „Það reyndist mjög erfitt á þeim árum sem ég upplifði fátækt. Það kom til alveg frá því að foreldrar mínir skildu þegar ég var sex ára. Þá fórum við að flytja á hina ýmsu staði. Ég held ég hafi búið í hverju hverfi á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hugrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum þurft að skipta um skóla. „Ég get alveg sagt að ég á marga vini víða. En fátæktin var verst þegar við þurftum að taka strætó oft í klukkutíma eða tvo í Mæðrastyrksnefnd og ég er mjög þakklát fyrir þau í dag. Að hafa gefið okkur mat á jólunum eða gefið mér afmælisgjafir,“ segir Hugrún meyr en hún segist vel geta sett sig í spor annarra og veit hvað sumt fólk þarf að ganga í gegnum. Hugrún fékk afmælis og jólagjafir frá Mæðrastyrksnefnd. Hugrún hefur sjálf þurft að vinna sig út úr slæmri upplifun af einelti. „Einelti er bara eins og einelti er og getur verið á svo marga vegu. Ég upplifði einelti sem hópeinelti og mér fannst ég oft standa ein. Ég steig til hliðar og fannst ég ekki hafa rétt á skoðunum en með tímanum og með systur mína með mér þá fattaði ég að það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst um þig, þú ein heldur á blýantinum og getur skrifað næsta kafla.“ Hún segir að oft hafi hún ekki treyst sér í skólann og liðið mjög illa. „Mér fannst ég ein og upplifði oft eins og allir væru á móti mér. Kennararnir unnu með mér og hvöttu mig til að mæta í skólann ef mér liði vel. Ég talaði bara um eineltið við sjálfan mig, ein heima við spegilinn og þorði ekki að tala um það við neinn.“ Hugrún segist ekki kenna neinum um, heldur hafi þetta verið aðstæður þeirra sem lögðu hana í einelti. Hugrún tók þátt í Miss Universe Iceland á síðasta ári. „Þetta getur oft verið bara misskilningur en ég trúi því að kærleikurinn umberi allt. Ég gef bara góða strauma frá mér, þó einhver sé leiðinlegur. Ég ein get stjórnað því hvernig ég bregst við.“ Hún segist hafa fyrirgefið öllum gerendum. „Ég skrifaði niður á blað alla einstaklingana og hvað þeir höfðu gert mér. Svo skrifaði ég hvernig mér leið á þessum tíma og ákvað síðan að fyrirgefa þeim,“ segir Hugrún en hún hefur í dag aldrei fengið afsökunarbeiðni frá gerendum sínum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hugrún vann til verðlauna í síðustu keppni af Miss Universe Iceland.
Ísland í dag Miss Universe Iceland Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira