Innlent

Tvær kannanir sýna 60 prósent stuðning við ríkisstjórnina

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ríkisstjórnin hefur verið í eldlínunni síðustu vikur vegna viðbragða hennar við kórónuveirufaraldrinum. Hér sést forstæisráðherra í Safnahúsinu kynna þriðja aðgerðarpakka stjórnvalda.
Ríkisstjórnin hefur verið í eldlínunni síðustu vikur vegna viðbragða hennar við kórónuveirufaraldrinum. Hér sést forstæisráðherra í Safnahúsinu kynna þriðja aðgerðarpakka stjórnvalda. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Tvær skoðanakannanir sem framkvæmdar hafa verið á síðustu dögum sýna að ríkisstjórnin nýtur stuðnings um 60 prósent landsmanna. Samanlagt njóta stjórnarflokkarnir þrír hins vegar á bilinu 43 til 47 prósenta stuðnings.

Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups sem kunngjörður var í gær nýtur Sjálfstæðisflokkurinn rúmlega 25 prósent stuðnings, þar á eftir koma Samfylking og Vinstri græn með 13,8 prósent og Píratar, Viðreisn og Miðflokkurinn með í kringum 10 prósent. Framsókn væri svo síðasti flokkurinn til að ná inn manni, yrðu þetta úrslit kosninga, með 8,4 prósent. Flokkur Fólksins og Sósíalistaflokkurinn njóta hvor um sig um 4 prósent stuðnings.

Í könnun sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið í dag mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi meðal þjóðarinnar eða 22,4 prósent. Hjá Zenter er Samfylkingin með 15 prósent, Píratar og Vinstri Græn með 12 prósent, Viðreisn með tæplega 10 prósent og Miðflokkurinn og Framsókn með um 8,5 prósent hvor um sig. Rétt eins og í Þjóðarpúlsi Gallups næði Flokkur fólksins ekki inn á þing með sín 4,4 prósent, rétt eins og Sósíalistaflokkurinn.

Þjóðarpúls Gallup var framkvæmdur frá 30. mars til 3. maí en Zenter-könnunin dagana 1. til 4. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×