Úrslitakeppni NFL deildarinnar klár og lítur svona út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 11:00 Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs fengu óvænta hjálp frá Höfrungunum frá Miami og sitja því hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um næstu helgi. Getty/Jamie Squire Deildarkeppni NFL-deildarinnar kláraðist í nótt og nú er því endanlega ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst um næstu helgi. Philadelphia Eagles varð tólfta og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og gerði það á kostnað Dallas Cowboys sem missir af úrslitakeppninni í ár. Tennessee Titans tryggði sig líka inn í úrslitakeppnina í gær. Philadelphia Eagles gulltryggði sætið með 34-17 sigri á New York Giants en það dugði ekki Dallas Cowboys liðinu að vinna 47-16 sigur á Washington Redskins. Tennessee Titans tryggði sig inn með 35-14 sigri á Houston Texans en Texans liðið hafði áður tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Derrick Henry hljóp alls 211 jarda með boltann og tryggði sér titilinn hlaupakóngur deildarinnar. Wild Card Weekend! #NFLPlayoffs#WeReadypic.twitter.com/P4wySAdxYu— NFL (@NFL) December 30, 2019 Óvæntustu úrslit lokaumferðarinnar voru án ef tap New England Patriots á heimavelli á móti lélegasta liði deildarinnar, Miami Dolphins. Þetta tap er líka slæmt fyrir Patriots-liðið sem hefði tryggt sér frí um næstu helgi með sigri. Kansas City Chiefs fagnaði ekki aðeins sigri á Los Angeles Chargers heldur fékk líka liðið að sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þökk sé tapi New England Patriots. San Francisco 49ers tryggði sér líka frí um næstu helgi með því að vinna 26-21 sigur á Seattle Seahawks í kvöldleiknum en naumur 23-20 sigur Green Bay Packers á Detroit Lions hafði einnig fært Packers liðinu þann lúxus að hvíla sig um næstu helgi. Tvö efstu liðin í báðum deildum sleppa við að spila leik á Wild Card helginni en fá síðan að mæta sigurvegurunum þar viku seinna. Öll úrslitakeppnin verður í beinni á Stöð 2 Sport en dagskrá næstu helgar er eftirfarandi: The NFL Playoff schedule: pic.twitter.com/qe8AuAlAu0— Ian Rapoport (@RapSheet) December 30, 2019 Laugardagur 4. janúar Klukkan 21:35 Houston Texans - Buffalo BillsKlukkan 1:15 New England Patriots - Tennessee TitansSunnudagur 5. janúarKlukkan 18:05 New Orleans Saints - Minnesota VikingsKlukkan 21:40 Philadelphia Eagles - Seattle Seahawks The #NFLPlayoffs are set! pic.twitter.com/JUPNOiDKSA— NFL (@NFL) December 30, 2019 NFL Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Deildarkeppni NFL-deildarinnar kláraðist í nótt og nú er því endanlega ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst um næstu helgi. Philadelphia Eagles varð tólfta og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og gerði það á kostnað Dallas Cowboys sem missir af úrslitakeppninni í ár. Tennessee Titans tryggði sig líka inn í úrslitakeppnina í gær. Philadelphia Eagles gulltryggði sætið með 34-17 sigri á New York Giants en það dugði ekki Dallas Cowboys liðinu að vinna 47-16 sigur á Washington Redskins. Tennessee Titans tryggði sig inn með 35-14 sigri á Houston Texans en Texans liðið hafði áður tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Derrick Henry hljóp alls 211 jarda með boltann og tryggði sér titilinn hlaupakóngur deildarinnar. Wild Card Weekend! #NFLPlayoffs#WeReadypic.twitter.com/P4wySAdxYu— NFL (@NFL) December 30, 2019 Óvæntustu úrslit lokaumferðarinnar voru án ef tap New England Patriots á heimavelli á móti lélegasta liði deildarinnar, Miami Dolphins. Þetta tap er líka slæmt fyrir Patriots-liðið sem hefði tryggt sér frí um næstu helgi með sigri. Kansas City Chiefs fagnaði ekki aðeins sigri á Los Angeles Chargers heldur fékk líka liðið að sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þökk sé tapi New England Patriots. San Francisco 49ers tryggði sér líka frí um næstu helgi með því að vinna 26-21 sigur á Seattle Seahawks í kvöldleiknum en naumur 23-20 sigur Green Bay Packers á Detroit Lions hafði einnig fært Packers liðinu þann lúxus að hvíla sig um næstu helgi. Tvö efstu liðin í báðum deildum sleppa við að spila leik á Wild Card helginni en fá síðan að mæta sigurvegurunum þar viku seinna. Öll úrslitakeppnin verður í beinni á Stöð 2 Sport en dagskrá næstu helgar er eftirfarandi: The NFL Playoff schedule: pic.twitter.com/qe8AuAlAu0— Ian Rapoport (@RapSheet) December 30, 2019 Laugardagur 4. janúar Klukkan 21:35 Houston Texans - Buffalo BillsKlukkan 1:15 New England Patriots - Tennessee TitansSunnudagur 5. janúarKlukkan 18:05 New Orleans Saints - Minnesota VikingsKlukkan 21:40 Philadelphia Eagles - Seattle Seahawks The #NFLPlayoffs are set! pic.twitter.com/JUPNOiDKSA— NFL (@NFL) December 30, 2019
NFL Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira