Veðrið á gamlársdag „fúlt og grátt“ en þokkalegt um miðnætti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2019 10:00 Það ætti að viðra ágætlega til flugeldaskots víðast hvar á landinu. Vísir/Vilhelm Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun, gamlársdag, verður bæði „fúlt og grátt“ framan af degi en lagast heilmikið í tæka tíð fyrir flugeldaskot- og áhorf eftir miðnætti. Á Norður- og norðausturlandi stefnir í „fínasta áramótaveður“.Veðrið getur leikið lykilhlutverk á áramótunum enda flestir landsmenn sem hafa í hyggju að fara á áramótabrennu og njóta þess að skjóta upp eða horfa á flugelda til að fagna nýju ári. En hvernig verður veðrið á morgun.„Spáin er nú nokkuð eindregin. Það er að segja að það er ekki mikil óvissa á ferðinni,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur þegar hann var beðinn um að lesa í veðurkortin fyrir morgundaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Lægð er á leiðinni upp Grænlandshafið fyrir vestan Ísland og ber hún með sér raka. Það þýðir bara eitt fyrir höfuðborgarsvæðið.„Suðvestanlands fer að rigna um morguninn, strax í fyrramálið og með þessu fylgir sunnanátt sem er eins og oftast nær á þessum árstíma tiltölulega mild. Færir okkur bæði raka og hita. Svo ágerist bara rigningin eftir því sem líður á daginn,“ sagði Einar. Kuldaskil bjarga kvöldinu Útlitið væri því ekki gott ef ekki væri fyrir skil, kuldaskil, úr vestri sem mæta á svæðið annað kvöld.„Með þeim þornar í lofti en annað kvöld þá er þessi úrkomubakki að mestu leyti staddur yfir sunnan og suðaustanverðu landinu en á höfuðborgarsvæðinu hefur veður að öllum líkindum náð að skána. Það breyttist mikið á milli 18 og 24,“ sagði Einar.Hiti verður ofan frostmarks og reiknar Einar með að vindhraði á höfuðborgarsvæðinu verði á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu„Svona miðað við hvað veðrið verður fúlt og grátt á morgun hérna suðvestanlands þá verður þetta nú orðið alveg þokkalegt um miðnætti,“ sagði Einar.Úrkoman nær hins vegar líklega ekki að ná norður á land og stefnir í hið ágætasta áramótaveður þar.„Þar er hlé frá fjöllunum og það rignir ekki nema þá bara eitthvað smávægilegt og þar eru líka líkur til að sjáist til tungls og stjarna, sérstaklega norðaustanlands og verður bara fínasta veður, fínasta áramótaveður nema ábyggilega sakna sumir þess að hafa ekki örfáar mínusgráður,“ sagði Einar. Úrkomuspá Veðurstofu Íslands á miðnætti á morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands. Veðurhorfur á landinu Vestlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu. Léttskýjað austantil fram eftir degi. Gengur í suðvestan 8-15 síðdegis með éljum eða slydduéljum á vestanverðu landinu. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni seinnipartinn. Gengur í sunnan 13-18 á morgun, gamlársdag, með rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt norðaustantil. Hiti 2 til 7 stig á morgun. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag (nýársdagur): Suðvestan 10-18 m/s, en hægari vindur seinnipartinn. Úrkoma víða um land, yfirleitt rigning við ströndina, en slydda eða snjókoma inn til landsins. Hiti 0 til 5 stig.Á fimmtudag:Gengur í norðan 13-20 m/s með snjókomu norðantil á landinu, en éljum syðra fram eftir degi. Kólnar í veðri, frost 3 til 8 stig síðdegis.Á föstudag:Minnkandi norðvestan- og vestanátt, léttskýjað að mestu sunnantil, en dálítil él norðanlands. Frost 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum.Á laugardag:Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi með slyddu og síðar rigningu, en snjókoma um landið norðanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestantil, en frost 1 til 10 stig norðan- og austanlands.Á sunnudag:Útlit fyrir suðvestlæga átt og skúrir. Norðlægari og él á vestanverðu landinu. Þurrt að mestu norðaustantil. Hiti um frostmark. Áramót Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun, gamlársdag, verður bæði „fúlt og grátt“ framan af degi en lagast heilmikið í tæka tíð fyrir flugeldaskot- og áhorf eftir miðnætti. Á Norður- og norðausturlandi stefnir í „fínasta áramótaveður“.Veðrið getur leikið lykilhlutverk á áramótunum enda flestir landsmenn sem hafa í hyggju að fara á áramótabrennu og njóta þess að skjóta upp eða horfa á flugelda til að fagna nýju ári. En hvernig verður veðrið á morgun.„Spáin er nú nokkuð eindregin. Það er að segja að það er ekki mikil óvissa á ferðinni,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur þegar hann var beðinn um að lesa í veðurkortin fyrir morgundaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Lægð er á leiðinni upp Grænlandshafið fyrir vestan Ísland og ber hún með sér raka. Það þýðir bara eitt fyrir höfuðborgarsvæðið.„Suðvestanlands fer að rigna um morguninn, strax í fyrramálið og með þessu fylgir sunnanátt sem er eins og oftast nær á þessum árstíma tiltölulega mild. Færir okkur bæði raka og hita. Svo ágerist bara rigningin eftir því sem líður á daginn,“ sagði Einar. Kuldaskil bjarga kvöldinu Útlitið væri því ekki gott ef ekki væri fyrir skil, kuldaskil, úr vestri sem mæta á svæðið annað kvöld.„Með þeim þornar í lofti en annað kvöld þá er þessi úrkomubakki að mestu leyti staddur yfir sunnan og suðaustanverðu landinu en á höfuðborgarsvæðinu hefur veður að öllum líkindum náð að skána. Það breyttist mikið á milli 18 og 24,“ sagði Einar.Hiti verður ofan frostmarks og reiknar Einar með að vindhraði á höfuðborgarsvæðinu verði á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu„Svona miðað við hvað veðrið verður fúlt og grátt á morgun hérna suðvestanlands þá verður þetta nú orðið alveg þokkalegt um miðnætti,“ sagði Einar.Úrkoman nær hins vegar líklega ekki að ná norður á land og stefnir í hið ágætasta áramótaveður þar.„Þar er hlé frá fjöllunum og það rignir ekki nema þá bara eitthvað smávægilegt og þar eru líka líkur til að sjáist til tungls og stjarna, sérstaklega norðaustanlands og verður bara fínasta veður, fínasta áramótaveður nema ábyggilega sakna sumir þess að hafa ekki örfáar mínusgráður,“ sagði Einar. Úrkomuspá Veðurstofu Íslands á miðnætti á morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands. Veðurhorfur á landinu Vestlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu. Léttskýjað austantil fram eftir degi. Gengur í suðvestan 8-15 síðdegis með éljum eða slydduéljum á vestanverðu landinu. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni seinnipartinn. Gengur í sunnan 13-18 á morgun, gamlársdag, með rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt norðaustantil. Hiti 2 til 7 stig á morgun. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag (nýársdagur): Suðvestan 10-18 m/s, en hægari vindur seinnipartinn. Úrkoma víða um land, yfirleitt rigning við ströndina, en slydda eða snjókoma inn til landsins. Hiti 0 til 5 stig.Á fimmtudag:Gengur í norðan 13-20 m/s með snjókomu norðantil á landinu, en éljum syðra fram eftir degi. Kólnar í veðri, frost 3 til 8 stig síðdegis.Á föstudag:Minnkandi norðvestan- og vestanátt, léttskýjað að mestu sunnantil, en dálítil él norðanlands. Frost 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum.Á laugardag:Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi með slyddu og síðar rigningu, en snjókoma um landið norðanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestantil, en frost 1 til 10 stig norðan- og austanlands.Á sunnudag:Útlit fyrir suðvestlæga átt og skúrir. Norðlægari og él á vestanverðu landinu. Þurrt að mestu norðaustantil. Hiti um frostmark.
Áramót Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira