Enn ófært víða um land Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2019 07:15 Eins og sést á þessu korti Vegagerðarinnar reru vegir á Norðurlandi eystra enn víða lokaðir vegna ófærðar. vegagerðin Víða er enn ófært á vegum á Norðaustur- og Austurlandi vegna óveðurs sem þar var í gær og nótt. Mokstur er hafinn í Vatnsskarði og er verið að skoða með mokstur á Öxnadalsheiði. Þá verður skoðað með mokstur í Ljósavatnsskarði í birtingu en veginum var lokað í gærkvöldi eftir að þar féll snjóflóð sem er um 500 metra breitt. Flóðið féll úr Krossfjöllum, ofan við Ljósavatnsskarð og fór yfir þjóðveg 1 við Ljósavatn. Bíl var ekið inn í snjóflóðið í gær en til allrar mildi urðu engin slys á fólki. Eitt til tvö flóð féllu svo til viðbótar í fjallinu. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð að Stóru-Tjörnum og að sögn Hjálmars Boga Hafliðasonar, sem á sæti í aðgerðarstjórn björgunarsveita og lögreglu á Húsavík sem opnuð var vegna snjóflóðanna, fékk fólk þar inni sem var á ferðinni og komst ekki leiðar sinnar vegna óveðurs. Siglufjarðarvegur er lokaður sem og vegurinn um Mývatnsöræfi og vegurinn um Möðrudalsöræfi einnig. Þá er Vopnafjarðarheiði lokuð og Fjarðarheiði. Ljósavatnsskarð: Veginum hefur verið lokað vegna snjóflóðs. Það á að skoða með mokstur í birtingu. #lokað#færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 20, 2019 Gular viðvaranir eru enn í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Suðausturlandi og miðhálendinu en viðvaranirnar falla úr gildi á milli klukkan 8 og 9. Það verður minnkandi norðaustan átt í dag að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, víða 10 til 15 metrar á sekúndu en um 15 til 20 metrar norðvestan til á landinu og einnig á Suðausturlandi í kvöld. „Það verður slydda eða snjókoma um landið norðan- og austanvert, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Hiti nálægt frostmarki, en hiti allt að 7 stigum sunnanlands. Það hvessir aftur á morgun og bætir í úrkomuna norðan- og austanlands, en áfram verður þurrt á Suður- og Vesturlandi. Á sunnudaginn dregur heldur úr vindi, en það verður áfram úrkomusamt norðan- og austan til,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Minnkandi norðaustan átt, víða 10-15 m/s um hádegi, en 15-20 norðvestan til á landinu og einnig á Suðausturlandi í kvöld. Slydda eða snjókoma um landið norðan- og austanvert, en yfirleitt bjart sunnan heiða.Norðaustan 13-20 m/s á morgun, en hvassari í vindstrengjum suðaustanlands. Það bætir í úrkomuna norðan- og austanlands, en áfram verður þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki, en hiti að 7 stigum sunnanlands.Á laugardag:Norðaustan 13-20 m/s, en hvassari í vindstrengjum suðaustanlands. Skýjað á Suður- og Vesturlandi, él norðanlands, en snjókoma eða slydda austast á landinu. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag (vetrarsólstöður):Allhvöss eða hvöss norðaustan átt með snjókomu eða slyddu norðan- og austanlands, en úrkomulaust sunnan heiða. Hiti breytist lítið.Á mánudag (Þorláksmessa):Norðaustan átt, víða 8-13 m/s og él, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti áfram um frostmark.Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):Austlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða slydda um tíma á Suður- og Vesturlandi, en rigning með ströndinni. Hiti um og yfir frostmarki. Skýjað um landið norðan- og austanvert, él á stöku stað og vægt frost. Samgöngur Veður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Víða er enn ófært á vegum á Norðaustur- og Austurlandi vegna óveðurs sem þar var í gær og nótt. Mokstur er hafinn í Vatnsskarði og er verið að skoða með mokstur á Öxnadalsheiði. Þá verður skoðað með mokstur í Ljósavatnsskarði í birtingu en veginum var lokað í gærkvöldi eftir að þar féll snjóflóð sem er um 500 metra breitt. Flóðið féll úr Krossfjöllum, ofan við Ljósavatnsskarð og fór yfir þjóðveg 1 við Ljósavatn. Bíl var ekið inn í snjóflóðið í gær en til allrar mildi urðu engin slys á fólki. Eitt til tvö flóð féllu svo til viðbótar í fjallinu. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð að Stóru-Tjörnum og að sögn Hjálmars Boga Hafliðasonar, sem á sæti í aðgerðarstjórn björgunarsveita og lögreglu á Húsavík sem opnuð var vegna snjóflóðanna, fékk fólk þar inni sem var á ferðinni og komst ekki leiðar sinnar vegna óveðurs. Siglufjarðarvegur er lokaður sem og vegurinn um Mývatnsöræfi og vegurinn um Möðrudalsöræfi einnig. Þá er Vopnafjarðarheiði lokuð og Fjarðarheiði. Ljósavatnsskarð: Veginum hefur verið lokað vegna snjóflóðs. Það á að skoða með mokstur í birtingu. #lokað#færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 20, 2019 Gular viðvaranir eru enn í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Suðausturlandi og miðhálendinu en viðvaranirnar falla úr gildi á milli klukkan 8 og 9. Það verður minnkandi norðaustan átt í dag að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, víða 10 til 15 metrar á sekúndu en um 15 til 20 metrar norðvestan til á landinu og einnig á Suðausturlandi í kvöld. „Það verður slydda eða snjókoma um landið norðan- og austanvert, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Hiti nálægt frostmarki, en hiti allt að 7 stigum sunnanlands. Það hvessir aftur á morgun og bætir í úrkomuna norðan- og austanlands, en áfram verður þurrt á Suður- og Vesturlandi. Á sunnudaginn dregur heldur úr vindi, en það verður áfram úrkomusamt norðan- og austan til,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Minnkandi norðaustan átt, víða 10-15 m/s um hádegi, en 15-20 norðvestan til á landinu og einnig á Suðausturlandi í kvöld. Slydda eða snjókoma um landið norðan- og austanvert, en yfirleitt bjart sunnan heiða.Norðaustan 13-20 m/s á morgun, en hvassari í vindstrengjum suðaustanlands. Það bætir í úrkomuna norðan- og austanlands, en áfram verður þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki, en hiti að 7 stigum sunnanlands.Á laugardag:Norðaustan 13-20 m/s, en hvassari í vindstrengjum suðaustanlands. Skýjað á Suður- og Vesturlandi, él norðanlands, en snjókoma eða slydda austast á landinu. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag (vetrarsólstöður):Allhvöss eða hvöss norðaustan átt með snjókomu eða slyddu norðan- og austanlands, en úrkomulaust sunnan heiða. Hiti breytist lítið.Á mánudag (Þorláksmessa):Norðaustan átt, víða 8-13 m/s og él, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti áfram um frostmark.Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):Austlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða slydda um tíma á Suður- og Vesturlandi, en rigning með ströndinni. Hiti um og yfir frostmarki. Skýjað um landið norðan- og austanvert, él á stöku stað og vægt frost.
Samgöngur Veður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira