Icelandair Cargo semur við FedEx og TNT Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 09:24 Flugvél Icelandair Cargo. Icelandair Cargo hefur gert samning við FedEx og TNT um flutninga á öllum þeirra vörum til og frá Íslandi. Samningurinn, sem er til þriggja ára, tekur gildi í byrjun árs 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Í tilkynningu segir að FedEx og TNT hafi sameinað starfsemi sína eftir kaup FedEx á TNT og stefni að því að auka umsvif sín hér á landi í samstarfi við Icelandair Cargo. FedEx er sem kunnugt er eitt af stærstu flutningafyrirtækjum í heimi, með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.Icelandair Vegna samningsins verður nokkur breyting á flugáætlun Icelandair Cargo til Evrópu. Flug til Liege í Belgíu mun aukast verulega í ljósi þess að Liege er einn af aðalflugvöllum FedEx og TNT í Evrópu. Fraktvélar Icelandair Cargo munu fljúga sjö sinnum í viku til Liege í Belgíu og þrisvar sinnum í viku til East Midlands í Bretlandi. Þá býður félagið eftir sem áður upp á fraktþjónustu til allra áfangastaða Icelandair sem eru um 40 talsins. Haft er eftir Gunnari Má Sigurfinnssyni, framkvæmdastjóra Icelandair Cargo, að samningurinn við FedEx og TNT sé einn sá stærsti sem Icelandair Cargo hafi gert. „Aukið framboð á fraktþjónustu til meginlands Evrópu felur í sér aukin tækifæri fyrir viðskiptavini Icelandair Cargo, t.d. íslenska útflytjendur á sjávarafurðum. Þeirra markmið er að koma vörum sínum ferskum á markað í Evrópu með skjótum og öruggum hætti. Með yfirvofandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu felast tækifæri í því að auka flug til meginlands Evrópu, þar sem stór hluti af þeim sjávarafurðum sem flogið var til Bretlands fór samdægurs áfram til meginlands Evrópu.“ Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Icelandair Cargo hefur gert samning við FedEx og TNT um flutninga á öllum þeirra vörum til og frá Íslandi. Samningurinn, sem er til þriggja ára, tekur gildi í byrjun árs 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Í tilkynningu segir að FedEx og TNT hafi sameinað starfsemi sína eftir kaup FedEx á TNT og stefni að því að auka umsvif sín hér á landi í samstarfi við Icelandair Cargo. FedEx er sem kunnugt er eitt af stærstu flutningafyrirtækjum í heimi, með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.Icelandair Vegna samningsins verður nokkur breyting á flugáætlun Icelandair Cargo til Evrópu. Flug til Liege í Belgíu mun aukast verulega í ljósi þess að Liege er einn af aðalflugvöllum FedEx og TNT í Evrópu. Fraktvélar Icelandair Cargo munu fljúga sjö sinnum í viku til Liege í Belgíu og þrisvar sinnum í viku til East Midlands í Bretlandi. Þá býður félagið eftir sem áður upp á fraktþjónustu til allra áfangastaða Icelandair sem eru um 40 talsins. Haft er eftir Gunnari Má Sigurfinnssyni, framkvæmdastjóra Icelandair Cargo, að samningurinn við FedEx og TNT sé einn sá stærsti sem Icelandair Cargo hafi gert. „Aukið framboð á fraktþjónustu til meginlands Evrópu felur í sér aukin tækifæri fyrir viðskiptavini Icelandair Cargo, t.d. íslenska útflytjendur á sjávarafurðum. Þeirra markmið er að koma vörum sínum ferskum á markað í Evrópu með skjótum og öruggum hætti. Með yfirvofandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu felast tækifæri í því að auka flug til meginlands Evrópu, þar sem stór hluti af þeim sjávarafurðum sem flogið var til Bretlands fór samdægurs áfram til meginlands Evrópu.“
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira