Leikmenn NBA-liðsins Oklahoma City Thunder voru staddir í Penn Square-verslunarmiðstöðinni í Oklahoma City er maður var skotinn þar inni.
Leikmenn NBA-liðsins voru á einkasýningu á kvikmynd er skotárásin átti sér stað. Öryggisverðir liðsins vissu strax af málinu og félagið segir að leikmenn hafi aldrei verið í hættu.
Steven Adams of #okcthunder seen exiting the mall after a shooting at Penn Square Mall. pic.twitter.com/MFtWUfnCae
— amber meinke (@Xanders_momm) December 19, 2019
Tveir einstaklingar lentu í rifrildi í skóbúð sem endaði með því að annar þeirra dró upp byssu og skaut hinn aðilann í brjóstið. Sá liggur þungt haldinn á spítala.
Verslunarmiðstöðinni var læst en byssumaðurinn náði að flýja áður en hurðunum var lokað. Hans er enn leitað.