Vilja leyfa ferðamönnum að keyra um á nagladekkjum níu mánuði á ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2019 11:53 Ferðamenn á Keflavíkurflugvelli í bið eftir bílaleigubíl. Vísir/Vilhelm Samtök ferðaþjónustunnar vilja rýmka heimild til að nota nagladekk á bílaleigubílum af öryggissjónarmiðum. Snýr tillagan að því að reglugerð verði breytt og negldir hjólbarðar verði leyfðir á bílaleigubílum frá 1. september til 31. maí eða þrjá og hálfan mánuð umfram aðra bíla. Í tilkynningu frá SAF segir að á undanförnum árum hafi Samtök ferðaþjónustunnar kallað eftir því við stjórnvöld að auka svigrúm varðandi notkun negldra hjólbarða á bílaleigubílum til að auka öryggi í umferðinni. Í erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem SAF sendu á dögunum sé þessi skoðun ítrekuð. „Öryggismál og forvarnir eru ein af undirstöðum faglegrar ferðaþjónustu. Umræðan um öryggismál magnast þegar alvarleg atvik koma upp og fjöldi þeirra eykst. Mikilvægt er að hafa núllsýn í huga og efla aðgerðir til að draga úr umferðarslysum. SAF hafa á undanförnum árum átt frumkvæði að samræðum við stjórnvöld, viðbragðsaðila og tryggingafélög um forvarnaraðgerðir og eru stýrisspjöld bílaleigubíla, merkingar á ensku o.fl. afrakstur af því starfi. Aukið svigrúm varðandi notkun negldra hjólbarða í umferðinni eiga að vera hluti af þeim forvarnaraðgerðum og hjálpa til við þá núllsýn sem stefnt er að. Öryggi er grunnur að gæðum í ferðaþjónustu og aldrei má gefa afslátt þegar kemur að því að tryggja öryggi í umferðinni.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja er heimilt að keyra um á negldum hjólbörðum á tímabilinu 1. nóvember til og með 14. apríl. SAF kalla eftir því að heimilt verði að nota neglda hjólbarða undir bílaleigubíla á tímabilinu frá 1. september til og með 31. maí. SAF segjast hafa löngum verið þess sinnis að stór þáttur í að gæta að öryggi vegfarenda hér á landi sé að heimila bílaleigum að bjóða til leigu ökutæki á nagladekkjum þegar þess sé þörf. „Það kallar á aukið svigrúm miðað við það sem reglur gera ráð fyrir í dag. Þörf fyrir aukið svigrúm tilhanda bílaleigum skýrist m.a. af miklum fjölda ökutækja og tímafreku starfi dekkjaskipta en ekki síður af því að mikil hálka og erfið færð getur skapast og hefur skapast utan núgildandi tímabils nagladekkja.“ Yfir vetrartímann telji bílaleiguflotinn hér á landi um 20 þúsund bifreiðar. „Gróflega má ætla að dekkjaskipti þurfi að eiga sér stað á allt að fimm þúsund bílaleigubílum hvert haust og vor. Reynslan sýnir að það tekur bílaleigur um sex vikur að ljúka dekkjaskiptum á öllum þeim flota. Til að ljúka við dekkjaskipti fyrir 15. apríl ár hvert má ætla að bílaleigur þurfi að hefja dekkjaskipti upp úr miðjum marsmánuði. Í ljósi umferðaröryggissjónarmiða er það vitaskuld ekki raunhæft, enda geta veður verið válynd á Íslandi eins og þekkt er.“ Samtök ferðaþjónustunnar skora á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að gera breytingar á reglugerð þannig að erlendir ferðamenn geti ekið um á bílaleigubílum búnum öruggasta búnaði á því tímabili þar sem aðstæður geta verið erfiðar. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Umhverfismál Nagladekk Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar vilja rýmka heimild til að nota nagladekk á bílaleigubílum af öryggissjónarmiðum. Snýr tillagan að því að reglugerð verði breytt og negldir hjólbarðar verði leyfðir á bílaleigubílum frá 1. september til 31. maí eða þrjá og hálfan mánuð umfram aðra bíla. Í tilkynningu frá SAF segir að á undanförnum árum hafi Samtök ferðaþjónustunnar kallað eftir því við stjórnvöld að auka svigrúm varðandi notkun negldra hjólbarða á bílaleigubílum til að auka öryggi í umferðinni. Í erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem SAF sendu á dögunum sé þessi skoðun ítrekuð. „Öryggismál og forvarnir eru ein af undirstöðum faglegrar ferðaþjónustu. Umræðan um öryggismál magnast þegar alvarleg atvik koma upp og fjöldi þeirra eykst. Mikilvægt er að hafa núllsýn í huga og efla aðgerðir til að draga úr umferðarslysum. SAF hafa á undanförnum árum átt frumkvæði að samræðum við stjórnvöld, viðbragðsaðila og tryggingafélög um forvarnaraðgerðir og eru stýrisspjöld bílaleigubíla, merkingar á ensku o.fl. afrakstur af því starfi. Aukið svigrúm varðandi notkun negldra hjólbarða í umferðinni eiga að vera hluti af þeim forvarnaraðgerðum og hjálpa til við þá núllsýn sem stefnt er að. Öryggi er grunnur að gæðum í ferðaþjónustu og aldrei má gefa afslátt þegar kemur að því að tryggja öryggi í umferðinni.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja er heimilt að keyra um á negldum hjólbörðum á tímabilinu 1. nóvember til og með 14. apríl. SAF kalla eftir því að heimilt verði að nota neglda hjólbarða undir bílaleigubíla á tímabilinu frá 1. september til og með 31. maí. SAF segjast hafa löngum verið þess sinnis að stór þáttur í að gæta að öryggi vegfarenda hér á landi sé að heimila bílaleigum að bjóða til leigu ökutæki á nagladekkjum þegar þess sé þörf. „Það kallar á aukið svigrúm miðað við það sem reglur gera ráð fyrir í dag. Þörf fyrir aukið svigrúm tilhanda bílaleigum skýrist m.a. af miklum fjölda ökutækja og tímafreku starfi dekkjaskipta en ekki síður af því að mikil hálka og erfið færð getur skapast og hefur skapast utan núgildandi tímabils nagladekkja.“ Yfir vetrartímann telji bílaleiguflotinn hér á landi um 20 þúsund bifreiðar. „Gróflega má ætla að dekkjaskipti þurfi að eiga sér stað á allt að fimm þúsund bílaleigubílum hvert haust og vor. Reynslan sýnir að það tekur bílaleigur um sex vikur að ljúka dekkjaskiptum á öllum þeim flota. Til að ljúka við dekkjaskipti fyrir 15. apríl ár hvert má ætla að bílaleigur þurfi að hefja dekkjaskipti upp úr miðjum marsmánuði. Í ljósi umferðaröryggissjónarmiða er það vitaskuld ekki raunhæft, enda geta veður verið válynd á Íslandi eins og þekkt er.“ Samtök ferðaþjónustunnar skora á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að gera breytingar á reglugerð þannig að erlendir ferðamenn geti ekið um á bílaleigubílum búnum öruggasta búnaði á því tímabili þar sem aðstæður geta verið erfiðar.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Umhverfismál Nagladekk Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira