Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2019 15:07 Aðeins fimm dagar eru síðan haustferð 2020 til Balí var auglýst á Facebook-síðu Farvel. Farvel Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnam, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að starfsemi Farvel hafi verið stöðvuð sem hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns. Heimasíðu Farvel hefur verið lokað en enn er Facebook-síðan opin þar sem fyrr í desember voru auglýstar lúxusferðir til Mexíkó og Balí. Engin tilkynning er á Facebook-síðunni um að starfsemin hafði verið stöðvuð. Hét áður Oríental Farvel hóf starfsemi í mars 2016 og var Viktor Heiðdal Sveinsson í forsvari fyrir nýja fyrirtækið. Það byggði á gömlum grunni ferðaþjónustufyrirtækisins Oríental sem Viktor stofnaði áratug fyrr. Farvel sérhæfði sig til að byrja með í pakkaferðum til Asíu. Viktor Heiðal hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Á vef Ferðamálastofu segir að Farvel hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um skil gagna. Þá hafði Farvel ekki sinnt ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun tryggingarfjárhæðar. „Farvel ehf. hefur nú hætt starfsemi,“ segir á vef Ferðamálastofu. Tryggingafé Farvel dugar ekki til Stöðvun starfseminnar mun hafa áhrif á ferðaplön á milli 100 og 200 manns. „Þar sem Farvel ehf. hefur ekki skilað inn hækkaðri tryggingu, í samræmi við vaxandi umsvif fyrirtækisins, liggur fyrir að tryggingafé Farvel dugar ekki til að endurgreiða áætlaðar kröfur þeirra sem hafa greitt fyrir eða inn á pakkaferðir á vegum fyrirtækisins,“ segir á vef Ferðamálastofu. Fólk er hvatt til að kanna samhliða rétt sinn hjá tryggingafélögum og kortafyrirtækjum. Ertu á ferðalagi með Farvel eða hafðirðu keypt ferð sem ekki verður farin? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnam, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að starfsemi Farvel hafi verið stöðvuð sem hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns. Heimasíðu Farvel hefur verið lokað en enn er Facebook-síðan opin þar sem fyrr í desember voru auglýstar lúxusferðir til Mexíkó og Balí. Engin tilkynning er á Facebook-síðunni um að starfsemin hafði verið stöðvuð. Hét áður Oríental Farvel hóf starfsemi í mars 2016 og var Viktor Heiðdal Sveinsson í forsvari fyrir nýja fyrirtækið. Það byggði á gömlum grunni ferðaþjónustufyrirtækisins Oríental sem Viktor stofnaði áratug fyrr. Farvel sérhæfði sig til að byrja með í pakkaferðum til Asíu. Viktor Heiðal hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Á vef Ferðamálastofu segir að Farvel hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um skil gagna. Þá hafði Farvel ekki sinnt ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun tryggingarfjárhæðar. „Farvel ehf. hefur nú hætt starfsemi,“ segir á vef Ferðamálastofu. Tryggingafé Farvel dugar ekki til Stöðvun starfseminnar mun hafa áhrif á ferðaplön á milli 100 og 200 manns. „Þar sem Farvel ehf. hefur ekki skilað inn hækkaðri tryggingu, í samræmi við vaxandi umsvif fyrirtækisins, liggur fyrir að tryggingafé Farvel dugar ekki til að endurgreiða áætlaðar kröfur þeirra sem hafa greitt fyrir eða inn á pakkaferðir á vegum fyrirtækisins,“ segir á vef Ferðamálastofu. Fólk er hvatt til að kanna samhliða rétt sinn hjá tryggingafélögum og kortafyrirtækjum. Ertu á ferðalagi með Farvel eða hafðirðu keypt ferð sem ekki verður farin? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira